ESB: Við bönnuðum ykkur ekki að borða Cocoa Puffs og Lucky Charms Eiður Þór Árnason skrifar 19. apríl 2021 15:44 Evrópusambandið segir niðurstöðuna að hluta liggja í leyndarhyggju framleiðandans. Mörgum brá í brún um síðustu mánaðamót þegar þær fréttir bárust að morgunkornið Cocoa Puffs og Lucky Charms yrði brátt ófáanlegt á Íslandi. Fregnirnar vöktu mikla athygli og sátu margir aðdáendur hins vinsæla morgunkorns eftir með sárt ennið eða byrjuðu að hamstra vörurnar í stórum stíl. Að sögn innflutningsaðilans Nathan & Olsen er skýringin sú að bandaríski framleiðandinn General Mills hafi nýlega upplýst að ný uppskrift samræmdist ekki Evrópulöggjöf sem Ísland hafi innleitt í gegnum EES-samninginn. Í kjölfarið bar á því að sárir aðdáendur beindu óánægju sinni í átt Evrópusambandinu (ESB) og sögðu bera ábyrgð á því að þeir þurfi nú að taka upp breyttar morgunvenjur. ESB tekur þetta ekki í mál og vísar ásökununum til föðurhúsanna. Ekki horfa á okkur „Að gefnu tilefni: ESB bannaði Íslendingum ekki að borða Cocoa Puffs og Lucky Charms um daginn! Framleiðandinn sjálfur ákvað víst að bæta litarefni út í uppskriftina, þannig að það brýtur heilbrigðisreglur,“ segir í Facebook-færslu sendinefndar ESB á Íslandi. „Efnið er sagt vera „náttúrulegt litarefni“ en það mun vera leyndarmál hvað það heitir eða hvort það átti að setja svo mikið af því í uppskriftina að hættulegt teljist. Við vitum bara að fyrirtækið ákvað að hætta að framleiða fyrir Íslendinga.“ Í áðurnefndri tilkynningu frá Nathan & Olsen sagði að Evrópulöggjöf sem hafi verið innleidd hér á landi geti verið „hamlandi þegar kemur að því að bjóða neytendum fjölbreytt úrval af bandarískum vörum.“ ESB virðist ekki gefa mikið fyrir þessa skýringu og enda fulltrúar þess tilsvarið á því að segjast vera stolt af því að vera með framsæknar heilbrigðisreglur. „Ekki síst ef þær eru metnaðarfyllri en á öðrum mörkuðum.“ Að gefnu tilefni: ESB bannaði Íslendingum ekki að borða Cocoa Puffs og Lucky Charms um daginn! Framleiðandinn sjálfur...Posted by ESB - Evrópusambandið á Íslandi / European Union in Iceland on Monday, April 19, 2021 Matvælaframleiðsla Evrópusambandið Neytendur Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Að sögn innflutningsaðilans Nathan & Olsen er skýringin sú að bandaríski framleiðandinn General Mills hafi nýlega upplýst að ný uppskrift samræmdist ekki Evrópulöggjöf sem Ísland hafi innleitt í gegnum EES-samninginn. Í kjölfarið bar á því að sárir aðdáendur beindu óánægju sinni í átt Evrópusambandinu (ESB) og sögðu bera ábyrgð á því að þeir þurfi nú að taka upp breyttar morgunvenjur. ESB tekur þetta ekki í mál og vísar ásökununum til föðurhúsanna. Ekki horfa á okkur „Að gefnu tilefni: ESB bannaði Íslendingum ekki að borða Cocoa Puffs og Lucky Charms um daginn! Framleiðandinn sjálfur ákvað víst að bæta litarefni út í uppskriftina, þannig að það brýtur heilbrigðisreglur,“ segir í Facebook-færslu sendinefndar ESB á Íslandi. „Efnið er sagt vera „náttúrulegt litarefni“ en það mun vera leyndarmál hvað það heitir eða hvort það átti að setja svo mikið af því í uppskriftina að hættulegt teljist. Við vitum bara að fyrirtækið ákvað að hætta að framleiða fyrir Íslendinga.“ Í áðurnefndri tilkynningu frá Nathan & Olsen sagði að Evrópulöggjöf sem hafi verið innleidd hér á landi geti verið „hamlandi þegar kemur að því að bjóða neytendum fjölbreytt úrval af bandarískum vörum.“ ESB virðist ekki gefa mikið fyrir þessa skýringu og enda fulltrúar þess tilsvarið á því að segjast vera stolt af því að vera með framsæknar heilbrigðisreglur. „Ekki síst ef þær eru metnaðarfyllri en á öðrum mörkuðum.“ Að gefnu tilefni: ESB bannaði Íslendingum ekki að borða Cocoa Puffs og Lucky Charms um daginn! Framleiðandinn sjálfur...Posted by ESB - Evrópusambandið á Íslandi / European Union in Iceland on Monday, April 19, 2021
Matvælaframleiðsla Evrópusambandið Neytendur Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira