Hver vill tryggja unga drengi og eldri konur? Gönuhlaup getur leitt okkur í glötun Signý Jóhannesdóttir skrifar 16. apríl 2021 13:30 Fyrir margt löngu lærði ég nokkuð einfalda setningu um íslenska lífeyrissjóðakerfið á almenna markaðnum: Lengi lifi skylduaðildin, samtryggingin og innheimtukerfi sjóðanna. Þegar sjóðirnir voru stofnaðir fyrir meira en 50 árum, var það vegna þess að verkafólk treysti ekki stjórnmálamönnum til að tryggja fólki mannsæmandi greiðslur til að lifa á þegar starfsævinni væri lokið. Það var grundvallar atriði að aðild að sjóðunum væri bundin í kjarasamningi og sjóðirnir væru skuldbundnir til að tryggja alla þá sem störfuðu eftir viðkomandi kjarasamningi. Með tímanum urðu svo til nokkuð öflug innheimtukerfi sem í mörgum tilvikum eru einnig að innheimta iðgjöld fyrir þau stéttarfélög sem eiga aðild að sjóðunum. Það er því nokkuð tryggt að iðgjöld félagsmanna innan ASÍ skila sér í sjóðina. Þetta kerfi starfaði án þess að um það væru sett lög allt til ársins 1997. Um það leyti sem ég var að hefja störf í forystusveit verkafólks um miðjan síðasta áratug liðinnar aldar, var ég þeirrar skoðunar að launagreiðendur ættu ekki að sitja í stjórnum lífeyrissjóðanna. Mér lærðist hins vegar fljótt að skilja það þegar samið er um jafn mikilvægar greiðslur og greiðslur í lífeyrissjóði er skynsamlegt að um það sé mikil og góð sátt milli þeirra sem um málið fjalla. Séu greiðslurnar illa ávaxtaðar og eða af einhverjum ástæðum ekki nægilega miklar til að standa undir loforðunum um greiðslu lífeyris, þarf annað tveggja að draga úr loforðunum eða hækka greiðslurnar inn í sjóðina. Áður en lögin voru sett 1997, hafði verið gerð hörð atlaga að almennu sjóðunum. Bankakerfið hafði fengið blóð á tennurnar og var farið að stofna lífeyrissjóði og vildi í raun komast yfir alla fjármuni lífeyrissjóanna. Með sameiginlegu átaki ASÍ og SA tókst að koma í veg fyrir það að sjóðirnir hyrfu inn í bankana og hefðu þá glatast þar í bakahruninu eins og margur frjálsi eftirlaunasjóður eldra fólks gerði í þeim hamförum. Þessa dagana fara hamförum í fjölmiðlum talsmenn meints frelsis fólks um val á lífeyrissjóðum. Í mínum huga er það mikill misskilningur að það sé betri kostur fyrir almenning í þessu landi að hafa frjálst val um hvert greiðslur í lífeyrssjóð fara. Ef fólk á að fá að velja sjóð, munu sjóðirnir líka vilja velja sjóðfélaga. Þannig starfa tryggingafélög og breytt kerfi myndi skila okkur í raun fleiri tryggingafélögum. Þegar félagsmenn ASÍ samþykktu í alsherjaratkvæðagreiðslu í ársbyrjun 2016 að hluti launahækkunnar 3,5% færi í aukið framlag í lífeyrissjóði, var það liður í jöfnun lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera markaðarins. Það að samþykkja að hægt væri að velja að þetta framlag færi ekki í samtryggingu gerir ekkert annað en að hægja á þeim skrefum sem stigin hafa verið til jöfnunar réttindanna. Horfa þarf til lífeyriskerfisins sem langtímaverkefnis samfélagsins en ekki út frá skammtímahagsmunum einstaklinga. Ég viðurkenni fúslega að vera í hópi samtryggingarfólksins og tel það vera hlutverk mitt að tala fyrir forræðishyggju í lífeyrismálum, gegn einstaklingshyggju. Sá skipulagði vinnumarkaður sem semur um kaup og kjör á almennum vinnumarkaði á Íslandi er um margt eftirsóknarverður, þó að ótrúlega margir innan verkalýðshreyfingarinnar hafi ekki gert sér grein fyrir því. Samið hefur verið um fjölmarga þætti sem snúa að velferð verkafólks í frjálsum kjarasamningum. Í sumum tilfellum hefur orðið sátt um að verkefnunum sé stýrt í jafnræði milli samningsaðila, en í öðrum tilfellum fara stéttarfélögin ein með stjórnina. Það sem er á sameiginlegu forræði verkafólks og launagreiðanda eru t.d. auk lífeyrissjóðanna, Virk starfsendurhæfing og fræðslusjóðirnir, sem og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Frelsið er yndislegt, en því fylgir bæði ábyrgð og áhætta sem þarf að skoða niður í kjölinn. Höfundur er formaður í Stéttarfélagi Vesturlands frá 2008, áður formaður í Verkalýðsfélaginu Vöku á Siglufirði frá 1995 til ársloka 2007. Hefur starfað fyrir verkafólk frá 1979, verið í stjórn lífeyrissjóðs, verið varaforseti ASÍ, sat í miðstjórn í ca 15 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Signý Jóhannesdóttir Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Skoðun Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Sjá meira
Fyrir margt löngu lærði ég nokkuð einfalda setningu um íslenska lífeyrissjóðakerfið á almenna markaðnum: Lengi lifi skylduaðildin, samtryggingin og innheimtukerfi sjóðanna. Þegar sjóðirnir voru stofnaðir fyrir meira en 50 árum, var það vegna þess að verkafólk treysti ekki stjórnmálamönnum til að tryggja fólki mannsæmandi greiðslur til að lifa á þegar starfsævinni væri lokið. Það var grundvallar atriði að aðild að sjóðunum væri bundin í kjarasamningi og sjóðirnir væru skuldbundnir til að tryggja alla þá sem störfuðu eftir viðkomandi kjarasamningi. Með tímanum urðu svo til nokkuð öflug innheimtukerfi sem í mörgum tilvikum eru einnig að innheimta iðgjöld fyrir þau stéttarfélög sem eiga aðild að sjóðunum. Það er því nokkuð tryggt að iðgjöld félagsmanna innan ASÍ skila sér í sjóðina. Þetta kerfi starfaði án þess að um það væru sett lög allt til ársins 1997. Um það leyti sem ég var að hefja störf í forystusveit verkafólks um miðjan síðasta áratug liðinnar aldar, var ég þeirrar skoðunar að launagreiðendur ættu ekki að sitja í stjórnum lífeyrissjóðanna. Mér lærðist hins vegar fljótt að skilja það þegar samið er um jafn mikilvægar greiðslur og greiðslur í lífeyrissjóði er skynsamlegt að um það sé mikil og góð sátt milli þeirra sem um málið fjalla. Séu greiðslurnar illa ávaxtaðar og eða af einhverjum ástæðum ekki nægilega miklar til að standa undir loforðunum um greiðslu lífeyris, þarf annað tveggja að draga úr loforðunum eða hækka greiðslurnar inn í sjóðina. Áður en lögin voru sett 1997, hafði verið gerð hörð atlaga að almennu sjóðunum. Bankakerfið hafði fengið blóð á tennurnar og var farið að stofna lífeyrissjóði og vildi í raun komast yfir alla fjármuni lífeyrissjóanna. Með sameiginlegu átaki ASÍ og SA tókst að koma í veg fyrir það að sjóðirnir hyrfu inn í bankana og hefðu þá glatast þar í bakahruninu eins og margur frjálsi eftirlaunasjóður eldra fólks gerði í þeim hamförum. Þessa dagana fara hamförum í fjölmiðlum talsmenn meints frelsis fólks um val á lífeyrissjóðum. Í mínum huga er það mikill misskilningur að það sé betri kostur fyrir almenning í þessu landi að hafa frjálst val um hvert greiðslur í lífeyrssjóð fara. Ef fólk á að fá að velja sjóð, munu sjóðirnir líka vilja velja sjóðfélaga. Þannig starfa tryggingafélög og breytt kerfi myndi skila okkur í raun fleiri tryggingafélögum. Þegar félagsmenn ASÍ samþykktu í alsherjaratkvæðagreiðslu í ársbyrjun 2016 að hluti launahækkunnar 3,5% færi í aukið framlag í lífeyrissjóði, var það liður í jöfnun lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera markaðarins. Það að samþykkja að hægt væri að velja að þetta framlag færi ekki í samtryggingu gerir ekkert annað en að hægja á þeim skrefum sem stigin hafa verið til jöfnunar réttindanna. Horfa þarf til lífeyriskerfisins sem langtímaverkefnis samfélagsins en ekki út frá skammtímahagsmunum einstaklinga. Ég viðurkenni fúslega að vera í hópi samtryggingarfólksins og tel það vera hlutverk mitt að tala fyrir forræðishyggju í lífeyrismálum, gegn einstaklingshyggju. Sá skipulagði vinnumarkaður sem semur um kaup og kjör á almennum vinnumarkaði á Íslandi er um margt eftirsóknarverður, þó að ótrúlega margir innan verkalýðshreyfingarinnar hafi ekki gert sér grein fyrir því. Samið hefur verið um fjölmarga þætti sem snúa að velferð verkafólks í frjálsum kjarasamningum. Í sumum tilfellum hefur orðið sátt um að verkefnunum sé stýrt í jafnræði milli samningsaðila, en í öðrum tilfellum fara stéttarfélögin ein með stjórnina. Það sem er á sameiginlegu forræði verkafólks og launagreiðanda eru t.d. auk lífeyrissjóðanna, Virk starfsendurhæfing og fræðslusjóðirnir, sem og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Frelsið er yndislegt, en því fylgir bæði ábyrgð og áhætta sem þarf að skoða niður í kjölinn. Höfundur er formaður í Stéttarfélagi Vesturlands frá 2008, áður formaður í Verkalýðsfélaginu Vöku á Siglufirði frá 1995 til ársloka 2007. Hefur starfað fyrir verkafólk frá 1979, verið í stjórn lífeyrissjóðs, verið varaforseti ASÍ, sat í miðstjórn í ca 15 ár.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun