Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2021 11:29 Íbúar í Mumbaí búa sig undir strangar sóttvarnaaðgerðir sem hefjast í kvöld. AP/Rafiq Maqbool Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. Yfirvöld Indlands opinberuðu í gær að 184.372 greinst með Covid-19 og hefur fjöldi nýsmitaðra ekki verið hærri frá því faraldur nýju kórónuveirunnar hóst, samkvæmt frétt BBC. Í heildina hafa tæplega fjórtán milljónir Indverja smitast af Covid-19 og rúmlega 170 þúsund hafa dáið, samkvæmt opinberum tölum. Mikið álag er á sjúkrahúsum á í Mumbaí, Nýju Delí og öðrum stórum borgum landsins. BBC segir fregnir hafa borist af skorti á lyfjum og súrefni á sjúkrahúsum. Ástandið er hvað verst í Maharashtra-héraði og í kvöld hefst fimmtán daga samkomubann þar. Hér má sjá skjáskot af vef Johns Hopkins háskólans sem sýnir hvernig nýsmituðum hefur fjölgað undanfarið. Gögn háskólans byggja á opinberum tölum. Í frétt Financial Times segir að Indverjar hafi bólusett tæplega átta af hverjum hundrað íbúum landsins með minnst einum skammti bóluefnis. Það er þrátt fyrir að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir á Indlandi á hverjum degi. Þeir skammtar eru að mestu sendir úr landi. Útflutningur bóluefna og skortur á Indlandi hefur valdið mikilli reiði meðal íbúa. Ráðamenn á Indlandi veittu nýverið bóluefni Rússa, Spútnik V, neyðarsamþykkt til notkunar þar í landi. Þannig er bæði leyfilegt að framleiða bóluefnið á Indlandi og flytja inn skammta. Einnig hafa bóluefni sem þegar er búið að samþykkja í Bandaríkjunum, Bretlandi, Evrópu og Japan fengið leyfi til notkunar og framleiðslu. FT segir markmiðið að auka framboð bóluefna fyrir Indverja. Sérfræðingar sem miðillinn ræddi við segja það þó ólíklegt. Rússar hafa samið við minnst fimm fyrirtæki á Indlandi um að framleiða samanlagt um 850 milljónir skammta af Spútnik V á ári. Þar af eru þó eingöngu hundrað milljónir skammta til notkunar á Indlandi. Restin fer til þeirra minnst 58 ríkja sem hafa pantað skammta af bóluefninu rússneska. Þá þykir líklegt að fyrirtækin fimm muni þurfa nokkurn tíma til að koma framleiðslunni af stað, sérstaklega þar sem þau hafi takmarkaða reynslu af framleiðslu bóluefna. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira
Yfirvöld Indlands opinberuðu í gær að 184.372 greinst með Covid-19 og hefur fjöldi nýsmitaðra ekki verið hærri frá því faraldur nýju kórónuveirunnar hóst, samkvæmt frétt BBC. Í heildina hafa tæplega fjórtán milljónir Indverja smitast af Covid-19 og rúmlega 170 þúsund hafa dáið, samkvæmt opinberum tölum. Mikið álag er á sjúkrahúsum á í Mumbaí, Nýju Delí og öðrum stórum borgum landsins. BBC segir fregnir hafa borist af skorti á lyfjum og súrefni á sjúkrahúsum. Ástandið er hvað verst í Maharashtra-héraði og í kvöld hefst fimmtán daga samkomubann þar. Hér má sjá skjáskot af vef Johns Hopkins háskólans sem sýnir hvernig nýsmituðum hefur fjölgað undanfarið. Gögn háskólans byggja á opinberum tölum. Í frétt Financial Times segir að Indverjar hafi bólusett tæplega átta af hverjum hundrað íbúum landsins með minnst einum skammti bóluefnis. Það er þrátt fyrir að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir á Indlandi á hverjum degi. Þeir skammtar eru að mestu sendir úr landi. Útflutningur bóluefna og skortur á Indlandi hefur valdið mikilli reiði meðal íbúa. Ráðamenn á Indlandi veittu nýverið bóluefni Rússa, Spútnik V, neyðarsamþykkt til notkunar þar í landi. Þannig er bæði leyfilegt að framleiða bóluefnið á Indlandi og flytja inn skammta. Einnig hafa bóluefni sem þegar er búið að samþykkja í Bandaríkjunum, Bretlandi, Evrópu og Japan fengið leyfi til notkunar og framleiðslu. FT segir markmiðið að auka framboð bóluefna fyrir Indverja. Sérfræðingar sem miðillinn ræddi við segja það þó ólíklegt. Rússar hafa samið við minnst fimm fyrirtæki á Indlandi um að framleiða samanlagt um 850 milljónir skammta af Spútnik V á ári. Þar af eru þó eingöngu hundrað milljónir skammta til notkunar á Indlandi. Restin fer til þeirra minnst 58 ríkja sem hafa pantað skammta af bóluefninu rússneska. Þá þykir líklegt að fyrirtækin fimm muni þurfa nokkurn tíma til að koma framleiðslunni af stað, sérstaklega þar sem þau hafi takmarkaða reynslu af framleiðslu bóluefna.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira