Forseti ofurdeildarinnar: „Erum að gera þetta til að bjarga fótboltanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 08:01 Florentino Pérez segist ganga gott eitt til með stofnun ofurdeildarinnar. Hann vilji bara bjarga fótboltanum. getty/Diego Souto Florentino Pérez, forseti ofurdeildarinnar, segir að tilgangurinn með henni sé að bjarga fótboltanum. Hann segir engar líkur á að leikmönnum sem leika í ofurdeildinni verði bannað að spila með landsliðum sínum eins og Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur hótað. Pérez ræddi ítarlega um ofurdeildina, sem hann er í forsvari fyrir, í spænska sjónvarpsþættinum El Chiringuito de Jugones í gærkvöldi. Hann segir nauðsynlegt að stofna ofurdeildina, annars fari illa fyrir félögunum. Pérez sagði að breytt fyrirkomulag Meistaradeildarinnar væri ekki lausnin við fjárhagsvandræðum félaganna. „Mörg stór félög á Spáni, Ítalíu og Englandi vilja finna lausn á erfiðri fjárhagsstöðu. Eina lausnin er að spila fleiri áhugaverða leiki. Í staðinn fyrir Meistaradeildina hjálpar ofurdeildin okkur að vinna tapið upp. Við hjá Real Madrid höfum tapað miklum fjármunum og staðan er mjög slæm. Þegar hagnaðurinn er enginn er eina lausnin að spila fleiri áhugaverða leiki. Ofurdeildin mun bjarga fjárhagsstöðu félaganna,“ sagði Pérez. „Það sem er spennandi við fótboltann eru leikir milli stóru liðanna. Sjónvarpsrétturinn verður verðmætari og hagnaðurinn þar af leiðandi meiri. Það eru ekki bara þeir ríku sem vilja ofurdeildina. Við erum að gera þetta til að bjarga fótboltanum á þessum erfiðu tímum.“ Ekki bara fyrir þá ríku Pérez er ekki hrifinn af breyttu fyrirkomulagi Meistaradeildar Evrópu sem tekur gildi 2024. Hann segir að þá verði öll stóru félögin orðin gjaldþrota. Ofurdeildin sé því eina lausnin. „Nýja fyrirkomulagið er galið. Ég hef engan persónulegan áhuga á þessari ofurdeild. Ég vil bara bjarga fótboltanum,“ sagði Pérez „Ofurdeildin er ekki bara fyrir þá ríku heldur til að bjarga fótboltanum. Ef við höldum áfram á þessari braut hverfur fótboltinn og verður dauður 2024. Þetta er eina leiðin til bjarga öllum, stórum sem smáum félögum.“ Mega spila með landsliðum Pérez segir engar líkur á því að leikmönnum sem muni spila í ofurdeildinni verði meinað að leika með sínum landsliðum eins og Ceferin hótaði. „Það gerist ekki. Þeim verður ekki bannað að spila með landsliðum ef þeir leika í ofurdeildinni,“ sagði Pérez og bætti við að félögunum í ofurdeildinni yrði ekki sparkað út úr sínum deildum eða Evrópukeppnum. „Real Madrid, Manchester City og Chelsea og öðrum liðum í ofurdeildinni verður ekki bannað að spila í Meistaradeildinni eða sínum deildum. Ég er hundrað prósent viss. Það er ómögulegt.“ Ofurdeildin Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Pérez ræddi ítarlega um ofurdeildina, sem hann er í forsvari fyrir, í spænska sjónvarpsþættinum El Chiringuito de Jugones í gærkvöldi. Hann segir nauðsynlegt að stofna ofurdeildina, annars fari illa fyrir félögunum. Pérez sagði að breytt fyrirkomulag Meistaradeildarinnar væri ekki lausnin við fjárhagsvandræðum félaganna. „Mörg stór félög á Spáni, Ítalíu og Englandi vilja finna lausn á erfiðri fjárhagsstöðu. Eina lausnin er að spila fleiri áhugaverða leiki. Í staðinn fyrir Meistaradeildina hjálpar ofurdeildin okkur að vinna tapið upp. Við hjá Real Madrid höfum tapað miklum fjármunum og staðan er mjög slæm. Þegar hagnaðurinn er enginn er eina lausnin að spila fleiri áhugaverða leiki. Ofurdeildin mun bjarga fjárhagsstöðu félaganna,“ sagði Pérez. „Það sem er spennandi við fótboltann eru leikir milli stóru liðanna. Sjónvarpsrétturinn verður verðmætari og hagnaðurinn þar af leiðandi meiri. Það eru ekki bara þeir ríku sem vilja ofurdeildina. Við erum að gera þetta til að bjarga fótboltanum á þessum erfiðu tímum.“ Ekki bara fyrir þá ríku Pérez er ekki hrifinn af breyttu fyrirkomulagi Meistaradeildar Evrópu sem tekur gildi 2024. Hann segir að þá verði öll stóru félögin orðin gjaldþrota. Ofurdeildin sé því eina lausnin. „Nýja fyrirkomulagið er galið. Ég hef engan persónulegan áhuga á þessari ofurdeild. Ég vil bara bjarga fótboltanum,“ sagði Pérez „Ofurdeildin er ekki bara fyrir þá ríku heldur til að bjarga fótboltanum. Ef við höldum áfram á þessari braut hverfur fótboltinn og verður dauður 2024. Þetta er eina leiðin til bjarga öllum, stórum sem smáum félögum.“ Mega spila með landsliðum Pérez segir engar líkur á því að leikmönnum sem muni spila í ofurdeildinni verði meinað að leika með sínum landsliðum eins og Ceferin hótaði. „Það gerist ekki. Þeim verður ekki bannað að spila með landsliðum ef þeir leika í ofurdeildinni,“ sagði Pérez og bætti við að félögunum í ofurdeildinni yrði ekki sparkað út úr sínum deildum eða Evrópukeppnum. „Real Madrid, Manchester City og Chelsea og öðrum liðum í ofurdeildinni verður ekki bannað að spila í Meistaradeildinni eða sínum deildum. Ég er hundrað prósent viss. Það er ómögulegt.“
Ofurdeildin Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira