Stefna ójafnaðar Oddný G. Harðardóttir skrifar 16. apríl 2021 11:31 Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er megináherslan á að stöðva hlutfallslegan vöxt skuldasöfnunar en minni metnaður lagður í arðbærar fjárfestingar, opinbera þjónustu, öflugri almannatryggingar og stuðning við fólk sem misst hefur vinnuna. Ef spár ganga eftir verða um tíu þúsund manns án atvinnu hér á landi eftir fimm ár. Í stað þess að útfæra frekari aðgerðir til að fleyta fólki, fyrirtækjum og hagkerfinu í heild í gegnum efnahagsvandann leggur ríkisstjórnin ofuráherslu á að miða við ákveðið skuldahlutfall árið 2025 með tilheyrandi niðurskurði á ríkisútgjöldum. Auk þessarar fjármálareglu sem ríkisstjórnin hefur sett sér sjálf eiga fjármálareglur laga um opinber fjármál að taka gildi árið 2026. Öll önnur ríki sem við viljum bera okkur saman við hafa vikið fjármálareglum til hliðar nú á óvissutímum og hafa ekki sett sér nýjar líkt og ríkisstjórnin íslenska hefur gert í miðri efnahagslægðinni. Varnaðarorð Fjármálaráðs Fjármálaráð, sem hefur það lögbundna hlutverk að skrifa álitsgerð um fjármálaáætlanir sem ríkisstjórnir leggja fram, hefur uppi varnaðarorð um þetta í álitsgerð sinni um fjármálaáætlunina fyrir árin 2022-2026. Ráðið bendir réttilega á að bæði afkomureglan og skuldalækkunarreglan í lögum um opinber fjármál, geti orðið stór biti að kyngja eftir viðlíka efnahagshremmingar og nú er tekist á við. Skuldalækkunin verði mest íþyngjandi á fyrsta ári skuldalækkunarinnar á sama tíma og enn gæti áhrifa faraldursins í efnahagslífinu. Og þrátt fyrir stöðvun vaxtar skuldahlutfallsins árið 2025 verði afkoman engu að síður neikvæð um 1,5% af vergri landsframleiðslu það ár og einnig árið 2026. Þannig sé fyrirséð að afkomureglan í lögunum verði íþyngjandi við gildistöku hennar á nýjan leik. Niðurskurður og skattahækkanir Fjármálaáætlunin gerir ráð fyrir að niðurskurður og skattahækkanir hefjist árið 2023, þegar spáð er 6 - 7% atvinnuleysi. Ábyrga leiðin, leiðin sem við í Samfylkingunni viljum fara, snýst um að beita ekki of hörðum aðgerðum of snemma. Við viljum veita svigrúm og skapa frið um hvernig eigi að skipta tekjum og afla þeirra. Dreifa byrðunum sem koma mjög ójafnt niður og allir sjá hverjir bera, þó stjórnarflokkarnir vilji loka augunum fyrir því. Fjármálaráð bendir á að fyrir COVID hafi fjármálaáætlanir sýnt svigrúm til nýrra verkefna upp á um 2% af landsframleiðslu á ári. Nú boðar ríkisstjórnin aðgerðir frá árinu 2023 sem ná yfir allt þetta svigrúm. Og þegar fjármálareglurnar koma líka til framkvæmda árið 2026 kalla þær á enn frekari niðurskurð á ríkisútgjöldum. Mikilvægir innviðir munu líða fyrir slíka hagstjórn í langan tíma með tilheyrandi kostnaði. Innviðaskuldir munu hlaðast upp ef áætlanir ríkisstjórnarinnar ná fram að ganga, hvort sem er i vega- og flutningskerfum eða í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Við í Samfylkingunni munum leggja til að gerðar verði breytingar á fjármálaáætluninni til að forða þeim skaða sem stefna ríkisstjórnarinnar ber með sér, nái hún fram að ganga. Að tekið verði tillit til umsvifa í hagkerfinu þegar ákvörðun um skuldaviðmið verður tekin. Ekki verði einungis miðað við ákveðið ártal í þeim efnum, líkt og ríkisstjórnin leggur til í skammsýni sinni. Hitt er ljóst að með fjármálaáætluninni til næstu fimm ára hefur ríkisstjórnin markað sér stefnu fyrir næsta kjörtímabil haldi hún velli að loknum kosningum í september. Stjórnarflokkarnir munu að óbreyttu samþykkja stefnu niðurskurðar og ójafnaðar fyrir þinglok í vor. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er megináherslan á að stöðva hlutfallslegan vöxt skuldasöfnunar en minni metnaður lagður í arðbærar fjárfestingar, opinbera þjónustu, öflugri almannatryggingar og stuðning við fólk sem misst hefur vinnuna. Ef spár ganga eftir verða um tíu þúsund manns án atvinnu hér á landi eftir fimm ár. Í stað þess að útfæra frekari aðgerðir til að fleyta fólki, fyrirtækjum og hagkerfinu í heild í gegnum efnahagsvandann leggur ríkisstjórnin ofuráherslu á að miða við ákveðið skuldahlutfall árið 2025 með tilheyrandi niðurskurði á ríkisútgjöldum. Auk þessarar fjármálareglu sem ríkisstjórnin hefur sett sér sjálf eiga fjármálareglur laga um opinber fjármál að taka gildi árið 2026. Öll önnur ríki sem við viljum bera okkur saman við hafa vikið fjármálareglum til hliðar nú á óvissutímum og hafa ekki sett sér nýjar líkt og ríkisstjórnin íslenska hefur gert í miðri efnahagslægðinni. Varnaðarorð Fjármálaráðs Fjármálaráð, sem hefur það lögbundna hlutverk að skrifa álitsgerð um fjármálaáætlanir sem ríkisstjórnir leggja fram, hefur uppi varnaðarorð um þetta í álitsgerð sinni um fjármálaáætlunina fyrir árin 2022-2026. Ráðið bendir réttilega á að bæði afkomureglan og skuldalækkunarreglan í lögum um opinber fjármál, geti orðið stór biti að kyngja eftir viðlíka efnahagshremmingar og nú er tekist á við. Skuldalækkunin verði mest íþyngjandi á fyrsta ári skuldalækkunarinnar á sama tíma og enn gæti áhrifa faraldursins í efnahagslífinu. Og þrátt fyrir stöðvun vaxtar skuldahlutfallsins árið 2025 verði afkoman engu að síður neikvæð um 1,5% af vergri landsframleiðslu það ár og einnig árið 2026. Þannig sé fyrirséð að afkomureglan í lögunum verði íþyngjandi við gildistöku hennar á nýjan leik. Niðurskurður og skattahækkanir Fjármálaáætlunin gerir ráð fyrir að niðurskurður og skattahækkanir hefjist árið 2023, þegar spáð er 6 - 7% atvinnuleysi. Ábyrga leiðin, leiðin sem við í Samfylkingunni viljum fara, snýst um að beita ekki of hörðum aðgerðum of snemma. Við viljum veita svigrúm og skapa frið um hvernig eigi að skipta tekjum og afla þeirra. Dreifa byrðunum sem koma mjög ójafnt niður og allir sjá hverjir bera, þó stjórnarflokkarnir vilji loka augunum fyrir því. Fjármálaráð bendir á að fyrir COVID hafi fjármálaáætlanir sýnt svigrúm til nýrra verkefna upp á um 2% af landsframleiðslu á ári. Nú boðar ríkisstjórnin aðgerðir frá árinu 2023 sem ná yfir allt þetta svigrúm. Og þegar fjármálareglurnar koma líka til framkvæmda árið 2026 kalla þær á enn frekari niðurskurð á ríkisútgjöldum. Mikilvægir innviðir munu líða fyrir slíka hagstjórn í langan tíma með tilheyrandi kostnaði. Innviðaskuldir munu hlaðast upp ef áætlanir ríkisstjórnarinnar ná fram að ganga, hvort sem er i vega- og flutningskerfum eða í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Við í Samfylkingunni munum leggja til að gerðar verði breytingar á fjármálaáætluninni til að forða þeim skaða sem stefna ríkisstjórnarinnar ber með sér, nái hún fram að ganga. Að tekið verði tillit til umsvifa í hagkerfinu þegar ákvörðun um skuldaviðmið verður tekin. Ekki verði einungis miðað við ákveðið ártal í þeim efnum, líkt og ríkisstjórnin leggur til í skammsýni sinni. Hitt er ljóst að með fjármálaáætluninni til næstu fimm ára hefur ríkisstjórnin markað sér stefnu fyrir næsta kjörtímabil haldi hún velli að loknum kosningum í september. Stjórnarflokkarnir munu að óbreyttu samþykkja stefnu niðurskurðar og ójafnaðar fyrir þinglok í vor. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun