Kom ekki heim til sín í mánuð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2021 08:30 Rut Jónsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Rut Jónsdóttir, leikmaður KA/Þór í Olís-deild kvenna og íslenska landsliðsins, hefur ekki komið heim til sín síðan í byrjun mars vegna anna með landsliðinu, æfingabanns hér á landi og fleira. Rut var í viðtali við RÚV fyrir landsleiki Íslands og Slóveníu í umspili um sæti á HM í handbolta. Fyrri leikurinn fer fram á laugardaginn kemur klukkan 15.30 og sá síðari á miðvikudaginn eftir viku klukkan 19.45. „Erum ekki margar í hópnum sem fengum að upplifa HM fyrir tíu árum. Það var rosalega skemmtilegt og við eigum góðar minningar þaðan. Ég vona að hinar stelpurnar í hópnum fái þá reynslu,“ sagði hin þrítuga Rut í viðtali sínu við RÚV. „Líkurnar eru kannski ekki með okkur í liði en það er allt hægt. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu verkefni og hef trú á hópnum,“ bætti hún við. Rut gekk til liðs við KA/Þór fyrir yfirstandandi tímabil en hún hafði leikið í Danmörku frá árinu 2008. Verkefni með landsliðinu í Norður-Makedóníu, æfingabann hér á landi og almennt bras í kringum kórónufaraldurinn hefur gert það að verkum að Rut hefur eytt litlum tíma á Akureyri að undanförnu. „Ég rétt skrapp heim í einn og hálfan dag um helgina en fyrir það var mánuður síðan ég kom heim til mín. Er svo heppin að hafa dásamlegt fólk í kringum mig, kærasta og fjölskyldu, sem sýna skilning og það skiptir miklu máli. Vonandi verð ég svo komin heim 24. apríl,“ sagði Rut að endingu. Mikilvæg verkefni framundan hjá íslenska kvennalandsliðinu í handbolta!https://t.co/MfEFzYPmMy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 13, 2021 Rut og stöllur hennar í KA/Þór hafa heldur betur staðið fyrir sínu á tímabilinu en liðið er sem stendur efst í Olís-deild kvenna með 19 stig eftir 12 leiki, stigi meira en Fram sem er í 2. sæti deildarinnar. Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri HM 2021 í handbolta Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira
Rut var í viðtali við RÚV fyrir landsleiki Íslands og Slóveníu í umspili um sæti á HM í handbolta. Fyrri leikurinn fer fram á laugardaginn kemur klukkan 15.30 og sá síðari á miðvikudaginn eftir viku klukkan 19.45. „Erum ekki margar í hópnum sem fengum að upplifa HM fyrir tíu árum. Það var rosalega skemmtilegt og við eigum góðar minningar þaðan. Ég vona að hinar stelpurnar í hópnum fái þá reynslu,“ sagði hin þrítuga Rut í viðtali sínu við RÚV. „Líkurnar eru kannski ekki með okkur í liði en það er allt hægt. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu verkefni og hef trú á hópnum,“ bætti hún við. Rut gekk til liðs við KA/Þór fyrir yfirstandandi tímabil en hún hafði leikið í Danmörku frá árinu 2008. Verkefni með landsliðinu í Norður-Makedóníu, æfingabann hér á landi og almennt bras í kringum kórónufaraldurinn hefur gert það að verkum að Rut hefur eytt litlum tíma á Akureyri að undanförnu. „Ég rétt skrapp heim í einn og hálfan dag um helgina en fyrir það var mánuður síðan ég kom heim til mín. Er svo heppin að hafa dásamlegt fólk í kringum mig, kærasta og fjölskyldu, sem sýna skilning og það skiptir miklu máli. Vonandi verð ég svo komin heim 24. apríl,“ sagði Rut að endingu. Mikilvæg verkefni framundan hjá íslenska kvennalandsliðinu í handbolta!https://t.co/MfEFzYPmMy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 13, 2021 Rut og stöllur hennar í KA/Þór hafa heldur betur staðið fyrir sínu á tímabilinu en liðið er sem stendur efst í Olís-deild kvenna með 19 stig eftir 12 leiki, stigi meira en Fram sem er í 2. sæti deildarinnar.
Íslenski handboltinn Handbolti Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri HM 2021 í handbolta Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn „Það verða breytingar“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Sjá meira