Skiptar skoðanir um refsingu gegn Ofurdeildarliðunum Valur Páll Eiríksson skrifar 21. apríl 2021 14:54 Staðið var að miklum mótmælum fyrir utan Stamford Bridge fyrir leik Chelsea við Brighton í gærkvöld. Brighton er á meðal félaganna sem skoðar að refsa Chelsea auk hinna félaganna fimm fyrir þátttöku í stofnun Ofurdeildar Evrópu. EPA-EFE/NEIL HALL Ensku úrvalsdeildarliðin 14 sem ekki komu að stofnun Ofurdeildar Evrópu íhuga nú hvort og hvernig skuli refsa þeim stóru sex sem að deildinni stóðu. Liðin sex drógu sig í hlé frá fyrirhugaðri Ofurdeild í gærkvöld. Sky Sports hefur eftir heimildamönnum sínum innan enskra úrvalsdeildarliða að til skoðunar sé að refsa stóru félögunum sex, Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham, fyrir tilraunir sínar til stofnunnar Ofurdeildarinnar. Stofnunartilraunin sé skýrt brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar og skapa þurfi fordæmi sem fæli frá frekari tilraunir í framtíðinni. Reglan sem vísað er til - regla L9 - segir til um að hvert það félag sem hyggst ganga í nýja keppni þurfi til þess skriflegt leyfi frá stjórn ensku úrvalsdeildarinnar. Slíkt leyfi var ekki til staðar og því um skýrt brot á reglum deildarinnar að ræða. Þrátt fyrir að brot hafi átt sér stað eru skiptar skoðanir á meðal úrvalsdeildarfélaganna um mögulega refsingu. Stóru liðin sex skapa mestar tekjur fyrir deildina sem kemur hinum liðunum 14 til góða, auk þess sem Sky hefur eftir ónefndum stjórnarmanni úrvalsdeildarfélags að peningarefsing myndi að öllum líkindum koma niður á starfsmönnum félagsins, leikmönnum og þjálfurum, fremur en eigendunum sem stóðu að Ofurdeildinni. Óvíst er því hvort refsingar bíði stóru liðanna en leiða má líkur að því að reglur deildarinnar verði hertar. Félögin 14 funda frekar um málið í vikunni. Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir AC Milan hættir líka: Verðum að hlusta á raddir stuðningsmanna Ítalska félagið AC Milan hefur formlega dregið sig út úr Ofurdeildinni og aðeins spænsku félögin Real Madrid og Barcelona eiga eftir að senda frá sér yfirlýsingar varðandi framtíð keppninnar. 21. apríl 2021 11:49 Eigandi Liverpool biðst afsökunar: „Ég brást ykkur“ John W. Henry, eigandi Liverpool, hefur beðið stuðningsmenn félagsins afsökunar á aðkomu félagsins að ofurdeildinni. 21. apríl 2021 07:31 Þakka stuðningsmönnum fyrir viðbrögðin við Ofurdeildinni Enska knattspyrnusambandið þakkar stuðningsmönnum fyrir áhrif þeirra á fyrirhugaða Ofurdeild sem nú er í uppnámi. 21. apríl 2021 07:00 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira
Sky Sports hefur eftir heimildamönnum sínum innan enskra úrvalsdeildarliða að til skoðunar sé að refsa stóru félögunum sex, Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Tottenham, fyrir tilraunir sínar til stofnunnar Ofurdeildarinnar. Stofnunartilraunin sé skýrt brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar og skapa þurfi fordæmi sem fæli frá frekari tilraunir í framtíðinni. Reglan sem vísað er til - regla L9 - segir til um að hvert það félag sem hyggst ganga í nýja keppni þurfi til þess skriflegt leyfi frá stjórn ensku úrvalsdeildarinnar. Slíkt leyfi var ekki til staðar og því um skýrt brot á reglum deildarinnar að ræða. Þrátt fyrir að brot hafi átt sér stað eru skiptar skoðanir á meðal úrvalsdeildarfélaganna um mögulega refsingu. Stóru liðin sex skapa mestar tekjur fyrir deildina sem kemur hinum liðunum 14 til góða, auk þess sem Sky hefur eftir ónefndum stjórnarmanni úrvalsdeildarfélags að peningarefsing myndi að öllum líkindum koma niður á starfsmönnum félagsins, leikmönnum og þjálfurum, fremur en eigendunum sem stóðu að Ofurdeildinni. Óvíst er því hvort refsingar bíði stóru liðanna en leiða má líkur að því að reglur deildarinnar verði hertar. Félögin 14 funda frekar um málið í vikunni.
Enski boltinn Ofurdeildin Tengdar fréttir AC Milan hættir líka: Verðum að hlusta á raddir stuðningsmanna Ítalska félagið AC Milan hefur formlega dregið sig út úr Ofurdeildinni og aðeins spænsku félögin Real Madrid og Barcelona eiga eftir að senda frá sér yfirlýsingar varðandi framtíð keppninnar. 21. apríl 2021 11:49 Eigandi Liverpool biðst afsökunar: „Ég brást ykkur“ John W. Henry, eigandi Liverpool, hefur beðið stuðningsmenn félagsins afsökunar á aðkomu félagsins að ofurdeildinni. 21. apríl 2021 07:31 Þakka stuðningsmönnum fyrir viðbrögðin við Ofurdeildinni Enska knattspyrnusambandið þakkar stuðningsmönnum fyrir áhrif þeirra á fyrirhugaða Ofurdeild sem nú er í uppnámi. 21. apríl 2021 07:00 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira
AC Milan hættir líka: Verðum að hlusta á raddir stuðningsmanna Ítalska félagið AC Milan hefur formlega dregið sig út úr Ofurdeildinni og aðeins spænsku félögin Real Madrid og Barcelona eiga eftir að senda frá sér yfirlýsingar varðandi framtíð keppninnar. 21. apríl 2021 11:49
Eigandi Liverpool biðst afsökunar: „Ég brást ykkur“ John W. Henry, eigandi Liverpool, hefur beðið stuðningsmenn félagsins afsökunar á aðkomu félagsins að ofurdeildinni. 21. apríl 2021 07:31
Þakka stuðningsmönnum fyrir viðbrögðin við Ofurdeildinni Enska knattspyrnusambandið þakkar stuðningsmönnum fyrir áhrif þeirra á fyrirhugaða Ofurdeild sem nú er í uppnámi. 21. apríl 2021 07:00