Lýsum yfir neyðarástandi Katrín S. J. Steingrímsdóttir skrifar 26. apríl 2021 07:00 Um þessar mundir sýnir BBC þáttaröðina A Year to Change the World sem fylgir ferðum hinnar hugrökku Gretu Thunberg í heilt ár. Thunberg ferðast um víðan völl á skútunni sinni og hittir stjórnmálamenn, fólk sem upplifir áhrif loftslagsbreytinga á eigin skinni og fólk sem berst með einhverjum hætti gegn aukinni mengun. Hún notar sín áhrif í þágu jarðarinnar og ávarpar meðal annars Evrópuþingið og vekur athygli á því að heimurinn uppfylli ekki markmið Parísarsamkomulagsins ef fram heldur sem horfir. Markmið samkomulagsins er að stöðva aukinn útblástur gróðurhúsalofttegunda og koma hnattrænni hlýnun undir 2°C, með 1,5°C sem markmiðið. Núverandi aðgerðir á heimsvísu fullnægja ekki þeim markmiðum en miðað við núverandi aðgerðir væri hnattræn hlýnun yfir 2°C árið 2100. Greta Thunberg vakti heimsathygli árið 2018 þegar hún sleppti því að mæta í skólann, settist fyrir framan þinghúsið í Stokkhólmi og hóf þar fyrsta loftslagsverkfall heimsins. Nemendur víðsvegar um heim gerðu slíkt hið sama, marga föstudaga í röð og hreyfingin kallast Föstudagar fyrir framtíðina. Á Íslandi tóku nemendur einnig upp hanskann fyrir jörðina og tóku þátt í hreyfingunni með vikulegum mótmælum við Austurvöll. Þegar Covid-19 mætti til leiks hafði veiran áhrif á fjölmargt, þar á meðal loftslagsverkföllin. Færri sóttu mótmæli fyrir framan Alþingi, einhverjum mótmælum var aflýst og fréttaflutningur snerist að mestu um Covid og hann Donald Trump. Heimurinn sofnaði á verðinum gagnvart loftslagsvánni fyrir utan þá duglegu aðgerðasinna sem mættu alltaf þegar færi gafst, þá sem héldu áfram að vekja athygli á málefninu og þá sem gerðu sér grein fyrir að um neyðarástand væri að ræða. Kröfur unga fólksins eru skýrar: Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Loftslagsmarkmið verði lögfest. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030. Nú er ég ekki að saka íslensk stjórnvöld um algjört aðgerðaleysi. Engu að síður er það staðreynd að loftslagsmál hafa ekki verið forgangsatriði þessarar ríkisstjórnar eða annarra sem á undan henni komu. Ísland hefur skuldbundið sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en losunin dregst mjög lítið saman. Síðasta árið fengum við að sjá að þegar metnaður er lagður í verkið þá er hægt að koma á samstöðu þjóðar gegn vágesti og að þjóðin geti verið upplýst um nauðsynlegar aðgerðir til þess að berjast gegn heimsfaraldri. Það sama á að eiga við loftslagsbreytingar. Loftslagsváin er annar heimsfaraldur. Áhrif hennar verða skaðlegri með hverjum deginum sem líður. Ætluð langtímaáhrif eins og hækkun sjávarborðs eru ekki svo fjarlæg fyrir fólk sem býr í lægstu byggðum. Talið er að um 250 milljónir manna verði á flótta vegna loftslagsbreytinga á næstu 30 árum. Fellibyljir, hungursneyð, flóð og bráðnun jökla hérlendis er bara brot af afleiðingum þeirra. Mikil óvissa er um hver og hvenær áhrif loftslagsbreytinga verða hérlendis en ljóst er að bráðnun jökla útsetur okkur fyrir aukinni hættu á úrkomuflóðum og hækkun sjávarmáls. Vaxandi fjöldi rannsókna sýnir að fórnarlömb umhverfisáhættu eru helst minnihlutahópar og fátækt fólk. Loftslagsváin stuðlar bæði að verri heilsu jarðar og auknum ójöfnuði mannkyns. Það er skylda stjórnvalda að bregðast við neyðarástandi og veita þjóðinni leiðsögn um sóttvarnir gegn loftslagsbreytingum. Sömuleiðis ætti það að vera réttur okkar að gagnsæi sé á aðgerðum stjórnvalda. Stjórnvöld eiga að upplýsa með reglulegu millibili hvað sé verið að gera, hvernig spáin lítur út, lögfesta loftslagsmarkmið og lýsa yfir neyðarástandi. Rétt eins og gert er með reglulegum blaðamannafundum vegna Covid-19. Það er óboðlegt að upplýsingar um aðgerðir gegn loftslagsvánni séu ekki aðgengilegar nema með heilmikilli Google-leit og enn þá meiri lögfræðikunnáttu. Tölum mannamál. Sömuleiðis ætti það að vera hlutverk stjórnvalda að upplýsa almenning um þær sóttvarnir sem þarf til þess að berjast gegn loftslagsvánni. Hvati í orðum dugir skammt heldur þarf að hvetja fólk fjárhagslega til þess að lifa grænna lífi. Mörgum finnst oft erfitt að taka umhverfisvænni ákvarðanir í neyslu sinni enda eru óumhverfisvænni kostirnir einnig þeir ódýrustu. Aukinn stuðningur við umhverfisvænar samgöngur, íslenska grænmetisbændur og skattaafsláttur á umhverfisvænna val. Þessir hagrænu hvatar eins og kolefnisgjald geta tekið stóran þátt í því að breyta neysluvenjum okkar af nauðsyn og virðingu gagnvart heimili mannkyns. Á meðan stjórnvöld grípa ekki strax til slíkra aðgerða megum við ekki láta stærð vandamálsins draga úr okkur allan kjark. Margt smátt gerir eitt stórt og hér skiptir máli að sýna samstöðu eins og hefur sýnt að borgi sig síðasta árið. Með því að breyta eigin lifnaðarháttum höfum við áhrif á fólkið sem stendur okkur næst. Jákvæð umhverfishegðun smitar út frá sér, líka litlu skrefin. Kolefnisspor Íslendinga er með því hæsta í heimi. Það eru einfaldar og ódýrar ákvarðanir sem þú getur tekið strax í dag til þess að minnka kolefnissporið og hafa áhrif á hegðun annarra. Í stað þess að kaupa hakk á eftir, prófaðu að nota baunir í staðinn. Skildu bílinn eftir heima þá daga sem hægt er. Ekki henda plastinu í svörtu tunnuna. Verslaðu fleiri notuð föt. Fylgdu @loftslagsverkfall á Instagram til þess að upplýsa þig um stöðu mála. Taktu þátt! #aðgerðirstrax Höfundur er háskólanemi og félagi í Viðreisn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir sýnir BBC þáttaröðina A Year to Change the World sem fylgir ferðum hinnar hugrökku Gretu Thunberg í heilt ár. Thunberg ferðast um víðan völl á skútunni sinni og hittir stjórnmálamenn, fólk sem upplifir áhrif loftslagsbreytinga á eigin skinni og fólk sem berst með einhverjum hætti gegn aukinni mengun. Hún notar sín áhrif í þágu jarðarinnar og ávarpar meðal annars Evrópuþingið og vekur athygli á því að heimurinn uppfylli ekki markmið Parísarsamkomulagsins ef fram heldur sem horfir. Markmið samkomulagsins er að stöðva aukinn útblástur gróðurhúsalofttegunda og koma hnattrænni hlýnun undir 2°C, með 1,5°C sem markmiðið. Núverandi aðgerðir á heimsvísu fullnægja ekki þeim markmiðum en miðað við núverandi aðgerðir væri hnattræn hlýnun yfir 2°C árið 2100. Greta Thunberg vakti heimsathygli árið 2018 þegar hún sleppti því að mæta í skólann, settist fyrir framan þinghúsið í Stokkhólmi og hóf þar fyrsta loftslagsverkfall heimsins. Nemendur víðsvegar um heim gerðu slíkt hið sama, marga föstudaga í röð og hreyfingin kallast Föstudagar fyrir framtíðina. Á Íslandi tóku nemendur einnig upp hanskann fyrir jörðina og tóku þátt í hreyfingunni með vikulegum mótmælum við Austurvöll. Þegar Covid-19 mætti til leiks hafði veiran áhrif á fjölmargt, þar á meðal loftslagsverkföllin. Færri sóttu mótmæli fyrir framan Alþingi, einhverjum mótmælum var aflýst og fréttaflutningur snerist að mestu um Covid og hann Donald Trump. Heimurinn sofnaði á verðinum gagnvart loftslagsvánni fyrir utan þá duglegu aðgerðasinna sem mættu alltaf þegar færi gafst, þá sem héldu áfram að vekja athygli á málefninu og þá sem gerðu sér grein fyrir að um neyðarástand væri að ræða. Kröfur unga fólksins eru skýrar: Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Loftslagsmarkmið verði lögfest. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030. Nú er ég ekki að saka íslensk stjórnvöld um algjört aðgerðaleysi. Engu að síður er það staðreynd að loftslagsmál hafa ekki verið forgangsatriði þessarar ríkisstjórnar eða annarra sem á undan henni komu. Ísland hefur skuldbundið sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda en losunin dregst mjög lítið saman. Síðasta árið fengum við að sjá að þegar metnaður er lagður í verkið þá er hægt að koma á samstöðu þjóðar gegn vágesti og að þjóðin geti verið upplýst um nauðsynlegar aðgerðir til þess að berjast gegn heimsfaraldri. Það sama á að eiga við loftslagsbreytingar. Loftslagsváin er annar heimsfaraldur. Áhrif hennar verða skaðlegri með hverjum deginum sem líður. Ætluð langtímaáhrif eins og hækkun sjávarborðs eru ekki svo fjarlæg fyrir fólk sem býr í lægstu byggðum. Talið er að um 250 milljónir manna verði á flótta vegna loftslagsbreytinga á næstu 30 árum. Fellibyljir, hungursneyð, flóð og bráðnun jökla hérlendis er bara brot af afleiðingum þeirra. Mikil óvissa er um hver og hvenær áhrif loftslagsbreytinga verða hérlendis en ljóst er að bráðnun jökla útsetur okkur fyrir aukinni hættu á úrkomuflóðum og hækkun sjávarmáls. Vaxandi fjöldi rannsókna sýnir að fórnarlömb umhverfisáhættu eru helst minnihlutahópar og fátækt fólk. Loftslagsváin stuðlar bæði að verri heilsu jarðar og auknum ójöfnuði mannkyns. Það er skylda stjórnvalda að bregðast við neyðarástandi og veita þjóðinni leiðsögn um sóttvarnir gegn loftslagsbreytingum. Sömuleiðis ætti það að vera réttur okkar að gagnsæi sé á aðgerðum stjórnvalda. Stjórnvöld eiga að upplýsa með reglulegu millibili hvað sé verið að gera, hvernig spáin lítur út, lögfesta loftslagsmarkmið og lýsa yfir neyðarástandi. Rétt eins og gert er með reglulegum blaðamannafundum vegna Covid-19. Það er óboðlegt að upplýsingar um aðgerðir gegn loftslagsvánni séu ekki aðgengilegar nema með heilmikilli Google-leit og enn þá meiri lögfræðikunnáttu. Tölum mannamál. Sömuleiðis ætti það að vera hlutverk stjórnvalda að upplýsa almenning um þær sóttvarnir sem þarf til þess að berjast gegn loftslagsvánni. Hvati í orðum dugir skammt heldur þarf að hvetja fólk fjárhagslega til þess að lifa grænna lífi. Mörgum finnst oft erfitt að taka umhverfisvænni ákvarðanir í neyslu sinni enda eru óumhverfisvænni kostirnir einnig þeir ódýrustu. Aukinn stuðningur við umhverfisvænar samgöngur, íslenska grænmetisbændur og skattaafsláttur á umhverfisvænna val. Þessir hagrænu hvatar eins og kolefnisgjald geta tekið stóran þátt í því að breyta neysluvenjum okkar af nauðsyn og virðingu gagnvart heimili mannkyns. Á meðan stjórnvöld grípa ekki strax til slíkra aðgerða megum við ekki láta stærð vandamálsins draga úr okkur allan kjark. Margt smátt gerir eitt stórt og hér skiptir máli að sýna samstöðu eins og hefur sýnt að borgi sig síðasta árið. Með því að breyta eigin lifnaðarháttum höfum við áhrif á fólkið sem stendur okkur næst. Jákvæð umhverfishegðun smitar út frá sér, líka litlu skrefin. Kolefnisspor Íslendinga er með því hæsta í heimi. Það eru einfaldar og ódýrar ákvarðanir sem þú getur tekið strax í dag til þess að minnka kolefnissporið og hafa áhrif á hegðun annarra. Í stað þess að kaupa hakk á eftir, prófaðu að nota baunir í staðinn. Skildu bílinn eftir heima þá daga sem hægt er. Ekki henda plastinu í svörtu tunnuna. Verslaðu fleiri notuð föt. Fylgdu @loftslagsverkfall á Instagram til þess að upplýsa þig um stöðu mála. Taktu þátt! #aðgerðirstrax Höfundur er háskólanemi og félagi í Viðreisn.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar