Hafna því alfarið að Systrabönd byggi á Hystory Jakob Bjarnar skrifar 23. apríl 2021 14:41 Aðstandendur sjónvarpsþáttanna Systrabanda hafna alfarið ásökunum um hugmynda- og/eða ritstuld en ýmsir, meðal annarra Kristín Eiríksdóttir höfundur leikritsins Hystory, hafa bend á mikil líkindi milli þessara tveggja verka. Aðstandendur sjónvarpsþáttanna segja líkindin til komin vegna eðlilegrar úrvinnslu á áþekku umfjöllunarefni. „Systrabönd eru ekki byggð á Hystory. Af gefnu tilefni vilja höfundar og framleiðendur Systrabanda koma eftirfarandi á framfæri: Sjónvarpsþáttaröðin Systrabönd er ekki byggð á leikritinu Hystory með neinum hætti.“ Svo hefst tilkynning sem þau Jóhann Ævar Grímsson, hugmyndar- og handritshöfundur, Björg Magnúsdóttir, handritshöfundur Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, handritshöfundur og leikari Silja Hauksdóttir, handritshöfundur og leikstjóri Tinna Proppé og Hilmar Sigurðsson, framleiðendur Systrabanda sendu frá sér. Vísir hefur fjallað um ásakanir um rit- og/eða hugmyndastuld í tengslum við líkindi sem margir sjá á þáttunum sem sýndir hafa verið á Sjónvarpi Símans og svo leikritinu Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur. Kristín flutti á dögunum áhrifaríkan pistil þar sem hún talaði um að þegar hún sá Systrabönd hafi það verið sem spark í maga, hún talaði um skrumskælingu á sínu verki. Þessu hafna aðstandendur Systrabanda: „Höfundar Systrabanda nýttu sér það hvorki til stuðnings, innblásturs í sköpunarferli þáttanna né á nokkurn annan hátt. Þau líkindi sem bent hefur verið á með verkunum tveimur koma eingöngu til af eðlilegri úrvinnslu á áþekku umfjöllunarefni. Jóhann Ævar Grímsson hóf hugmyndavinnu að Systraböndum í mars 2013 en kveikjan var bandarískt morðmál frá 1992. Fyrstu gögn hugmyndavinnunnar og útlínur að verkinu eru dagsett 18.3.2013 með sannanlegum og óvéfengjanlegum hætti,“ segir í tilkynningu hópsins sem áður hefur verið nefndur. Bíó og sjónvarp Leikhús Dómsmál Höfundarréttur Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
„Systrabönd eru ekki byggð á Hystory. Af gefnu tilefni vilja höfundar og framleiðendur Systrabanda koma eftirfarandi á framfæri: Sjónvarpsþáttaröðin Systrabönd er ekki byggð á leikritinu Hystory með neinum hætti.“ Svo hefst tilkynning sem þau Jóhann Ævar Grímsson, hugmyndar- og handritshöfundur, Björg Magnúsdóttir, handritshöfundur Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, handritshöfundur og leikari Silja Hauksdóttir, handritshöfundur og leikstjóri Tinna Proppé og Hilmar Sigurðsson, framleiðendur Systrabanda sendu frá sér. Vísir hefur fjallað um ásakanir um rit- og/eða hugmyndastuld í tengslum við líkindi sem margir sjá á þáttunum sem sýndir hafa verið á Sjónvarpi Símans og svo leikritinu Hystory eftir Kristínu Eiríksdóttur. Kristín flutti á dögunum áhrifaríkan pistil þar sem hún talaði um að þegar hún sá Systrabönd hafi það verið sem spark í maga, hún talaði um skrumskælingu á sínu verki. Þessu hafna aðstandendur Systrabanda: „Höfundar Systrabanda nýttu sér það hvorki til stuðnings, innblásturs í sköpunarferli þáttanna né á nokkurn annan hátt. Þau líkindi sem bent hefur verið á með verkunum tveimur koma eingöngu til af eðlilegri úrvinnslu á áþekku umfjöllunarefni. Jóhann Ævar Grímsson hóf hugmyndavinnu að Systraböndum í mars 2013 en kveikjan var bandarískt morðmál frá 1992. Fyrstu gögn hugmyndavinnunnar og útlínur að verkinu eru dagsett 18.3.2013 með sannanlegum og óvéfengjanlegum hætti,“ segir í tilkynningu hópsins sem áður hefur verið nefndur.
Bíó og sjónvarp Leikhús Dómsmál Höfundarréttur Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Það var bannað að hlæja á Kjarval Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Keith sagður kominn með nýja kærustu Lífið Fleiri fréttir Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira