Finnur Freyr: Náðum að kreista út sigurinn Gunnar Gunnarsson skrifar 22. apríl 2021 21:25 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Vísir/Vilhelm Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari úrvalsdeildarliðs Vals i körfuknattleik, sagði liðið varla hafa verðskuldað 91-95 sigur sinn á Hetti á Egilsstöðum í kvöld. Stórleikur Jordan Roland, sem skoraði 33 stig í seinni hálfleik en aðeins tvö í þeim fyrr, skildi liðin að. „Ég gerði ekkert ákveðið,“ svaraði Finnur Freyr aðspurður um hvernig hann hefði kveikt á Jordan í hálfleik. „Hann var ekki sáttur við sinn leik í fyrrihálfleik frekar en bróðurparturinn af liðinu. Hann og aðrir stigu upp í seinni hálfleik. Mér fannst við oft ekki leita nóg að honum í fyrri hálfleik, hann fékk ekki boltann í sínum bestu stöðum en í seinni hálfleik var hann ákveðinn og gerði hrikalega vel.“ Finnur Freyr viðurkenndi þó að Valur mætti þakka fyrir að hafa hreppt sigurinn og stigin tvö en liðið virtist ryðgað framan af eftir mánaðarhlé í deildinni vegna Covid-faraldursins. „Frammistaðan var ekki nógu góð en sigurinn geggjaður. Við getum spilað töluvert betur. En það er eðlilegt að það sé smá ryð eftir pásuna. Mér fannst Höttur spila virkilega vel en við vorum daprir varnarlega og í raun á hælunum frá fyrstu mínútu. Í byrjun seinni hálfleiks náðum við nokkrum körfum í röð en skotin þeirra láku inn, Dino og fleiri settu niður stór skot og svo var Mallory frábær allan leikinn. Í lokum skoruðum við nokkrar körfur, náðum lykilstoppum og þannig að kreista þetta út. Þar við sat.“ Valur er nú kominn í fimmta sætið, tveimur stigum á eftir KR í hinu dýrmæta fjórða sæti sem gefur heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. „Það gleður okkur að fara með tvö stig frá virkilega erfiðum útivelli. Hver leikur er fyrir okkur úrslitakeppnisleikur, við viljum tryggja okkur inn og komast eins hátt og hægt er en það er margt sem við þurfum að gera betur en í dag.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Valur Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira
„Ég gerði ekkert ákveðið,“ svaraði Finnur Freyr aðspurður um hvernig hann hefði kveikt á Jordan í hálfleik. „Hann var ekki sáttur við sinn leik í fyrrihálfleik frekar en bróðurparturinn af liðinu. Hann og aðrir stigu upp í seinni hálfleik. Mér fannst við oft ekki leita nóg að honum í fyrri hálfleik, hann fékk ekki boltann í sínum bestu stöðum en í seinni hálfleik var hann ákveðinn og gerði hrikalega vel.“ Finnur Freyr viðurkenndi þó að Valur mætti þakka fyrir að hafa hreppt sigurinn og stigin tvö en liðið virtist ryðgað framan af eftir mánaðarhlé í deildinni vegna Covid-faraldursins. „Frammistaðan var ekki nógu góð en sigurinn geggjaður. Við getum spilað töluvert betur. En það er eðlilegt að það sé smá ryð eftir pásuna. Mér fannst Höttur spila virkilega vel en við vorum daprir varnarlega og í raun á hælunum frá fyrstu mínútu. Í byrjun seinni hálfleiks náðum við nokkrum körfum í röð en skotin þeirra láku inn, Dino og fleiri settu niður stór skot og svo var Mallory frábær allan leikinn. Í lokum skoruðum við nokkrar körfur, náðum lykilstoppum og þannig að kreista þetta út. Þar við sat.“ Valur er nú kominn í fimmta sætið, tveimur stigum á eftir KR í hinu dýrmæta fjórða sæti sem gefur heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. „Það gleður okkur að fara með tvö stig frá virkilega erfiðum útivelli. Hver leikur er fyrir okkur úrslitakeppnisleikur, við viljum tryggja okkur inn og komast eins hátt og hægt er en það er margt sem við þurfum að gera betur en í dag.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Valur Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Sjá meira