Stefndi í metár hjá Hörpu en töpuðu í staðinn 200 milljónum Snorri Másson skrifar 16. apríl 2021 10:36 Þrátt fyrir faraldurinn voru haldnir 512 viðburðir í Hörpu árið 2020 samanborið við 1.303 árið 2019. Vísir/Vilhelm Tónlistarhúsið Harpa tapaði tæplega 200 milljónum á árinu, jafnvel þótt stefnt hafi í metár á sviði alþjóðlegs ráðstefnuhalds. Eins og gefur að skilja hurfu þær væntingar eins og dögg fyrir sólu þegar kórónuveirufaraldurinn skall á í febrúar á síðasta ári. Tekjur Hörpu lækkuðu um 56% milli ára, námu 537 milljónum króna á liðnu ári samanborið við tæpar 1.210 milljónir árið 2019. Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg settu 450 milljónir í reksturinn í upphafi árs í formi hefðbundins rekstrarframlags, en viðbótarframlag nam 278 milljónum. Í tilkynningu segir að gripið hafi verið til afgerandi aðgerða til að mæta stöðunni og að rekstrarkostnaður hafi verið lækkaður um tæp 30%, um 473 milljónir króna. „Þegar forsendur viðburðahalds og ferðaþjónustu gjörbreyttust til hins verra brast jafnframt rekstrargrundvöllur veitingastaða, verslana og annarra þjónustuaðila í húsinu sem nær allir hættu starfsemi í Hörpu á árinu. Unnið er að samningum við nýja aðila sem koma til með að hefja starfsemi í Hörpu á komandi mánuðum,“ segir í tilkynningu. Miðasöluvelta dróst saman um milljarð Þrátt fyrir faraldurinn voru haldnir 512 viðburðir í Hörpu samanborið við 1.303 árið 2019. Haldnir voru 330 listviðburðir, þ.e. tónleikar, leiksýningar og listsýningar. Þá voru haldnar 141 ráðstefnur, fundir og veislur eða aðeins um þriðjungur samanborið við 411 slíka viðburði á fyrra ári. Eigin viðburðir Hörpu voru um 44 og samanstóðu m.a. af streymistónleikum úr Eldborg og fjölskylduviðburðum. Um 65 þúsund aðgöngumiðar voru afgreiddir gegnum miðasölu Hörpu samanborið við um 232 þúsund árið 2019. Heildarvelta miðasölu vegna viðburða nam um 301 milljón króna samanborið við 1.294 milljónir 2019. Í stjórn Hörpu eiga sæti Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir formaður, Árni Geir Pálsson, Aðalheiður Magnúsdóttir, Arna Schram og Guðni Tómasson. Forstjóri er Svanhildur Konráðsdóttir. Harpa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Harpa auglýsir eftir rekstraraðilum Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa auglýsir nú eftir hugmyndum og tillögum að „fersku“ framboði á upplifun, veitingaþjónustu og verslun á jarðhæð hússins. 18. september 2020 22:03 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Tekjur Hörpu lækkuðu um 56% milli ára, námu 537 milljónum króna á liðnu ári samanborið við tæpar 1.210 milljónir árið 2019. Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg settu 450 milljónir í reksturinn í upphafi árs í formi hefðbundins rekstrarframlags, en viðbótarframlag nam 278 milljónum. Í tilkynningu segir að gripið hafi verið til afgerandi aðgerða til að mæta stöðunni og að rekstrarkostnaður hafi verið lækkaður um tæp 30%, um 473 milljónir króna. „Þegar forsendur viðburðahalds og ferðaþjónustu gjörbreyttust til hins verra brast jafnframt rekstrargrundvöllur veitingastaða, verslana og annarra þjónustuaðila í húsinu sem nær allir hættu starfsemi í Hörpu á árinu. Unnið er að samningum við nýja aðila sem koma til með að hefja starfsemi í Hörpu á komandi mánuðum,“ segir í tilkynningu. Miðasöluvelta dróst saman um milljarð Þrátt fyrir faraldurinn voru haldnir 512 viðburðir í Hörpu samanborið við 1.303 árið 2019. Haldnir voru 330 listviðburðir, þ.e. tónleikar, leiksýningar og listsýningar. Þá voru haldnar 141 ráðstefnur, fundir og veislur eða aðeins um þriðjungur samanborið við 411 slíka viðburði á fyrra ári. Eigin viðburðir Hörpu voru um 44 og samanstóðu m.a. af streymistónleikum úr Eldborg og fjölskylduviðburðum. Um 65 þúsund aðgöngumiðar voru afgreiddir gegnum miðasölu Hörpu samanborið við um 232 þúsund árið 2019. Heildarvelta miðasölu vegna viðburða nam um 301 milljón króna samanborið við 1.294 milljónir 2019. Í stjórn Hörpu eiga sæti Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir formaður, Árni Geir Pálsson, Aðalheiður Magnúsdóttir, Arna Schram og Guðni Tómasson. Forstjóri er Svanhildur Konráðsdóttir.
Harpa Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Harpa auglýsir eftir rekstraraðilum Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa auglýsir nú eftir hugmyndum og tillögum að „fersku“ framboði á upplifun, veitingaþjónustu og verslun á jarðhæð hússins. 18. september 2020 22:03 Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Harpa auglýsir eftir rekstraraðilum Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa auglýsir nú eftir hugmyndum og tillögum að „fersku“ framboði á upplifun, veitingaþjónustu og verslun á jarðhæð hússins. 18. september 2020 22:03