Veiktist alvarlega á Grundartanga og dæmdar bætur níu árum síðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. apríl 2021 15:00 Verksmiðja Elkem á Grundartanga. Elkem.is Fyrrverandi starfsmanni járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga hafa verið dæmdar bætur vegna sjúkdóms sem hann þróaði með sér í starfi í óviðunandi starfsumhverfi. Starfsmaðurinn veiktist alvarlega árið 2012 og hefur síðan þá barist fyrir réttlæti. Sjóvá þarf að greiða honum 22 milljónir króna og 1,5 milljón króna í miskabætur. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn í vikunni. Starfsmaðurinn höfðaði málið gegn Sjóvá-Almennum og krafðist bóta úr starfsábyrgðartryggingu Elkem hjá Sjóvá vegna atvinnusjúkdóms sem hann teldi að mætti rekja til starfa hans á Grundartanga. Hann starfaði þar í sex ár, lengst af sem tappari við ofn í verksmiðjunni, þar til hann veiktist alvarlega í október 2012. Var hann lagður inn á Landspítala og greindur með sjúkdóminn granulomatosis polyangiitis (GPA), einnig nefndur Wegener's granulomatosis (WG). Um er að ræða bólgusjúkdóm í smáæðum líkamans. Ágreiningslaust var að skilmálar Sjóvár taka til atvinnusjúkdóma. Þrír starfsmenn veiktust Í kjölfar veikinda starfsmannsins og tveggja til viðbótar var kallað eftir áliti sérfræðinga í lyf- og lungnalækningum til að skoða mögulega tengsl veikindanna og mengunar á vinnustaðnum. Sérfræðingarnir töldu vel mögulegt að aðstæður á vinnustað hefðu haft áhrif á sjúkdómsmyndun og skoða þyrfti sérstaklega magn kísilryks í vinnuumhverfi starfsmannsins. Sjóvá hafnaði bótaskyldu árið 2015. Starfsmaðurinn kærði þá niðurstöðu til úrskurðarnefndar vátryggingarmála sem úrskurðaði Sjóvá í hag. Í framhaldinu voru læknir og prófessor dómkvaddir til að rita matsgerð um möguleg orsakatengsl. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að orsakatengsl væru á milli sjúkdóms hans og kristallaðrar kísilsýu í vinnuumhverfinu. Starfsmaðurinn var metinn með varanlegan miska upp á 35 prósent og 30 prósent varanlega örorku. Heilsufarsáhætta samfara rykmengun vanmetin Undir rekstri málsins sem starfsmaðurinn höfðaði gegn Sjóvá árið 2018 voru lungna- og ofnæmislæknir, lungnalæknir og prófessor í efnafræði dómkvödd sem yfirmatsmenn að beiðni Sjóvár. Var það niðurstaða þeirra að heilsufarsáhætta samfara rykmengun hefði verið vanmetin í verksmiðjunni. Svokallað afsogskerfi hefði verið lykilvandamál sem hefði sett af stað keðjuverkun aukinnar útsetningar fyrir innöndun á fínu kísilryki. Ljóst væri af dómskjölum að starfsumhverfið hefði verið heilsuspillandi vegna óþrifnaðar, hita og rykmengunar. Líklegast væri að sjúkdómur starfsmannsins stafaði af innöndun á kvarsryki í starfi sínu. Loks væri það niðurstaða yfirmatsmanna að starfsumhverfið, þar sem kvarsmengun hefði endurtekið mælst yfir leyfilegum mörkum, hefði orðið þess valdandi að hann þróaði með sér sjúkdóminn granulomatosispolyangiitis (GPA). Tvímælalaust saknæmt athæfi Fram kom í málinu að Vinnueftirlit ríkisins hefði ítrekað gert kröfur um nauðsynlegar úrbætur varðandi mengun. Verulegur og langvarandi misbrestur var á vinnusvæði starfsmannsins. Dómurinn taldi óumdeilt að kvarsmengun á starfstöð starfsmannsins hefði ítrekað verið yfir leyfilegum mörkum. Þá kom einnig fram að skort hefði á þjálfun og verklag varðandi notkun á grímum. Rykgrímuskylda hafi ekki verið innleidd fyrr en árið 2011. Heilt á litið taldi dómurinn athafnaleysi Elken í þessum efnum „tvímælalaust saknæmt“. Arnaldur Hjartarson héraðsdómari , Andri Ísak Þórhallsson efnaverkfræðingur og Sif Hansdóttir, sérfræðingur í lungnalækningum, dæmdu Sjóvá til að greiða starfsmanninum tæplega 22 milljónir ásamt vöxtum aftur til ársins 2014. Sömuleiðis 1,5 milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Tryggingar Hvalfjarðarsveit Vinnuslys Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn í vikunni. Starfsmaðurinn höfðaði málið gegn Sjóvá-Almennum og krafðist bóta úr starfsábyrgðartryggingu Elkem hjá Sjóvá vegna atvinnusjúkdóms sem hann teldi að mætti rekja til starfa hans á Grundartanga. Hann starfaði þar í sex ár, lengst af sem tappari við ofn í verksmiðjunni, þar til hann veiktist alvarlega í október 2012. Var hann lagður inn á Landspítala og greindur með sjúkdóminn granulomatosis polyangiitis (GPA), einnig nefndur Wegener's granulomatosis (WG). Um er að ræða bólgusjúkdóm í smáæðum líkamans. Ágreiningslaust var að skilmálar Sjóvár taka til atvinnusjúkdóma. Þrír starfsmenn veiktust Í kjölfar veikinda starfsmannsins og tveggja til viðbótar var kallað eftir áliti sérfræðinga í lyf- og lungnalækningum til að skoða mögulega tengsl veikindanna og mengunar á vinnustaðnum. Sérfræðingarnir töldu vel mögulegt að aðstæður á vinnustað hefðu haft áhrif á sjúkdómsmyndun og skoða þyrfti sérstaklega magn kísilryks í vinnuumhverfi starfsmannsins. Sjóvá hafnaði bótaskyldu árið 2015. Starfsmaðurinn kærði þá niðurstöðu til úrskurðarnefndar vátryggingarmála sem úrskurðaði Sjóvá í hag. Í framhaldinu voru læknir og prófessor dómkvaddir til að rita matsgerð um möguleg orsakatengsl. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að orsakatengsl væru á milli sjúkdóms hans og kristallaðrar kísilsýu í vinnuumhverfinu. Starfsmaðurinn var metinn með varanlegan miska upp á 35 prósent og 30 prósent varanlega örorku. Heilsufarsáhætta samfara rykmengun vanmetin Undir rekstri málsins sem starfsmaðurinn höfðaði gegn Sjóvá árið 2018 voru lungna- og ofnæmislæknir, lungnalæknir og prófessor í efnafræði dómkvödd sem yfirmatsmenn að beiðni Sjóvár. Var það niðurstaða þeirra að heilsufarsáhætta samfara rykmengun hefði verið vanmetin í verksmiðjunni. Svokallað afsogskerfi hefði verið lykilvandamál sem hefði sett af stað keðjuverkun aukinnar útsetningar fyrir innöndun á fínu kísilryki. Ljóst væri af dómskjölum að starfsumhverfið hefði verið heilsuspillandi vegna óþrifnaðar, hita og rykmengunar. Líklegast væri að sjúkdómur starfsmannsins stafaði af innöndun á kvarsryki í starfi sínu. Loks væri það niðurstaða yfirmatsmanna að starfsumhverfið, þar sem kvarsmengun hefði endurtekið mælst yfir leyfilegum mörkum, hefði orðið þess valdandi að hann þróaði með sér sjúkdóminn granulomatosispolyangiitis (GPA). Tvímælalaust saknæmt athæfi Fram kom í málinu að Vinnueftirlit ríkisins hefði ítrekað gert kröfur um nauðsynlegar úrbætur varðandi mengun. Verulegur og langvarandi misbrestur var á vinnusvæði starfsmannsins. Dómurinn taldi óumdeilt að kvarsmengun á starfstöð starfsmannsins hefði ítrekað verið yfir leyfilegum mörkum. Þá kom einnig fram að skort hefði á þjálfun og verklag varðandi notkun á grímum. Rykgrímuskylda hafi ekki verið innleidd fyrr en árið 2011. Heilt á litið taldi dómurinn athafnaleysi Elken í þessum efnum „tvímælalaust saknæmt“. Arnaldur Hjartarson héraðsdómari , Andri Ísak Þórhallsson efnaverkfræðingur og Sif Hansdóttir, sérfræðingur í lungnalækningum, dæmdu Sjóvá til að greiða starfsmanninum tæplega 22 milljónir ásamt vöxtum aftur til ársins 2014. Sömuleiðis 1,5 milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Tryggingar Hvalfjarðarsveit Vinnuslys Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira