Veiktist alvarlega á Grundartanga og dæmdar bætur níu árum síðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. apríl 2021 15:00 Verksmiðja Elkem á Grundartanga. Elkem.is Fyrrverandi starfsmanni járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga hafa verið dæmdar bætur vegna sjúkdóms sem hann þróaði með sér í starfi í óviðunandi starfsumhverfi. Starfsmaðurinn veiktist alvarlega árið 2012 og hefur síðan þá barist fyrir réttlæti. Sjóvá þarf að greiða honum 22 milljónir króna og 1,5 milljón króna í miskabætur. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn í vikunni. Starfsmaðurinn höfðaði málið gegn Sjóvá-Almennum og krafðist bóta úr starfsábyrgðartryggingu Elkem hjá Sjóvá vegna atvinnusjúkdóms sem hann teldi að mætti rekja til starfa hans á Grundartanga. Hann starfaði þar í sex ár, lengst af sem tappari við ofn í verksmiðjunni, þar til hann veiktist alvarlega í október 2012. Var hann lagður inn á Landspítala og greindur með sjúkdóminn granulomatosis polyangiitis (GPA), einnig nefndur Wegener's granulomatosis (WG). Um er að ræða bólgusjúkdóm í smáæðum líkamans. Ágreiningslaust var að skilmálar Sjóvár taka til atvinnusjúkdóma. Þrír starfsmenn veiktust Í kjölfar veikinda starfsmannsins og tveggja til viðbótar var kallað eftir áliti sérfræðinga í lyf- og lungnalækningum til að skoða mögulega tengsl veikindanna og mengunar á vinnustaðnum. Sérfræðingarnir töldu vel mögulegt að aðstæður á vinnustað hefðu haft áhrif á sjúkdómsmyndun og skoða þyrfti sérstaklega magn kísilryks í vinnuumhverfi starfsmannsins. Sjóvá hafnaði bótaskyldu árið 2015. Starfsmaðurinn kærði þá niðurstöðu til úrskurðarnefndar vátryggingarmála sem úrskurðaði Sjóvá í hag. Í framhaldinu voru læknir og prófessor dómkvaddir til að rita matsgerð um möguleg orsakatengsl. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að orsakatengsl væru á milli sjúkdóms hans og kristallaðrar kísilsýu í vinnuumhverfinu. Starfsmaðurinn var metinn með varanlegan miska upp á 35 prósent og 30 prósent varanlega örorku. Heilsufarsáhætta samfara rykmengun vanmetin Undir rekstri málsins sem starfsmaðurinn höfðaði gegn Sjóvá árið 2018 voru lungna- og ofnæmislæknir, lungnalæknir og prófessor í efnafræði dómkvödd sem yfirmatsmenn að beiðni Sjóvár. Var það niðurstaða þeirra að heilsufarsáhætta samfara rykmengun hefði verið vanmetin í verksmiðjunni. Svokallað afsogskerfi hefði verið lykilvandamál sem hefði sett af stað keðjuverkun aukinnar útsetningar fyrir innöndun á fínu kísilryki. Ljóst væri af dómskjölum að starfsumhverfið hefði verið heilsuspillandi vegna óþrifnaðar, hita og rykmengunar. Líklegast væri að sjúkdómur starfsmannsins stafaði af innöndun á kvarsryki í starfi sínu. Loks væri það niðurstaða yfirmatsmanna að starfsumhverfið, þar sem kvarsmengun hefði endurtekið mælst yfir leyfilegum mörkum, hefði orðið þess valdandi að hann þróaði með sér sjúkdóminn granulomatosispolyangiitis (GPA). Tvímælalaust saknæmt athæfi Fram kom í málinu að Vinnueftirlit ríkisins hefði ítrekað gert kröfur um nauðsynlegar úrbætur varðandi mengun. Verulegur og langvarandi misbrestur var á vinnusvæði starfsmannsins. Dómurinn taldi óumdeilt að kvarsmengun á starfstöð starfsmannsins hefði ítrekað verið yfir leyfilegum mörkum. Þá kom einnig fram að skort hefði á þjálfun og verklag varðandi notkun á grímum. Rykgrímuskylda hafi ekki verið innleidd fyrr en árið 2011. Heilt á litið taldi dómurinn athafnaleysi Elken í þessum efnum „tvímælalaust saknæmt“. Arnaldur Hjartarson héraðsdómari , Andri Ísak Þórhallsson efnaverkfræðingur og Sif Hansdóttir, sérfræðingur í lungnalækningum, dæmdu Sjóvá til að greiða starfsmanninum tæplega 22 milljónir ásamt vöxtum aftur til ársins 2014. Sömuleiðis 1,5 milljónir króna í miskabætur. Dómsmál Tryggingar Hvalfjarðarsveit Vinnuslys Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn í vikunni. Starfsmaðurinn höfðaði málið gegn Sjóvá-Almennum og krafðist bóta úr starfsábyrgðartryggingu Elkem hjá Sjóvá vegna atvinnusjúkdóms sem hann teldi að mætti rekja til starfa hans á Grundartanga. Hann starfaði þar í sex ár, lengst af sem tappari við ofn í verksmiðjunni, þar til hann veiktist alvarlega í október 2012. Var hann lagður inn á Landspítala og greindur með sjúkdóminn granulomatosis polyangiitis (GPA), einnig nefndur Wegener's granulomatosis (WG). Um er að ræða bólgusjúkdóm í smáæðum líkamans. Ágreiningslaust var að skilmálar Sjóvár taka til atvinnusjúkdóma. Þrír starfsmenn veiktust Í kjölfar veikinda starfsmannsins og tveggja til viðbótar var kallað eftir áliti sérfræðinga í lyf- og lungnalækningum til að skoða mögulega tengsl veikindanna og mengunar á vinnustaðnum. Sérfræðingarnir töldu vel mögulegt að aðstæður á vinnustað hefðu haft áhrif á sjúkdómsmyndun og skoða þyrfti sérstaklega magn kísilryks í vinnuumhverfi starfsmannsins. Sjóvá hafnaði bótaskyldu árið 2015. Starfsmaðurinn kærði þá niðurstöðu til úrskurðarnefndar vátryggingarmála sem úrskurðaði Sjóvá í hag. Í framhaldinu voru læknir og prófessor dómkvaddir til að rita matsgerð um möguleg orsakatengsl. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að orsakatengsl væru á milli sjúkdóms hans og kristallaðrar kísilsýu í vinnuumhverfinu. Starfsmaðurinn var metinn með varanlegan miska upp á 35 prósent og 30 prósent varanlega örorku. Heilsufarsáhætta samfara rykmengun vanmetin Undir rekstri málsins sem starfsmaðurinn höfðaði gegn Sjóvá árið 2018 voru lungna- og ofnæmislæknir, lungnalæknir og prófessor í efnafræði dómkvödd sem yfirmatsmenn að beiðni Sjóvár. Var það niðurstaða þeirra að heilsufarsáhætta samfara rykmengun hefði verið vanmetin í verksmiðjunni. Svokallað afsogskerfi hefði verið lykilvandamál sem hefði sett af stað keðjuverkun aukinnar útsetningar fyrir innöndun á fínu kísilryki. Ljóst væri af dómskjölum að starfsumhverfið hefði verið heilsuspillandi vegna óþrifnaðar, hita og rykmengunar. Líklegast væri að sjúkdómur starfsmannsins stafaði af innöndun á kvarsryki í starfi sínu. Loks væri það niðurstaða yfirmatsmanna að starfsumhverfið, þar sem kvarsmengun hefði endurtekið mælst yfir leyfilegum mörkum, hefði orðið þess valdandi að hann þróaði með sér sjúkdóminn granulomatosispolyangiitis (GPA). Tvímælalaust saknæmt athæfi Fram kom í málinu að Vinnueftirlit ríkisins hefði ítrekað gert kröfur um nauðsynlegar úrbætur varðandi mengun. Verulegur og langvarandi misbrestur var á vinnusvæði starfsmannsins. Dómurinn taldi óumdeilt að kvarsmengun á starfstöð starfsmannsins hefði ítrekað verið yfir leyfilegum mörkum. Þá kom einnig fram að skort hefði á þjálfun og verklag varðandi notkun á grímum. Rykgrímuskylda hafi ekki verið innleidd fyrr en árið 2011. Heilt á litið taldi dómurinn athafnaleysi Elken í þessum efnum „tvímælalaust saknæmt“. Arnaldur Hjartarson héraðsdómari , Andri Ísak Þórhallsson efnaverkfræðingur og Sif Hansdóttir, sérfræðingur í lungnalækningum, dæmdu Sjóvá til að greiða starfsmanninum tæplega 22 milljónir ásamt vöxtum aftur til ársins 2014. Sömuleiðis 1,5 milljónir króna í miskabætur.
Dómsmál Tryggingar Hvalfjarðarsveit Vinnuslys Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Fleiri fréttir Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Sjá meira