Ófyrirséð afleiðing Covid-19: „Við erum að verða uppiskroppa með sæði“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. apríl 2021 08:42 Þegar kórónuveirufaraldurinn braust út voru brögð að því að salernispappír og aðrar nauðsynjar væru hamstraðar. Nú er kominn upp óvæntur, og ef til vill ófyrirséður skortur í Svíþjóð: „Við erum að verða uppiskroppa með sæði,“ segir Ann Thurin Kjellberg, yfirmaður frjósemismeðferða hjá háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg. Skortinn má rekja til þess að gjöfum hefur fækkað snarlega vegna kórónuveirufaraldursins en vegna hans hefur bið eftir frjósemismeðferð lengst úr sex mánuðum í 30 mánuði. „Það er streituvaldandi að geta ekki fengið fasta tímasetningu eða dagsetningu fyrir meðferð,“ segir Elin Bergsten, 28 ára stærðfræðikennari. Eiginmaður hennar framleiðir ekki sæði og nú hefur meðferð Elinar verið sett á frest vegna sæðisskortsins. Thurin Kjellberg segir skortinn á landsvísu; sæðisbirgðirnar séu uppurnar í Gautaborg og Malmö og klárist brátt í Stokkhólmi. Einkastofur komast hjá vandanum með því að kaupa sæði erlendis frá en það hefur í för með sér aukinn kostnað, sem getur numið allt að 1,5 milljónum íslenskra króna. Samkvæmt Reuters má hver gjafi aðeins feðra börn sex kvenna og flestir gjafar hafa náð þessu hámarki nú þegar. Þannig stendur aðeins konum sem hafa þegar eignast börn með gjafasæði, sama sæði til boða. Margareta Kitlinski, yfirmaður frjósemismeðferða hjá háskólasjúkrahúsinu á Skáni, segir það taka um átta mánuði að samþykkja nýjan gjafa og þá ónýtast margir sæðisskammtar vegna algengra vandamála við frystingu. „Ef 50 menn hafa samband þá verða í besta falli helmingur þeirra gjafar.“ Sums staðar hafa yfirvöld auglýst eftir gjöfum á samfélagsmiðlum en Thurin Kjellberg segir sjónvarpið næsta kost til að vekja athygli á vandamálinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Frjósemi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
„Við erum að verða uppiskroppa með sæði,“ segir Ann Thurin Kjellberg, yfirmaður frjósemismeðferða hjá háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg. Skortinn má rekja til þess að gjöfum hefur fækkað snarlega vegna kórónuveirufaraldursins en vegna hans hefur bið eftir frjósemismeðferð lengst úr sex mánuðum í 30 mánuði. „Það er streituvaldandi að geta ekki fengið fasta tímasetningu eða dagsetningu fyrir meðferð,“ segir Elin Bergsten, 28 ára stærðfræðikennari. Eiginmaður hennar framleiðir ekki sæði og nú hefur meðferð Elinar verið sett á frest vegna sæðisskortsins. Thurin Kjellberg segir skortinn á landsvísu; sæðisbirgðirnar séu uppurnar í Gautaborg og Malmö og klárist brátt í Stokkhólmi. Einkastofur komast hjá vandanum með því að kaupa sæði erlendis frá en það hefur í för með sér aukinn kostnað, sem getur numið allt að 1,5 milljónum íslenskra króna. Samkvæmt Reuters má hver gjafi aðeins feðra börn sex kvenna og flestir gjafar hafa náð þessu hámarki nú þegar. Þannig stendur aðeins konum sem hafa þegar eignast börn með gjafasæði, sama sæði til boða. Margareta Kitlinski, yfirmaður frjósemismeðferða hjá háskólasjúkrahúsinu á Skáni, segir það taka um átta mánuði að samþykkja nýjan gjafa og þá ónýtast margir sæðisskammtar vegna algengra vandamála við frystingu. „Ef 50 menn hafa samband þá verða í besta falli helmingur þeirra gjafar.“ Sums staðar hafa yfirvöld auglýst eftir gjöfum á samfélagsmiðlum en Thurin Kjellberg segir sjónvarpið næsta kost til að vekja athygli á vandamálinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Frjósemi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent