Útgöngubann í Nýju-Delí framlengt um viku Kjartan Kjartansson skrifar 19. apríl 2021 13:52 Fólk bíður í röð eftir sýnatöku vegna Covid-19 við sjúkrahús í Jammu. Allir eru með grímur en enginn gæti að fjarlægðarmörkum. Vikulegur fjöldi smita í Jammu hefur fjórtánfaldast í þessum mánuði. AP/Channi Anand Milljónum íbúa Nýju-Delí á Indlandi er gert að halda sig heima við í viku til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem breiðist nú um landið eins og eldur í sinu. Allar verslanir og verksmiðjur þurfa jafnframt að hætta starfsemi fyrir utan þær sem veita nauðsynlega þjónustu eins og matvöruverslanir. Tilkynnt var um 270.000 ný smit á Indlandi í dag og hefur smituðum ekki fjölgað jafnmikið á milli daga frá upphafi faraldursins. Samkvæmt opinberum tölum, sem vanmeta líklega umfang faraldursins verulega, hafa fleiri en fimmtán milljónir manna smitast á Indlandi og fleiri en 178.000 látið lífið af völdum veirunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Innan við hundrað sjúkrarúm með öndunarvéla eru laus í Nýju-Delí þar sem um 29 milljónir manna búa og innan við 150 gjörgæslurúm eru í boði. Gríðarlegt álag er á heilbrigðiskerfið þar og annars staðar í landinu. Útgöngubanni var fyrst komið á í borginni um helgina en það var framlengt um viku í dag. Borgarbúar mega aðeins yfirgefa heimili sín ef algera nauðsyn krefur, þar á meðal ef þeir þurfa að leita sér læknisþjónustu. Ólíkt fyrra útgöngubanni fær fólk nú að ferðast til flugvalla og lestarstöðva en síðast þurftu þúsundir farandverkamanna að ganga til þorpa sinna. Þrátt fyrir að veiran dreifist nú sem aldrei fyrr um Indland og sérfræðingar vari við smitum á kosningafundum halda stjórnmálamenn áfram að há harða kosningabaráttu í Vestur-Bengal-ríki. Narendra Modi, forsætisráðherra, hefur meðal annars ferðast mikið um ríkið í aðdraganda ríkiskosninga þar. Manmohan Singh, fyrrverandi forsætisráðherra, var lagður inn á sjúkrahús með Covid-19 í dag, að sögn indverskra fjölmiðla. Hann er 88 ára gamall og veiktist um helgina. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Singh hafi engu að síður fengið tvo skammta af bóluefni í byrjun mars og apríl. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjár milljónir dánar vegna Covid-19 Rúmlega þrjár milljónir manna hafa nú dáið á heimsvísu vegna Covid-19. Heilt yfir hafa rúmlega 140 milljónir smitast, svo vitað sé. Mögulega er raunverulegur fjöldi látinna þá hærri og jafnvel töluvert hærri. 17. apríl 2021 14:31 Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. 14. apríl 2021 11:29 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Tilkynnt var um 270.000 ný smit á Indlandi í dag og hefur smituðum ekki fjölgað jafnmikið á milli daga frá upphafi faraldursins. Samkvæmt opinberum tölum, sem vanmeta líklega umfang faraldursins verulega, hafa fleiri en fimmtán milljónir manna smitast á Indlandi og fleiri en 178.000 látið lífið af völdum veirunnar, að sögn AP-fréttastofunnar. Innan við hundrað sjúkrarúm með öndunarvéla eru laus í Nýju-Delí þar sem um 29 milljónir manna búa og innan við 150 gjörgæslurúm eru í boði. Gríðarlegt álag er á heilbrigðiskerfið þar og annars staðar í landinu. Útgöngubanni var fyrst komið á í borginni um helgina en það var framlengt um viku í dag. Borgarbúar mega aðeins yfirgefa heimili sín ef algera nauðsyn krefur, þar á meðal ef þeir þurfa að leita sér læknisþjónustu. Ólíkt fyrra útgöngubanni fær fólk nú að ferðast til flugvalla og lestarstöðva en síðast þurftu þúsundir farandverkamanna að ganga til þorpa sinna. Þrátt fyrir að veiran dreifist nú sem aldrei fyrr um Indland og sérfræðingar vari við smitum á kosningafundum halda stjórnmálamenn áfram að há harða kosningabaráttu í Vestur-Bengal-ríki. Narendra Modi, forsætisráðherra, hefur meðal annars ferðast mikið um ríkið í aðdraganda ríkiskosninga þar. Manmohan Singh, fyrrverandi forsætisráðherra, var lagður inn á sjúkrahús með Covid-19 í dag, að sögn indverskra fjölmiðla. Hann er 88 ára gamall og veiktist um helgina. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Singh hafi engu að síður fengið tvo skammta af bóluefni í byrjun mars og apríl.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjár milljónir dánar vegna Covid-19 Rúmlega þrjár milljónir manna hafa nú dáið á heimsvísu vegna Covid-19. Heilt yfir hafa rúmlega 140 milljónir smitast, svo vitað sé. Mögulega er raunverulegur fjöldi látinna þá hærri og jafnvel töluvert hærri. 17. apríl 2021 14:31 Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. 14. apríl 2021 11:29 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Þrjár milljónir dánar vegna Covid-19 Rúmlega þrjár milljónir manna hafa nú dáið á heimsvísu vegna Covid-19. Heilt yfir hafa rúmlega 140 milljónir smitast, svo vitað sé. Mögulega er raunverulegur fjöldi látinna þá hærri og jafnvel töluvert hærri. 17. apríl 2021 14:31
Faraldurinn nær nýjum hæðum á Indlandi og 184 þúsund greinast smituð Fjöldi þeirra sem smitast hafa af nýju kórónuveirunni á Indlandi nær nýjum hæðum daglega og er verið að grípa til strangra sóttvarnaaðgerða víða um landið. Samhliða því að milljónir skammta af bóluefnum eru framleiddir í landinu berast fregnir af skorti á bóluefnum og tæplega átta af hverjum hundrað hafa verið bólusettir. 14. apríl 2021 11:29
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent