„Ekki sanngjarnt að KA/Þór sitji uppi með fjárhagslegan skaða“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2021 15:46 KA/Þór er á toppi Olís-deildar kvenna og á möguleika á að verða deildarmeistari í fyrsta sinn. vísir/hulda KA/Þór ætti ekki að þurfa að sitja uppi með aukinn kostnað vegna ferðalags í endurtekinn leik við Stjörnuna, segir Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ. Lokaumferðirnar í Olís-deild kvenna fara ekki fram fyrr en botn fæst í málið. Áfrýjunardómstóll HSÍ birti í gær dóm þess efnis að endurtaka þyrfti leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta. Stjarnan kærði 27-26 sigur KA/Þórs eftir að í ljós kom að aukamarki hafði verið bætt við hjá KA/Þór í fyrri hálfleik. Mistökin urðu á ritaraborði þar sem störfuðu sjálfboðaliðar á vegum Stjörnunnar, þar sem leikurinn var í Garðabæ, og dómarar leiksins gerðu sér ekki grein fyrir mistökunum. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sagði við Vísi í gær að Akureyringar könnuðu nú hvort hægt yrði að fara með málið fyrir áfrýjunardómstól ÍSÍ eða jafnvel almenna dómstóla. Sævar sagði ferðakostnaðinn við að fara aftur í Garðabæ nema á bilinu 200-300 þúsundum króna, og að meðtöldum lögfræðikostnaði kæmi málið til með að kosta KA/Þór á bilinu 800 þúsund til einnar milljónar króna hið minnsta. Róbert segir HSÍ vilja koma til móts við KA/Þór varðandi ferðakostnaðinn þó að ekkert sé kveðið á um slíkt í dómi áfrýjunardómstóls. „Já, vissulega. Það er eitthvað sem að er í skoðun og við ræðum um við KA/Þór. Það verður vonandi leyst,“ sagði Róbert við Vísi í dag. „Dómurinn sem slíkur stendur, frá sjálfstæðum dómstóli HSÍ, og ég ætla ekki að hafa neina skoðun á honum sem slíkum. En að mínu mati er ekki sanngjarnt að KA/Þór sitji uppi með fjárhagslegan skaða þar sem að félagið bar enga ábyrgð í þessu máli.“ Mótið ekki klárað fyrr en botn fæst í málið Ef KA/Þór fer með málið lengra er óvíst hvenær úrslit leiksins verða endanlega staðfest, eða leikurinn endurtekinn. Tvær umferðir eru eftir af Olís-deild kvenna og eiga þær að fara fram 1. og 8. maí. „Það er þá bara eitthvað sem að við tökum upp og skoðum þegar á reynir. Áfrýjunardómstóll HSÍ er endanlegt dómsvald innan handknattleikshreyfingarinnar og niðurstaða hans er komin,“ sagði Róbert. En verða síðustu tvær umferðirnar spilaðar 1. og 8. maí ef „draugamarksleikurinn“ stendur enn út af borðinu? „Ég á erfitt með að sjá það að við klárum mótið öðruvísi en að við fáum fyrst botn í þennan leik.“ Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan Tengdar fréttir Stjarnan svarar fyrir sig: Sigur fyrir handboltann Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu og segir dóm áfrýjunardómstóls HSÍ, um að leikur liðsins við KA/Þór skuli endurtekinn, vera sigur fyrir handboltaíþróttina. 15. apríl 2021 14:49 Íþróttinni ekki til heilla og aðför að landsbyggðinni „Takk fyrir þetta Stjarnan og HSÍ. Þetta er og verður handboltaíþróttinni ekki til heilla,“ segir í yfirlýsingu frá KA/Þór eftir að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu að endurtaka ætti leik liðsins við Stjörnuna. 15. apríl 2021 14:35 Draugamarksleikurinn verður endurtekinn Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta verður endurtekinn. Endurskipaður áfrýjunardómstóll staðfesti fyrri dóm dómstólsins. 15. apríl 2021 12:00 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Sjá meira
Áfrýjunardómstóll HSÍ birti í gær dóm þess efnis að endurtaka þyrfti leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta. Stjarnan kærði 27-26 sigur KA/Þórs eftir að í ljós kom að aukamarki hafði verið bætt við hjá KA/Þór í fyrri hálfleik. Mistökin urðu á ritaraborði þar sem störfuðu sjálfboðaliðar á vegum Stjörnunnar, þar sem leikurinn var í Garðabæ, og dómarar leiksins gerðu sér ekki grein fyrir mistökunum. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sagði við Vísi í gær að Akureyringar könnuðu nú hvort hægt yrði að fara með málið fyrir áfrýjunardómstól ÍSÍ eða jafnvel almenna dómstóla. Sævar sagði ferðakostnaðinn við að fara aftur í Garðabæ nema á bilinu 200-300 þúsundum króna, og að meðtöldum lögfræðikostnaði kæmi málið til með að kosta KA/Þór á bilinu 800 þúsund til einnar milljónar króna hið minnsta. Róbert segir HSÍ vilja koma til móts við KA/Þór varðandi ferðakostnaðinn þó að ekkert sé kveðið á um slíkt í dómi áfrýjunardómstóls. „Já, vissulega. Það er eitthvað sem að er í skoðun og við ræðum um við KA/Þór. Það verður vonandi leyst,“ sagði Róbert við Vísi í dag. „Dómurinn sem slíkur stendur, frá sjálfstæðum dómstóli HSÍ, og ég ætla ekki að hafa neina skoðun á honum sem slíkum. En að mínu mati er ekki sanngjarnt að KA/Þór sitji uppi með fjárhagslegan skaða þar sem að félagið bar enga ábyrgð í þessu máli.“ Mótið ekki klárað fyrr en botn fæst í málið Ef KA/Þór fer með málið lengra er óvíst hvenær úrslit leiksins verða endanlega staðfest, eða leikurinn endurtekinn. Tvær umferðir eru eftir af Olís-deild kvenna og eiga þær að fara fram 1. og 8. maí. „Það er þá bara eitthvað sem að við tökum upp og skoðum þegar á reynir. Áfrýjunardómstóll HSÍ er endanlegt dómsvald innan handknattleikshreyfingarinnar og niðurstaða hans er komin,“ sagði Róbert. En verða síðustu tvær umferðirnar spilaðar 1. og 8. maí ef „draugamarksleikurinn“ stendur enn út af borðinu? „Ég á erfitt með að sjá það að við klárum mótið öðruvísi en að við fáum fyrst botn í þennan leik.“
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan Tengdar fréttir Stjarnan svarar fyrir sig: Sigur fyrir handboltann Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu og segir dóm áfrýjunardómstóls HSÍ, um að leikur liðsins við KA/Þór skuli endurtekinn, vera sigur fyrir handboltaíþróttina. 15. apríl 2021 14:49 Íþróttinni ekki til heilla og aðför að landsbyggðinni „Takk fyrir þetta Stjarnan og HSÍ. Þetta er og verður handboltaíþróttinni ekki til heilla,“ segir í yfirlýsingu frá KA/Þór eftir að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu að endurtaka ætti leik liðsins við Stjörnuna. 15. apríl 2021 14:35 Draugamarksleikurinn verður endurtekinn Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta verður endurtekinn. Endurskipaður áfrýjunardómstóll staðfesti fyrri dóm dómstólsins. 15. apríl 2021 12:00 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Sjá meira
Stjarnan svarar fyrir sig: Sigur fyrir handboltann Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu og segir dóm áfrýjunardómstóls HSÍ, um að leikur liðsins við KA/Þór skuli endurtekinn, vera sigur fyrir handboltaíþróttina. 15. apríl 2021 14:49
Íþróttinni ekki til heilla og aðför að landsbyggðinni „Takk fyrir þetta Stjarnan og HSÍ. Þetta er og verður handboltaíþróttinni ekki til heilla,“ segir í yfirlýsingu frá KA/Þór eftir að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu að endurtaka ætti leik liðsins við Stjörnuna. 15. apríl 2021 14:35
Draugamarksleikurinn verður endurtekinn Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta verður endurtekinn. Endurskipaður áfrýjunardómstóll staðfesti fyrri dóm dómstólsins. 15. apríl 2021 12:00