Framsókn kveikir kertin í svefnherberginu Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 17. apríl 2021 12:30 Í liðinni viku hvatti þingmaður Viðreisnar landann til að ferðast í svefnherberginu með það að markmiði að fjölga barnsfæðingum á landinu, en fæðingartíðni íslenskra kvenna hefur aldrei verið lægri. Ég get tekið undir með þingmanninum, við þurfum að viðhalda okkur og gott betur. Það má segja að Framsóknarflokkurinn hafi hvatt íbúa landsins til fjölgunar, enda hafa aðstæður barnafjölskyldna stórbatnað á yfirstandandi kjörtímabili. Undir forystu Framsóknar hefur fæðingarorlof loksins verið aukið í 12 mánuði. Lenging fæðingarorlofs auðveldar foreldrum að brúa bilið eftir að fæðingarorlofi líkur og þar til börnin fá leikskólapláss. Þetta bil hefur verið streituvaldandi fyrir foreldra og valdið því að foreldrar og þá sérstaklega konur hafa dottið út af vinnumarkaði um tíma. Víða um land eru sveitarfélögin farin að bjóða upp á leikskólapláss allt niður í 12 mánaða aldur. Á sama tíma hefur feðraorlofið verið styrkt verulega og nærri því að jöfnun fæðingarorlofs milli foreldra sé náð. Með nýjum lögum um fæðingar- og foreldrarorlof náðust fram ýmsar nýjar breytingar í átt að jöfnun og réttlæti. Allt gert í þágu nýbakaðra foreldra og velferð barna. Farsæld barna Þá liggur fyrir velferðarnefnd til umfjöllunar frumvarp til laga frá félags- og barnamálaráðherra um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Framlagning frumvarpsins er liður í umfangsmiklum breytingum í þágu barna sem hafa verið í undirbúningi í félagsmálaráðuneytinu undir stjórn félags- og barnamálaráðherra Ásmundar Einars Daðasonar. Hér er um mikilvæga og löngu tímabæra breytingar í samþætting þjónustu í þágu barna og snemmtæka stuðning. Með að stigskiptinga þjónustu allt frá fæðingu og til 18 ára aldurs. Með samræmdri stigskiptingu fæst yfirsýn yfir þjónustukerfi og mynd af því hvernig hægt er að tryggja skilvirka og samfellda þjónustu við hæfi allra barna. Hreiðurgerð Margir kannast við það að þegar hugað er að fjölgun þá er samhliða farið að huga að hreiðurgerð. Það er okkur mikilvægt að búa fjölskyldunni öruggt skjól til að vaxta og dafna. Mikil gróska hefur verið í úrræðum í húsnæðismálum á kjörtímabilinu. Má þar nefna nýlega samþykkt úrræði á fasteignamarkaði, hlutdeildarlán. Það er úrræði sem gerir ungu fólki og tekjulágum kleift að eignast eigið húsnæði. Hlutdeildarlánin eru að skoskri fyrirmynd og hafa farið mjög vel á stað. Eftirspurn eftir þessu úrræði hefur farið fram úr þeim væntingum sem talið var í upphafi, bæði í framboði og eftirspurn á húsnæði. Auk þess hefur verið farið í úrræði til að auka framboð á húsnæði á landsbyggðinni þar sem nýbyggingar hafa verið í lágmarki enda fasteignaverð verið langt undir bygginga kostnaði. Þetta eykur á samkeppnisaðstæður samfélaga út á landi og eykur valfrelsi til búsetu. Daufur er barnlaus bær Þá mætti segja að Framsóknarflokkurinn hafi "kveikt kertin" í svefnherberginu. Við hvetjum ungt fólk kinnroðalaust til barneigna. Stjórnvöld geta ekki búið til börn en þau geta búið svo um að það sé ákjósanlegt að bjóða barn velkomið í heiminn. Góðar stundir. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Í liðinni viku hvatti þingmaður Viðreisnar landann til að ferðast í svefnherberginu með það að markmiði að fjölga barnsfæðingum á landinu, en fæðingartíðni íslenskra kvenna hefur aldrei verið lægri. Ég get tekið undir með þingmanninum, við þurfum að viðhalda okkur og gott betur. Það má segja að Framsóknarflokkurinn hafi hvatt íbúa landsins til fjölgunar, enda hafa aðstæður barnafjölskyldna stórbatnað á yfirstandandi kjörtímabili. Undir forystu Framsóknar hefur fæðingarorlof loksins verið aukið í 12 mánuði. Lenging fæðingarorlofs auðveldar foreldrum að brúa bilið eftir að fæðingarorlofi líkur og þar til börnin fá leikskólapláss. Þetta bil hefur verið streituvaldandi fyrir foreldra og valdið því að foreldrar og þá sérstaklega konur hafa dottið út af vinnumarkaði um tíma. Víða um land eru sveitarfélögin farin að bjóða upp á leikskólapláss allt niður í 12 mánaða aldur. Á sama tíma hefur feðraorlofið verið styrkt verulega og nærri því að jöfnun fæðingarorlofs milli foreldra sé náð. Með nýjum lögum um fæðingar- og foreldrarorlof náðust fram ýmsar nýjar breytingar í átt að jöfnun og réttlæti. Allt gert í þágu nýbakaðra foreldra og velferð barna. Farsæld barna Þá liggur fyrir velferðarnefnd til umfjöllunar frumvarp til laga frá félags- og barnamálaráðherra um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Framlagning frumvarpsins er liður í umfangsmiklum breytingum í þágu barna sem hafa verið í undirbúningi í félagsmálaráðuneytinu undir stjórn félags- og barnamálaráðherra Ásmundar Einars Daðasonar. Hér er um mikilvæga og löngu tímabæra breytingar í samþætting þjónustu í þágu barna og snemmtæka stuðning. Með að stigskiptinga þjónustu allt frá fæðingu og til 18 ára aldurs. Með samræmdri stigskiptingu fæst yfirsýn yfir þjónustukerfi og mynd af því hvernig hægt er að tryggja skilvirka og samfellda þjónustu við hæfi allra barna. Hreiðurgerð Margir kannast við það að þegar hugað er að fjölgun þá er samhliða farið að huga að hreiðurgerð. Það er okkur mikilvægt að búa fjölskyldunni öruggt skjól til að vaxta og dafna. Mikil gróska hefur verið í úrræðum í húsnæðismálum á kjörtímabilinu. Má þar nefna nýlega samþykkt úrræði á fasteignamarkaði, hlutdeildarlán. Það er úrræði sem gerir ungu fólki og tekjulágum kleift að eignast eigið húsnæði. Hlutdeildarlánin eru að skoskri fyrirmynd og hafa farið mjög vel á stað. Eftirspurn eftir þessu úrræði hefur farið fram úr þeim væntingum sem talið var í upphafi, bæði í framboði og eftirspurn á húsnæði. Auk þess hefur verið farið í úrræði til að auka framboð á húsnæði á landsbyggðinni þar sem nýbyggingar hafa verið í lágmarki enda fasteignaverð verið langt undir bygginga kostnaði. Þetta eykur á samkeppnisaðstæður samfélaga út á landi og eykur valfrelsi til búsetu. Daufur er barnlaus bær Þá mætti segja að Framsóknarflokkurinn hafi "kveikt kertin" í svefnherberginu. Við hvetjum ungt fólk kinnroðalaust til barneigna. Stjórnvöld geta ekki búið til börn en þau geta búið svo um að það sé ákjósanlegt að bjóða barn velkomið í heiminn. Góðar stundir. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar