Leikmenn Schalke gætu neitað að spila eftir árásirnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2021 12:31 Benjamin Stambouli, leikmaður FC Schalke 04, sést hér eftir tapið á móti Arminia Bielefeld. EPA-EFE/Frederic Scheidemann Það er ófremdarástand hjá þýska félaginu Schalke 04 eftir að stuðningsmenn félagsins réðust á leikmenn liðsins í kjölfarið á því að liðið féll úr þýsku bundesligunni á þriðjudagskvöldið. Nú er svo komið að leikmenn hafa ekki mætt á æfingu í tvo daga og yfirmenn félagsins eru ekki vissir um að allir leikmenn liðsins vilji spila aftur fyrir Schalke. „Ég mun aldrei gleyma óttanum í augum Buyo,“ sagði liðstjórinn og goðsögnin Gerald Asamoah um árásina og var þar að tala um aðstoðarþjálfarann Mike „Buyo“ Buskens. #Asamoah: "Angst in den Augen werde ich nicht vergessen" https://t.co/I2ySoPMulV— SPORT1 (@SPORT1) April 22, 2021 Schalke 04 féll úr deildinni eftir 1-0 tap á móti Arminia Bielefeld á þriðjudagskvöldið en liðið skilaði sér aftur heim um nóttina. Þar biðu stuðningsmennirnir eftir rútunni. Þeir vildu fá að ræða við leikmennina sen fljótlega kom í ljós að allt annað var á dagskránni þegar stuðningsmennirnir réðust á leikmennina þegar þeir komu út úr liðsrútunni. Schalke 04 hefur verið í efstu deild frá árinu 1988 og fallið að sjálfsögðu mikið áfall. Það er þó framkoma stuðningsmannanna sem hefur verið mesta áfallið. „Ég var einn af þeim fyrstu út úr rútunni og ég var ekkert hræddur. Ég hef þekkt stuðningsmennina lengi og hélt að ekkert myndi gerast,“ sagði Gerald Asamoah við blaðamenn. Lögreglan beið við hliðið og stuðningsmennirnir fengu því nokkrar mínútur til að láta reiði sína bitna á föllnu stjörnunum. Eggjum var kastað í leikmennina og sumir þeirra voru eltir uppi af stuðningsmönnum. Þeir skemmdu líka að minnsta kosti einn bíl í eigu leikmanns samkvæmt heimildum ESPN. Schalke players were attacked by their own fans after getting relegated from the Bundesliga.Fans chased some of the players on the stadium perimeters in scenes that sources told @uersfeld were filmed early Wednesday morning.(via @VoetbalUltras)pic.twitter.com/GTvNXnPKSs— ESPN FC (@ESPNFC) April 21, 2021 Íþróttastjórinn Peter Knabel hefur í framhaldinu sagt að hann ætli að gefa leikmönnum valkost um að þurfa ekki að spila aftur fyrir liðið á þessu tímabili. „Ég get lifað með öllum ákvörðunum svo framarlega að þær fari eftir lögum. Við verðum að sjá til hvernig leikmönnunum líður,“ sagði Peter Knabel við Sportschau. Schalke 04 á eftir að spila fjóra leiki í deildinni á þessu tímabili. Schalke legend Gerald Asamoah couldn't hold back the tears after they got relegated for the first time in 30 years (via @Bundesliga_EN) pic.twitter.com/0mOExEPB9R— ESPN FC (@ESPNFC) April 22, 2021 Þýski boltinn Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Handbolti Fleiri fréttir Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Sjá meira
Nú er svo komið að leikmenn hafa ekki mætt á æfingu í tvo daga og yfirmenn félagsins eru ekki vissir um að allir leikmenn liðsins vilji spila aftur fyrir Schalke. „Ég mun aldrei gleyma óttanum í augum Buyo,“ sagði liðstjórinn og goðsögnin Gerald Asamoah um árásina og var þar að tala um aðstoðarþjálfarann Mike „Buyo“ Buskens. #Asamoah: "Angst in den Augen werde ich nicht vergessen" https://t.co/I2ySoPMulV— SPORT1 (@SPORT1) April 22, 2021 Schalke 04 féll úr deildinni eftir 1-0 tap á móti Arminia Bielefeld á þriðjudagskvöldið en liðið skilaði sér aftur heim um nóttina. Þar biðu stuðningsmennirnir eftir rútunni. Þeir vildu fá að ræða við leikmennina sen fljótlega kom í ljós að allt annað var á dagskránni þegar stuðningsmennirnir réðust á leikmennina þegar þeir komu út úr liðsrútunni. Schalke 04 hefur verið í efstu deild frá árinu 1988 og fallið að sjálfsögðu mikið áfall. Það er þó framkoma stuðningsmannanna sem hefur verið mesta áfallið. „Ég var einn af þeim fyrstu út úr rútunni og ég var ekkert hræddur. Ég hef þekkt stuðningsmennina lengi og hélt að ekkert myndi gerast,“ sagði Gerald Asamoah við blaðamenn. Lögreglan beið við hliðið og stuðningsmennirnir fengu því nokkrar mínútur til að láta reiði sína bitna á föllnu stjörnunum. Eggjum var kastað í leikmennina og sumir þeirra voru eltir uppi af stuðningsmönnum. Þeir skemmdu líka að minnsta kosti einn bíl í eigu leikmanns samkvæmt heimildum ESPN. Schalke players were attacked by their own fans after getting relegated from the Bundesliga.Fans chased some of the players on the stadium perimeters in scenes that sources told @uersfeld were filmed early Wednesday morning.(via @VoetbalUltras)pic.twitter.com/GTvNXnPKSs— ESPN FC (@ESPNFC) April 21, 2021 Íþróttastjórinn Peter Knabel hefur í framhaldinu sagt að hann ætli að gefa leikmönnum valkost um að þurfa ekki að spila aftur fyrir liðið á þessu tímabili. „Ég get lifað með öllum ákvörðunum svo framarlega að þær fari eftir lögum. Við verðum að sjá til hvernig leikmönnunum líður,“ sagði Peter Knabel við Sportschau. Schalke 04 á eftir að spila fjóra leiki í deildinni á þessu tímabili. Schalke legend Gerald Asamoah couldn't hold back the tears after they got relegated for the first time in 30 years (via @Bundesliga_EN) pic.twitter.com/0mOExEPB9R— ESPN FC (@ESPNFC) April 22, 2021
Þýski boltinn Mest lesið Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Sport „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ Sport Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina Sport Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71| Meistararnir teknir til slátrunar Körfubolti Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Íslenski boltinn Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Handbolti Fleiri fréttir Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Ég spila fyrir mömmu mína“ Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Sjá meira