Ósannindum kerfislega plantað í fjölmiðla Árni Harðarson skrifar 19. apríl 2021 15:31 Mikið óskaplega þykir mér miður að verða vitni að því að fjölmiðlar endursegi ítrekað ósannindi Halldórs Kristmannssonar um Alvogen og Róbert Wessman. En ósannindi um Róbert Wessman er það sem Halldór Kristmannsson lætur fjölmiðlum endurtekið í té þessa dagana og það er mér óskiljanlegt hvað honum gengur til. Skýrist þetta af andlegu ójafnvægi eða veikindum eða margra ára laumuhatri á manni sem hann vann mjög náið með eða er það bara í fjárhagslegum tilgangi eins og svo margt sem Halldór hefur í gegnum tíðina gert? Mér er hins vegar vel ljóst að sama hvað Halldór segir þá er hann ekki að þessu fyrir einhverja aðra ótilgreinda starfsmenn Alvogen. Þetta er bara hann. Maður sem endurtekið titlar sig sem framkvæmdastjóra án þess að hafa nokkurn tímann verið það og sökkti sér síðan fjárhagslega af því að hann varð að kaupa 1000 fermetra hús fyrir sig og sína af því að það væri stærsta einbýlishús á Íslandi. Maður sem í gegnum árin hefur endurtekið beðið Róbert að lána sér pening eða hjálpa sér með lánveitingar þar sem hann hafi komið sér í peningavandræði. Maður sem hefur endurtekið í gegnum árin þegið slíka aðstoð því Róbert er of greiðvikinn þegar leitað er til hans. Hvað sem því líður er herferðin sem Halldór er í vel skipulögð – það liggur fyrir – enda maðurinn sérfræðingur í fjölmiðlaumfjöllun og vel tengdur í þeim geira. Markmiðið virðist vera að sannfæra sem flesta um að Róbert Wessman sé einhvers konar ofbeldismaður sem meðal annars gangi um og berji starfsmenn. Dettur einhverjum í hug að þetta sé satt? Ég hef unnið með Róberti í yfir 20 ár bæði sem starfsmaður og utanaðkomandi ráðgjafi og veit því betur. Allur sá fjöldi starfsmanna og fyrrverandi starfsmanna sem rannsóknarteymi White & Case tók viðtöl við vegna ásakana Halldórs vita líka betur. Ef rannsókn White & Case hefði leitt í ljós að ásakanir Halldórs væru sannar er nokkuð ljóst að ráðandi hluthafar í félaginu hefðu rekið Róbert Wessmann án þess að hika. Enginn hefur fundið þau vitni sem Halldór vísar í og enginn veit hvaða vitni blaðamenn vísa í um ofbeldistilvik. Ef þau eru til væri ráð að athuga hver tengsl þeirra eru við Halldór því þau eru ekki samstarfsmenn hans eða Róberts. Þeir vita betur. Róbert hefur engan áhuga á að gera embættismönnum á Íslandi skráveifu. Það er bara bull og ég er sammála Sigríði Andersen að það væri mikið áhyggjuefni ef svo væri. Ef einhver embættismaður hefur ekki sinnt starfi sínu eða hefur brotið af sér í starfi deilir Róbert sjálfsagt þeirri skoðun með flestum að þá sé ástæða til að taka á slíku. Það hefur engin sátt verið gerð við neinn starfsmann vegna hegðunar eða stjórnunar Róberts, né heldur vegna hótana um uppljóstrun. Það er ósatt. Það hafa verið gerðir margir starfslokasamningar í Alvogen og Alvotech en enginn vegna háttsemi Róberts eða stjórnunar hans. Félagið hefur ekki lekið viðkvæmum heilsufarsupplýsingum um Halldór í fjölmiðla. Halldór gerði það sjálfur þegar hann setti þær í lögfræðibréf sín og lak þeim til valinna fjölmiðla. Þetta liggur allt fyrir og er staðfest af Halldóri sjálfum. Fyrir héraðsdómi er rekið mál vegna þessara ásakana Halldórs og félagið hefur birt Halldóri stefnu þar sem þessar heilsufarsupplýsingar sem hann sjálfur gerði að umtalsefni eru hluti af málinu. Það mál er rekið fyrir opnum tjöldum eins og venja er í réttarríkinu Íslandi. Yfir 800 fyrrverandi starfsmenn Actavis hafa gengið til liðs við Alvogen og Alvotech. Þetta fólk var ekki að kaupa köttinn í sekknum eða ana út í óvissu. Það hafði unnið með Róberti áður og vissi að það er gott að vinna með manninum og veit að hann leggur mikið upp úr því að starfsmenn hafi það gott og líði vel. Þetta er ekki væminn frasi heldur einfaldlega miklu líklegra til árangurs í rekstri fyrirtækja. Vissulega sendi Róbert ljót smáskilaboð fyrir 5 árum til tveggja manna úti í heimi sem koma Alvogen og Alvotech ekkert við. Löngu afgreitt mál á milli Róberts og þeirra sem fengu skilaboðin og engir eftirmálar af því. Halldór hefur lagt mikið upp úr þessu til að gera ósannindi sín trúverðug. Enda ekki hægt að neita þessu og efni þessara skilaboða augnakonfekt fyrir fjölmiðla þegar fjalla á um eins áberandi einstakling og Róbert Wessman. Þetta breytir því hins vegar ekki að ósannindi Halldórs um annað eru einmitt það - ósannindi. Róbert hefur ekki tjáð sig um þessi mál og gerir það sennilega ekki af tillitsemi við Halldór sem vissulega er víða með óhreint mjöl í pokahorninu. Róbert hefur ákveðið að láta málið hafa sinn gang fyrir dómstólum og þá munu allir sjá hvað raunverulega er í gangi. Félagið hefur látið duga að senda frá sér einfaldar yfirlýsingar og láta málið hafa sinn gang fyrir dómstólum. Á meðan lætur Halldór dæluna ganga og gerir allt sem hann getur til að skaða félögin og Róbert enda getur hann ekki beðið eftir dómsmálinu. Til þess er ekki leikurinn gerður heldur virðist markmiðið vera að skemma og skaða eins og hann mögulega getur og láta ekki sannleikann þvælast fyrir sér. Það var nokkuð ljóst að ef umrædd rannsókn White & Case yrði ekki Halldóri í vil að þá yrði næst ráðist á rannsóknina og White & Case, sem er lögmannsfyrirtæki stærsta hluthafa Alvogen. Þess vegna ákvað annar stór hluthafi í Alvogen að það væri rétt að þeirra lögmenn myndu hafa eftirlit með ferlinu til að tryggja að öllum réttum aðferðum væri beitt og ekki hallað á neinn. Hvorug stofan vinnur fyrir Róbert. Þetta er allt reynt fólk sem hafði það eitt að markmiði að komast að því hvort það sem Halldór hélt fram væri virkilega satt. Niðurstaðan var önnur og þess vegna var Halldóri stefnt – enda ekki annað hægt. En mikið óskaplega er ég orðinn þreyttur á að lesa ósannindi Halldórs í fjölmiðlum, hvort sem það er satt eða logið að hann sé með öryggisverði fyrir utan 1000 fermetra húsið sitt. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikið óskaplega þykir mér miður að verða vitni að því að fjölmiðlar endursegi ítrekað ósannindi Halldórs Kristmannssonar um Alvogen og Róbert Wessman. En ósannindi um Róbert Wessman er það sem Halldór Kristmannsson lætur fjölmiðlum endurtekið í té þessa dagana og það er mér óskiljanlegt hvað honum gengur til. Skýrist þetta af andlegu ójafnvægi eða veikindum eða margra ára laumuhatri á manni sem hann vann mjög náið með eða er það bara í fjárhagslegum tilgangi eins og svo margt sem Halldór hefur í gegnum tíðina gert? Mér er hins vegar vel ljóst að sama hvað Halldór segir þá er hann ekki að þessu fyrir einhverja aðra ótilgreinda starfsmenn Alvogen. Þetta er bara hann. Maður sem endurtekið titlar sig sem framkvæmdastjóra án þess að hafa nokkurn tímann verið það og sökkti sér síðan fjárhagslega af því að hann varð að kaupa 1000 fermetra hús fyrir sig og sína af því að það væri stærsta einbýlishús á Íslandi. Maður sem í gegnum árin hefur endurtekið beðið Róbert að lána sér pening eða hjálpa sér með lánveitingar þar sem hann hafi komið sér í peningavandræði. Maður sem hefur endurtekið í gegnum árin þegið slíka aðstoð því Róbert er of greiðvikinn þegar leitað er til hans. Hvað sem því líður er herferðin sem Halldór er í vel skipulögð – það liggur fyrir – enda maðurinn sérfræðingur í fjölmiðlaumfjöllun og vel tengdur í þeim geira. Markmiðið virðist vera að sannfæra sem flesta um að Róbert Wessman sé einhvers konar ofbeldismaður sem meðal annars gangi um og berji starfsmenn. Dettur einhverjum í hug að þetta sé satt? Ég hef unnið með Róberti í yfir 20 ár bæði sem starfsmaður og utanaðkomandi ráðgjafi og veit því betur. Allur sá fjöldi starfsmanna og fyrrverandi starfsmanna sem rannsóknarteymi White & Case tók viðtöl við vegna ásakana Halldórs vita líka betur. Ef rannsókn White & Case hefði leitt í ljós að ásakanir Halldórs væru sannar er nokkuð ljóst að ráðandi hluthafar í félaginu hefðu rekið Róbert Wessmann án þess að hika. Enginn hefur fundið þau vitni sem Halldór vísar í og enginn veit hvaða vitni blaðamenn vísa í um ofbeldistilvik. Ef þau eru til væri ráð að athuga hver tengsl þeirra eru við Halldór því þau eru ekki samstarfsmenn hans eða Róberts. Þeir vita betur. Róbert hefur engan áhuga á að gera embættismönnum á Íslandi skráveifu. Það er bara bull og ég er sammála Sigríði Andersen að það væri mikið áhyggjuefni ef svo væri. Ef einhver embættismaður hefur ekki sinnt starfi sínu eða hefur brotið af sér í starfi deilir Róbert sjálfsagt þeirri skoðun með flestum að þá sé ástæða til að taka á slíku. Það hefur engin sátt verið gerð við neinn starfsmann vegna hegðunar eða stjórnunar Róberts, né heldur vegna hótana um uppljóstrun. Það er ósatt. Það hafa verið gerðir margir starfslokasamningar í Alvogen og Alvotech en enginn vegna háttsemi Róberts eða stjórnunar hans. Félagið hefur ekki lekið viðkvæmum heilsufarsupplýsingum um Halldór í fjölmiðla. Halldór gerði það sjálfur þegar hann setti þær í lögfræðibréf sín og lak þeim til valinna fjölmiðla. Þetta liggur allt fyrir og er staðfest af Halldóri sjálfum. Fyrir héraðsdómi er rekið mál vegna þessara ásakana Halldórs og félagið hefur birt Halldóri stefnu þar sem þessar heilsufarsupplýsingar sem hann sjálfur gerði að umtalsefni eru hluti af málinu. Það mál er rekið fyrir opnum tjöldum eins og venja er í réttarríkinu Íslandi. Yfir 800 fyrrverandi starfsmenn Actavis hafa gengið til liðs við Alvogen og Alvotech. Þetta fólk var ekki að kaupa köttinn í sekknum eða ana út í óvissu. Það hafði unnið með Róberti áður og vissi að það er gott að vinna með manninum og veit að hann leggur mikið upp úr því að starfsmenn hafi það gott og líði vel. Þetta er ekki væminn frasi heldur einfaldlega miklu líklegra til árangurs í rekstri fyrirtækja. Vissulega sendi Róbert ljót smáskilaboð fyrir 5 árum til tveggja manna úti í heimi sem koma Alvogen og Alvotech ekkert við. Löngu afgreitt mál á milli Róberts og þeirra sem fengu skilaboðin og engir eftirmálar af því. Halldór hefur lagt mikið upp úr þessu til að gera ósannindi sín trúverðug. Enda ekki hægt að neita þessu og efni þessara skilaboða augnakonfekt fyrir fjölmiðla þegar fjalla á um eins áberandi einstakling og Róbert Wessman. Þetta breytir því hins vegar ekki að ósannindi Halldórs um annað eru einmitt það - ósannindi. Róbert hefur ekki tjáð sig um þessi mál og gerir það sennilega ekki af tillitsemi við Halldór sem vissulega er víða með óhreint mjöl í pokahorninu. Róbert hefur ákveðið að láta málið hafa sinn gang fyrir dómstólum og þá munu allir sjá hvað raunverulega er í gangi. Félagið hefur látið duga að senda frá sér einfaldar yfirlýsingar og láta málið hafa sinn gang fyrir dómstólum. Á meðan lætur Halldór dæluna ganga og gerir allt sem hann getur til að skaða félögin og Róbert enda getur hann ekki beðið eftir dómsmálinu. Til þess er ekki leikurinn gerður heldur virðist markmiðið vera að skemma og skaða eins og hann mögulega getur og láta ekki sannleikann þvælast fyrir sér. Það var nokkuð ljóst að ef umrædd rannsókn White & Case yrði ekki Halldóri í vil að þá yrði næst ráðist á rannsóknina og White & Case, sem er lögmannsfyrirtæki stærsta hluthafa Alvogen. Þess vegna ákvað annar stór hluthafi í Alvogen að það væri rétt að þeirra lögmenn myndu hafa eftirlit með ferlinu til að tryggja að öllum réttum aðferðum væri beitt og ekki hallað á neinn. Hvorug stofan vinnur fyrir Róbert. Þetta er allt reynt fólk sem hafði það eitt að markmiði að komast að því hvort það sem Halldór hélt fram væri virkilega satt. Niðurstaðan var önnur og þess vegna var Halldóri stefnt – enda ekki annað hægt. En mikið óskaplega er ég orðinn þreyttur á að lesa ósannindi Halldórs í fjölmiðlum, hvort sem það er satt eða logið að hann sé með öryggisverði fyrir utan 1000 fermetra húsið sitt. Höfundur er lögfræðingur.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun