Anníe Mist ofar en Katrín Tanja: Allt í lagi þótt ég líti ekki út eins og áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2021 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir náði níunda besta árangrinum í Evrópu aðeins átta mánuðum eftir að hún eignaðist Freyju Mist. Instagram/anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir náði bestum árangri íslensku CrossFit stelpnanna í „átta manna“ úrslitum heimsleikanna í CrossFit en hún var tveimur sætum á undan Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Björgvin Karl Guðmundsson varð sá fimmti besti í Evrópu. CrossFit samtökin hafa nú endanlega staðfest úrslitin úr átta manna úrslitunum eftir að hafa farið vel yfir æfingarnar sem íþróttafólkið skilaði inn í gegnum netið. Það vekur athygli að nýja mamman í íslenska CrossFit hópnum var best allra íslensku stelpnanna í þessum hluta. Þrjú hundruð karlar og þrjú hundruð konur tryggðu sér sæti í næsta hluta sem er þátttökuréttur í einni af tíu undankeppnum þar sem efstu sætin gefa síðan sæti á heimsleikunum í haust. Ísland á alls sjö fulltrúa af þessum sex hundruð bestu í CrossFit heiminum í dag. Anníe Mist Þórisdóttir stóð sig svo vel í endurkomu sinni í CrossFit eftir barnsburð að engin af íslensku stelpunum náði að gera betur en hún í „átta manna“ úrslitum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Íslensku keppendurnir voru í evrópska hlutanum en alls sextíu efstu í Evrópu tryggðu sér sæti í undanúrslitunum. Katrín Tanja Davíðsdóttir keppti þannig í evrópska hlutanum þrátt fyrir að vera búsett í Bandaríkjunum. Anníe Mist endaði í níunda sæti í Evrópu en bestum árangri náði hin ungverska Laura Horváth og í næstu sætum voru þær Gabriela Migala frá Póllandi og Kristin Holte frá Noregi. Katrín Tanja varð í ellefta sæti og Þuríður Erla Helgadóttir endaði í átjánda sæti. Sólveig Sigurðardóttir varð síðan í 44. sæti og var sú síðasta af íslensku stelpunum sem tryggði sig áfram í næsta hluta. Björgvin Karl Guðmundsson varð efstur íslensku strákanna en hann náði fimmta besta árangrinum í Evrópu og er kominn áfram í undanúrslitin ásamt þeim Haraldi Holgerssyni (55. sæti) og Þresti Ólasyni (56. sæti). Anníe Mist gerði upp stöðuna á sér í pistli á Instagram. „Ég lít ekki út eins og áður en það er allt í lagi. Núna er ég passa upp á að endurhlaða orkuna fyrir næstu frammistöðu og líkaminn minn er bara eins og hann er og hann mun fá sinn tíma til að koma til baka. Restin fylgir síðan í kjölfarið,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir. „Ég er aftur farin að mæla og vigta það sem ég borða til að passa upp að ég borði rétt fyrir æfingarnar,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
CrossFit samtökin hafa nú endanlega staðfest úrslitin úr átta manna úrslitunum eftir að hafa farið vel yfir æfingarnar sem íþróttafólkið skilaði inn í gegnum netið. Það vekur athygli að nýja mamman í íslenska CrossFit hópnum var best allra íslensku stelpnanna í þessum hluta. Þrjú hundruð karlar og þrjú hundruð konur tryggðu sér sæti í næsta hluta sem er þátttökuréttur í einni af tíu undankeppnum þar sem efstu sætin gefa síðan sæti á heimsleikunum í haust. Ísland á alls sjö fulltrúa af þessum sex hundruð bestu í CrossFit heiminum í dag. Anníe Mist Þórisdóttir stóð sig svo vel í endurkomu sinni í CrossFit eftir barnsburð að engin af íslensku stelpunum náði að gera betur en hún í „átta manna“ úrslitum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Íslensku keppendurnir voru í evrópska hlutanum en alls sextíu efstu í Evrópu tryggðu sér sæti í undanúrslitunum. Katrín Tanja Davíðsdóttir keppti þannig í evrópska hlutanum þrátt fyrir að vera búsett í Bandaríkjunum. Anníe Mist endaði í níunda sæti í Evrópu en bestum árangri náði hin ungverska Laura Horváth og í næstu sætum voru þær Gabriela Migala frá Póllandi og Kristin Holte frá Noregi. Katrín Tanja varð í ellefta sæti og Þuríður Erla Helgadóttir endaði í átjánda sæti. Sólveig Sigurðardóttir varð síðan í 44. sæti og var sú síðasta af íslensku stelpunum sem tryggði sig áfram í næsta hluta. Björgvin Karl Guðmundsson varð efstur íslensku strákanna en hann náði fimmta besta árangrinum í Evrópu og er kominn áfram í undanúrslitin ásamt þeim Haraldi Holgerssyni (55. sæti) og Þresti Ólasyni (56. sæti). Anníe Mist gerði upp stöðuna á sér í pistli á Instagram. „Ég lít ekki út eins og áður en það er allt í lagi. Núna er ég passa upp á að endurhlaða orkuna fyrir næstu frammistöðu og líkaminn minn er bara eins og hann er og hann mun fá sinn tíma til að koma til baka. Restin fylgir síðan í kjölfarið,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir. „Ég er aftur farin að mæla og vigta það sem ég borða til að passa upp að ég borði rétt fyrir æfingarnar,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira