Rommedahl segir í samtali við danska fjölmiðilinn Copenhagen Sundays að það séu meðlimir innan nýrrar Ofurdeildar sem eru með óhreint mjöl í pokahorninu.
„Tímasetningin er mjög sérstök. Í ECA fjölluðum við um nýja Meistaradeild og þar á meðal voru sjö stjórnarmenn sem sögðu af sér um helgina. Þeir vildu ekki vera hluti af þessu,“ sagði Daniel.
„Það er eitthvað að gerast þarna úti og það eru einhverjir sem eru með óhreint mjöl í pokahorninu.“
„Flestir höfðu það á tilfinningunni að þetta væri fínt. Við vorum sammála og sögðum að þetta væri glimrandi. Við náðum í mark en tveimur sólahringum síðar komu þeir svo fram með allt annað,“ sagði Daniel.
Vi havde @DanielRommedahl med i gårsdagens afsnit for at høre hvordan han oplevede weekenden som medlem af ECAs bestyrelse. #fcklive #sldk pic.twitter.com/y63V7vmSvR
— Københavns Fanradio (@KbhFanradio) April 20, 2021