Eyþór um lækkun hámarkshraða: „Umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 14. apríl 2021 21:11 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hugnast ekki áform meirihlutans um að hámarkshraði á mörgum af helstu samgönguæðum borgarinnar verði lækkaður. Hann telur að lækkun hámarkshraða muni tefja fyrir almenningssamgöngum auk þess sem það geti skapað hættu á aukinni umferð um íbúðagötur. Hámarkshraði á götum í eigu borgarinnar verður hvergi yfir fimmtíu kílómetrum á klukkustund samkvæmt nýsamþykktri áætlun borgarinnar. Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti í dag stefnumörkun um hámarkshraða á borgargötum og sem verður lögð fyrir borgarráð til samþykktar í næstu viku. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins lagði fram bókun vegna málsins í dag. „Við höfum áhyggjur af því að þegar það er verið að lækka umferðarhraða á lykilakreinum, eins og við Suðurlandsbrautina, Bústaðaveg, Grensásveg og víðar, þá sé tvennt sem geti gerst. Annars vegar að afkastageta kerfisins minnkar og svo hitt að öryggisþátturinn gangi ekki upp, því að umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð og nálægt skólum þegar fólk lendir í umferðarteppu á þessum lykilumferðarsvæðum,“ sagði Eyþór í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Spurður hvort það breyti yfir höfuð miklu á háannatímum hver hámarkshraðinn er, í ljósi þess hve þétt umferðin er, vísar Eyþór til umsagnar Strætó um málið. „Strætó bókaði um það í sinni umsögn að þetta myndi ekki ganga upp fyrir þá að óbreyttu, þannig að þetta tefur líka almenningssamgöngur, það er líka ljóst að íbúar víða hafa áhyggjur af þessu. Þrátt fyrir að íbúar vilji hafa íbúðahverfin á lágum hraða, þá eru það þessir lykil tengivegir sem að við verðum að hafa í lagi,“ svaraði Eyþór. En hvað leggið þið þá frekar til? „Við viljum bæta umferðaröryggið, sérstaklega nálægt íbúðabyggð, bæta gangbrautir eins og snjallbrautir sem við höfum lagt til, og lagt áherslu á að snjallvæða borgina. Við viljum lækka hraða þar sem hætta er, til dæmis nálægt skólum og annað, en ekki að fara í að þrengja að umferðinni á helstu æðunum. Reykjavík Borgarstjórn Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Sjá meira
Hámarkshraði á götum í eigu borgarinnar verður hvergi yfir fimmtíu kílómetrum á klukkustund samkvæmt nýsamþykktri áætlun borgarinnar. Skipulags- og samgönguráð borgarinnar samþykkti í dag stefnumörkun um hámarkshraða á borgargötum og sem verður lögð fyrir borgarráð til samþykktar í næstu viku. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins lagði fram bókun vegna málsins í dag. „Við höfum áhyggjur af því að þegar það er verið að lækka umferðarhraða á lykilakreinum, eins og við Suðurlandsbrautina, Bústaðaveg, Grensásveg og víðar, þá sé tvennt sem geti gerst. Annars vegar að afkastageta kerfisins minnkar og svo hitt að öryggisþátturinn gangi ekki upp, því að umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð og nálægt skólum þegar fólk lendir í umferðarteppu á þessum lykilumferðarsvæðum,“ sagði Eyþór í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Spurður hvort það breyti yfir höfuð miklu á háannatímum hver hámarkshraðinn er, í ljósi þess hve þétt umferðin er, vísar Eyþór til umsagnar Strætó um málið. „Strætó bókaði um það í sinni umsögn að þetta myndi ekki ganga upp fyrir þá að óbreyttu, þannig að þetta tefur líka almenningssamgöngur, það er líka ljóst að íbúar víða hafa áhyggjur af þessu. Þrátt fyrir að íbúar vilji hafa íbúðahverfin á lágum hraða, þá eru það þessir lykil tengivegir sem að við verðum að hafa í lagi,“ svaraði Eyþór. En hvað leggið þið þá frekar til? „Við viljum bæta umferðaröryggið, sérstaklega nálægt íbúðabyggð, bæta gangbrautir eins og snjallbrautir sem við höfum lagt til, og lagt áherslu á að snjallvæða borgina. Við viljum lækka hraða þar sem hætta er, til dæmis nálægt skólum og annað, en ekki að fara í að þrengja að umferðinni á helstu æðunum.
Reykjavík Borgarstjórn Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Erlent Fleiri fréttir Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent