90 prósent tekna hjúkrunarheimilanna koma frá ríkinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. apríl 2021 18:55 Greiningin byggist einkum á svörum rekstraraðila um reksturinn. Vísir/Vilhelm Um 84 prósent tekna hjúkrunarheimilanna árin 2017 til 2019 voru vegna daggjalda frá ríkinu. Húsnæðisgjald frá ríkinu nam 6 prósentum en þriðji stærsti tekjuliðurinn var kostnaðarþátttaka íbúa, sem nam 4 prósentum. Framlag sveitarfélaganna til reksturins nam 3 prósentum heildartekna heimilanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu verkefnastjórnar sem heilbrigðisráðherra skipaði til að greina rekstrarkostnað hjúkrunarheimilanna. Þar segir einnig um tekjurnar að þær hafi verið nokkuð misjafnar á hvert rými, sem skýrist fyrst og fremst af ólíkri hjúkrunarþyngd. Að meðaltali voru tekjur á hvert rými 13,9 milljónir króna á ári. „Rekstrargjöld heimila sem fá daggjaldagreiðslur voru samtals 31,1 milljarðar króna árið 2019. Langstærsti útgjaldaliðurinn var launagreiðslur og voru laun og launatengd gjöld 24,0 milljarðar króna eða 77% af heildarrekstrarkostnaði heimilanna. Önnur rekstrargjöld skiptust á fjölmarga liði og var húsnæðiskostnaður stærstur þeirra, 2.830 milljónir króna, og stoðþjónusta næststærsti liðurinn, 2.488 milljónir króna,“ segir í samantekt um niðurstöður skýrslunnar á vef heilbrigðisráðuneytisins. Gátu ekki greint milli kostnaðar vegna heilbrigðisþjónustu og félagslegrar þjónustu Verkefnastjórnin komst að því að rekstur hjúkrunarheimilanna hefði gengið misvel umrædd ár en flest þeirra hefðu þó verið rekin með tapi. Samtals nam hallinn frá 200 og upp í 700 milljónir, var minnstur árið 2018 en svipaður árin 2017 og 2019. Eitt af þeim verkefnum sem verkefnastjórninni var falið var að greina rekstrarkostnað hjúkrunarheimilanna eftir því hvort um var að ræða félagslega þjónustu eða heilbrigðisþjónustu. Segir í samantektinni að sú skipting sé meðal annars mikilvæg vegna verka- og kostnaðarskiptingar milli ríkis og sveitarfélaganna en heilbrigðisþjónustan er verkefni ríkisins á meðan félagsþjónustan er á höndum sveitarfélaganna. „Eftir skoðun var það niðurstaða verkefnastjórnarinnar að ekki væri með góðu móti hægt að greina þarna á milli og því fallið frá því að ráðast í þann verkþátt erindisbréfsins,“ segir á vef ráðuneytisins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir niðurstöðurnar mikilvægan grunn fyrir næstu skref. „Það gengur ekki að hjúkrunarheimilin séu vel flest rekin með halla og ljóst að það verður að taka á því með einhverjum hætti. Nú þarf að leggjast yfir gögnin með það í huga en á þessu ári erum við auðvitað bundin af fjárlögum.“ Heilbrigðismál Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Framlag sveitarfélaganna til reksturins nam 3 prósentum heildartekna heimilanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu verkefnastjórnar sem heilbrigðisráðherra skipaði til að greina rekstrarkostnað hjúkrunarheimilanna. Þar segir einnig um tekjurnar að þær hafi verið nokkuð misjafnar á hvert rými, sem skýrist fyrst og fremst af ólíkri hjúkrunarþyngd. Að meðaltali voru tekjur á hvert rými 13,9 milljónir króna á ári. „Rekstrargjöld heimila sem fá daggjaldagreiðslur voru samtals 31,1 milljarðar króna árið 2019. Langstærsti útgjaldaliðurinn var launagreiðslur og voru laun og launatengd gjöld 24,0 milljarðar króna eða 77% af heildarrekstrarkostnaði heimilanna. Önnur rekstrargjöld skiptust á fjölmarga liði og var húsnæðiskostnaður stærstur þeirra, 2.830 milljónir króna, og stoðþjónusta næststærsti liðurinn, 2.488 milljónir króna,“ segir í samantekt um niðurstöður skýrslunnar á vef heilbrigðisráðuneytisins. Gátu ekki greint milli kostnaðar vegna heilbrigðisþjónustu og félagslegrar þjónustu Verkefnastjórnin komst að því að rekstur hjúkrunarheimilanna hefði gengið misvel umrædd ár en flest þeirra hefðu þó verið rekin með tapi. Samtals nam hallinn frá 200 og upp í 700 milljónir, var minnstur árið 2018 en svipaður árin 2017 og 2019. Eitt af þeim verkefnum sem verkefnastjórninni var falið var að greina rekstrarkostnað hjúkrunarheimilanna eftir því hvort um var að ræða félagslega þjónustu eða heilbrigðisþjónustu. Segir í samantektinni að sú skipting sé meðal annars mikilvæg vegna verka- og kostnaðarskiptingar milli ríkis og sveitarfélaganna en heilbrigðisþjónustan er verkefni ríkisins á meðan félagsþjónustan er á höndum sveitarfélaganna. „Eftir skoðun var það niðurstaða verkefnastjórnarinnar að ekki væri með góðu móti hægt að greina þarna á milli og því fallið frá því að ráðast í þann verkþátt erindisbréfsins,“ segir á vef ráðuneytisins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir niðurstöðurnar mikilvægan grunn fyrir næstu skref. „Það gengur ekki að hjúkrunarheimilin séu vel flest rekin með halla og ljóst að það verður að taka á því með einhverjum hætti. Nú þarf að leggjast yfir gögnin með það í huga en á þessu ári erum við auðvitað bundin af fjárlögum.“
Heilbrigðismál Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira