Vísa tíu Rússum úr landi og beita refsiaðgerðum Samúel Karl Ólason skrifar 15. apríl 2021 13:30 Joe Biden og Vladímír Pútín, forsetar Bandaríkjanna og Rússlands. Vísir/AP Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að tíu rússneskum erindrekum verður vikið úr landi og refsiaðgerðum beitt gegn 32 einstaklingum og fyrirtækjum í Rússlandi. Þar að auki verður bandarískum bönkum meinað að taka þátt í ríkisskuldabréfaútboðum í rúblum. Tilefni aðgerðanna er að refsa ráðamönnum í Rússlandi fyrir tölvuárásir í Bandaríkjunum, afskipti af kosningum þar í landi, notkun efnavopna og meintar verðlaunagreiðslur til Talibana fyrir að fella bandaríska hermenn, samkvæmt frétt Washington Post. Þeim er einnig ætlað að senda skilaboð til Moskvu um að aðgerðir sem þessar verði ekki liðnar í framtíðinni. Bandaríkjamenn bendluðu einnig leyniþjónustu Rússlands við Solarwinds-tölvuárásina svokölluðu og er það í fyrsta sinn sem það er gert opinberlega. Sú árás beindist gegn minnst níu opinberum stofnunum og fjölda fyrirtækja. Umfang árásarinnar er enn ekki ljóst að fullu. AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum í Hvíta húsinu að meðal þeirra tíu erindreka sem verið sé að vísa úr landi séu útsendarar leyniþjónusta Rússlands. Þetta er í annað sinn sem ríkisstjórn Bidens beitir Rússa refsiaðgerðum en það var síðast gert í síðasta mánuði gegn embættismönnum í innsta hrings Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, vegna taugaeitursárásarinnar á Alexei Navalní, andstæðing Pútíns. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Sagður hafa í hyggju að grípa til refsiaðgerða gegn Rússum Bandaríkjastjórn er sögð ætla að grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússum vegna meintra afskipta af bandarísku forsetakosningunum og fjölda tölvuárása á bandarísk fyrirtæki og stofnanir. 15. apríl 2021 07:33 Biden og Pútín ræddu um Úkraínu í símtali Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu var á meðal þess sem bar á góma í símtali Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag. Biden hvatti Pútín til að draga úr spennunni við nágrannaríkið en lagði jafnframt til að þeir hittust til fundar á næstu mánuðum. 13. apríl 2021 16:02 Telja að gagnrýnandi Pútín hafi verið kyrktur Nikolai Glushkov, rússneskur athafnamaður og gagnrýnandi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, er talinn hafa verið kyrktur í London í mars árið 2018. Að mati dánardómstjóra í Bretlandi eru vísbendingar um að morðingi Glushkov hafi reynt að láta dauða hans líta út fyrir að hafa verið sjálfsvíg. 10. apríl 2021 08:08 Navalní í hungurverkfall í fangelsinu Alexei Navalní, einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hóf hungurverkfall til að þrýsta á fangelsisyfirvöld að sjá honum fyrir læknisaðstoð. Hann er sagður þjást af bráðum verkjum í baki og fótleggjum. 31. mars 2021 17:43 Telur Biden sjá sjálfan sig í sér Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir ummæli Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Pútín væri „sálarlaus“ og „morðingi“, til marks um að Biden væri það sjálfur. Forsetinn rússneski gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega á fjarfundi í dag og sagði viðhorf þeirra endurspegla ofbeldisfulla sögu Bandaríkjanna. 18. mars 2021 23:25 Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Tilefni aðgerðanna er að refsa ráðamönnum í Rússlandi fyrir tölvuárásir í Bandaríkjunum, afskipti af kosningum þar í landi, notkun efnavopna og meintar verðlaunagreiðslur til Talibana fyrir að fella bandaríska hermenn, samkvæmt frétt Washington Post. Þeim er einnig ætlað að senda skilaboð til Moskvu um að aðgerðir sem þessar verði ekki liðnar í framtíðinni. Bandaríkjamenn bendluðu einnig leyniþjónustu Rússlands við Solarwinds-tölvuárásina svokölluðu og er það í fyrsta sinn sem það er gert opinberlega. Sú árás beindist gegn minnst níu opinberum stofnunum og fjölda fyrirtækja. Umfang árásarinnar er enn ekki ljóst að fullu. AP fréttaveitan hefur eftir embættismönnum í Hvíta húsinu að meðal þeirra tíu erindreka sem verið sé að vísa úr landi séu útsendarar leyniþjónusta Rússlands. Þetta er í annað sinn sem ríkisstjórn Bidens beitir Rússa refsiaðgerðum en það var síðast gert í síðasta mánuði gegn embættismönnum í innsta hrings Vladimírs Pútin, forseta Rússlands, vegna taugaeitursárásarinnar á Alexei Navalní, andstæðing Pútíns.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Sagður hafa í hyggju að grípa til refsiaðgerða gegn Rússum Bandaríkjastjórn er sögð ætla að grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússum vegna meintra afskipta af bandarísku forsetakosningunum og fjölda tölvuárása á bandarísk fyrirtæki og stofnanir. 15. apríl 2021 07:33 Biden og Pútín ræddu um Úkraínu í símtali Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu var á meðal þess sem bar á góma í símtali Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag. Biden hvatti Pútín til að draga úr spennunni við nágrannaríkið en lagði jafnframt til að þeir hittust til fundar á næstu mánuðum. 13. apríl 2021 16:02 Telja að gagnrýnandi Pútín hafi verið kyrktur Nikolai Glushkov, rússneskur athafnamaður og gagnrýnandi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, er talinn hafa verið kyrktur í London í mars árið 2018. Að mati dánardómstjóra í Bretlandi eru vísbendingar um að morðingi Glushkov hafi reynt að láta dauða hans líta út fyrir að hafa verið sjálfsvíg. 10. apríl 2021 08:08 Navalní í hungurverkfall í fangelsinu Alexei Navalní, einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hóf hungurverkfall til að þrýsta á fangelsisyfirvöld að sjá honum fyrir læknisaðstoð. Hann er sagður þjást af bráðum verkjum í baki og fótleggjum. 31. mars 2021 17:43 Telur Biden sjá sjálfan sig í sér Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir ummæli Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Pútín væri „sálarlaus“ og „morðingi“, til marks um að Biden væri það sjálfur. Forsetinn rússneski gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega á fjarfundi í dag og sagði viðhorf þeirra endurspegla ofbeldisfulla sögu Bandaríkjanna. 18. mars 2021 23:25 Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Sagður hafa í hyggju að grípa til refsiaðgerða gegn Rússum Bandaríkjastjórn er sögð ætla að grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússum vegna meintra afskipta af bandarísku forsetakosningunum og fjölda tölvuárása á bandarísk fyrirtæki og stofnanir. 15. apríl 2021 07:33
Biden og Pútín ræddu um Úkraínu í símtali Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu var á meðal þess sem bar á góma í símtali Joes Biden Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútín Rússlandsforseta í dag. Biden hvatti Pútín til að draga úr spennunni við nágrannaríkið en lagði jafnframt til að þeir hittust til fundar á næstu mánuðum. 13. apríl 2021 16:02
Telja að gagnrýnandi Pútín hafi verið kyrktur Nikolai Glushkov, rússneskur athafnamaður og gagnrýnandi Vladímírs Pútín Rússlandsforseta, er talinn hafa verið kyrktur í London í mars árið 2018. Að mati dánardómstjóra í Bretlandi eru vísbendingar um að morðingi Glushkov hafi reynt að láta dauða hans líta út fyrir að hafa verið sjálfsvíg. 10. apríl 2021 08:08
Navalní í hungurverkfall í fangelsinu Alexei Navalní, einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hóf hungurverkfall til að þrýsta á fangelsisyfirvöld að sjá honum fyrir læknisaðstoð. Hann er sagður þjást af bráðum verkjum í baki og fótleggjum. 31. mars 2021 17:43
Telur Biden sjá sjálfan sig í sér Vladímír Pútín, forseti Rússlands, segir ummæli Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, um að Pútín væri „sálarlaus“ og „morðingi“, til marks um að Biden væri það sjálfur. Forsetinn rússneski gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega á fjarfundi í dag og sagði viðhorf þeirra endurspegla ofbeldisfulla sögu Bandaríkjanna. 18. mars 2021 23:25
Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. 7. ágúst 2020 19:38
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent