Pepsi Max-deild karla í knattspyrnu hefst annað kvöld með leik Íslandsmeistara Vals og ÍA á Hlíðarenda. Í marki Vals er elsti, reynslumesti og besti markvörður landsins, Hannes Þór Halldórsson. Ef horft er í viðureign þessara liða á síðustu leiktíð, þar sem ÍA fór með 4-1 sigur af hólmi, væri erfitt að sjá hvernig Hannes Þór var langtum besti markvörður deildarinnar á meðan Árni Snær Ólafsson átti erfitt uppdráttar. Það var nú samt raunin þegar leið á mótið. Hannes Þór átti ekki sitt besta tímabil er hann sneri aftur úr atvinnumennsku 2019. Í fyrra sýndi hann gestum og gangandi að það er enginn betri þegar kemur að markvörslu hér á landi. Hannes Þór varð 37 ára á dögunum og er enn aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. Stóð hann í rammanum gegn Þýskalandi og Armeníu í mars en þar var hann að leika landsleiki númer 75 og 76. Það virðist því sem það sé nóg eftir á tanknum hjá þessum magnaða markverði. 3 7 Happy birthday, Hannes Halldórsson pic.twitter.com/s9fJKDBz33— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) April 27, 2021 Það sem er forvitnilegt er að flest lið Pepsi Max-deildarinnar eru með svipaða menn á milli stanganna, sérstaklega toppliðin. Það skyldi því engan undra að sá elsti og reynslumesti sé einnig sá besti. Formúla sem virðist virka Ef við tökum Breiðablik út fyrir sviga þá þurfa markverðir í toppliðum á Íslandi að vera komnir með ákveðna reynslu. Þeir eru allir komnir yfir þrítugt og raunar eru þrír af fjórum nær fertugu heldur en þrítugu. Þeir eru allir með góðan talanda, stýra varnarlínum sínum af röggsemi og eru öflugir þegar kemur að því að grípa fyrirgjafir og stjórna háloftunum. Þeir lesa leikinn vel, eru fínir þegar kemur að skotum utan af velli og eru allir einkar skynsamir þegar boltinn er við fætur þeirra. Ásamt Hannesi Þór er hér um að ræða Harald Björnsson í Stjörnunni, Gunnar Nielsen í FH og Beiti Ólafsson í KR. Haraldur er fæddur 1989 á meðan hinir tveir eru fæddir 1986. Enginn af þessum fjórum markvörðum verður talinn fótfimur og litlar sem engar líkur eru á að þeir væru beðnir um að leika Ren McCormack ef Footloose væri setti í íslenskan búning. Haraldur Björnsson markvörður Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét Ólíkt Haraldi þá áttu bæði Gunnar og Beitir erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð og horfðu lið þeirra til Gróttu í vetur er þau föluðust eftir kröftum Hákons Rafns Valdimarssonar. Hann fór á endanum til Elfsborg í Svíþjóð. Breiðablik sker sig úr Anton Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks, sker sig úr á marga vegu. Til að byrja með er hann aðeins 26 ára gamall. Þá er það öllum ljóst að Breiðablik spilar ólíkan bolta en önnur topplið landsins. Þar af leiðandi lendir Anton Ari í allskyns aðstæðum sem hinn hefðbundni íslenski markvörður er ef til vill ekki vanur. Þannig kom það allavega fyrir sjónir á síðustu leiktíð. Það kom fyrir að það sem Blikar lögðu upp með gekk ekki upp en reikna má með því að liðið hafi nýtt undirbúningstímabilið til að lagfæra það sem betur má fara. Anton Ari var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Vals 2017 og 2018 áður en Hannes Þór kom heim. Hann sat mest megnis á bekknum 2019 og var svo líkt og aðrir markverðir landsins í skugga Hannesar á síðustu leiktíð. Hver veit nema nú sé komið að skuldadögum og Anton bjóði þeim elsta upp í dans sem hann vill ekki stíga. Anton Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks.Vísir/Vilhelm Svipa til markvarðanna að ofan Ef við færum okkur neðar í töfluna þá komum við að Ingvari Jónssyni (f. 1989) hjá Víking og Árna Snæ (f. 1991) hjá ÍA. Ingvar fer í sama flokk og hinir fjórir hér að ofan þó hann hafi ekki sýnt sitt rétta andlit í fyrra. Árni Snær átti einnig erfitt uppdráttar í fyrra þrátt fyrir að vera sá markvörður sem varði flest skot í deildinni. Hann fær vonandi meiri aðstoð frá liðsfélögum sínum í ár. Arnar Freyr Ólafsson (f. 1993) hefur staðið vaktina með prýði síðan HK komst upp í Pepsi Max-deildina á nýjan leik. Svipar mjög til bestu markvarða landsins og gæti komið til greina þegar þau huga að endurnýjun. Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK.Vísir/Bára Dröfn Kristijan Jajalo (f. 1993) er einn af tveimur erlendum markvörðum deildarinnar í ár. Er að fara inn í sitt sjötta tímabil hér á landi. Hefur sýnt að hann er mjög traustur markvörður og hafði fullt traust Arnars Grétarssonar hjá KA áður en hann handarbrotnaði á dögunum. Það er mikið högg fyrir Akureyringa. Guy Smit (f. 1996) er hinn erlendi markvörður deildarinnar. Mun hann verja mark nýliða Leiknis Reykjavíkur í sumar. Stóð vaktina vel á síðustu leiktíð í sókndjörfu liði Leiknis. Nú er annað upp á teningnum og ljóst að Leiknir mun eyða mun meiri tíma inn í eigin vítateig heldur en á síðustu leiktíð. Ungir en með mikla reynslu Aron Snær Friðriksson hjá Fylki og Sindri Kristinn Ólafsson hjá Keflavík (báðir f. 1997) eru yngstu markverðir deildarinnar. Þeir hafa báðir spilað töluvert þrátt fyrir ungan aldur. Aron Snær er að fara inn í sitt fjórða tímabil í efstu deild og hefur því safnað ágætis reynslu á meðan Sindri Kristinn hefur á sama tíma flakkað með Keflavík milli deilda. Hann vill eflaust búa til betri minningar en þegar Keflavík kolféll 2018. Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur.vísir/ernir Þó það sé í fljótu bragði erfitt að sjá hver ætlar að skáka Hannesi þá er aldrei að vita hverju keppinautar hans taka upp á. Deildin er smekkfull af hæfileikaríkum og öflugum markvörðum. Nú er bara að bíða og sjá hver stelur sviðljósinu. Mögulega gerir Árni Snær það aftur á Hlíðarenda en leikur Vals og ÍA hefst klukkan 20:00 á morgun og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti
Ef horft er í viðureign þessara liða á síðustu leiktíð, þar sem ÍA fór með 4-1 sigur af hólmi, væri erfitt að sjá hvernig Hannes Þór var langtum besti markvörður deildarinnar á meðan Árni Snær Ólafsson átti erfitt uppdráttar. Það var nú samt raunin þegar leið á mótið. Hannes Þór átti ekki sitt besta tímabil er hann sneri aftur úr atvinnumennsku 2019. Í fyrra sýndi hann gestum og gangandi að það er enginn betri þegar kemur að markvörslu hér á landi. Hannes Þór varð 37 ára á dögunum og er enn aðalmarkvörður íslenska landsliðsins. Stóð hann í rammanum gegn Þýskalandi og Armeníu í mars en þar var hann að leika landsleiki númer 75 og 76. Það virðist því sem það sé nóg eftir á tanknum hjá þessum magnaða markverði. 3 7 Happy birthday, Hannes Halldórsson pic.twitter.com/s9fJKDBz33— UEFA EURO 2020 (@EURO2020) April 27, 2021 Það sem er forvitnilegt er að flest lið Pepsi Max-deildarinnar eru með svipaða menn á milli stanganna, sérstaklega toppliðin. Það skyldi því engan undra að sá elsti og reynslumesti sé einnig sá besti. Formúla sem virðist virka Ef við tökum Breiðablik út fyrir sviga þá þurfa markverðir í toppliðum á Íslandi að vera komnir með ákveðna reynslu. Þeir eru allir komnir yfir þrítugt og raunar eru þrír af fjórum nær fertugu heldur en þrítugu. Þeir eru allir með góðan talanda, stýra varnarlínum sínum af röggsemi og eru öflugir þegar kemur að því að grípa fyrirgjafir og stjórna háloftunum. Þeir lesa leikinn vel, eru fínir þegar kemur að skotum utan af velli og eru allir einkar skynsamir þegar boltinn er við fætur þeirra. Ásamt Hannesi Þór er hér um að ræða Harald Björnsson í Stjörnunni, Gunnar Nielsen í FH og Beiti Ólafsson í KR. Haraldur er fæddur 1989 á meðan hinir tveir eru fæddir 1986. Enginn af þessum fjórum markvörðum verður talinn fótfimur og litlar sem engar líkur eru á að þeir væru beðnir um að leika Ren McCormack ef Footloose væri setti í íslenskan búning. Haraldur Björnsson markvörður Stjörnunnar.Vísir/Hulda Margrét Ólíkt Haraldi þá áttu bæði Gunnar og Beitir erfitt uppdráttar á síðustu leiktíð og horfðu lið þeirra til Gróttu í vetur er þau föluðust eftir kröftum Hákons Rafns Valdimarssonar. Hann fór á endanum til Elfsborg í Svíþjóð. Breiðablik sker sig úr Anton Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks, sker sig úr á marga vegu. Til að byrja með er hann aðeins 26 ára gamall. Þá er það öllum ljóst að Breiðablik spilar ólíkan bolta en önnur topplið landsins. Þar af leiðandi lendir Anton Ari í allskyns aðstæðum sem hinn hefðbundni íslenski markvörður er ef til vill ekki vanur. Þannig kom það allavega fyrir sjónir á síðustu leiktíð. Það kom fyrir að það sem Blikar lögðu upp með gekk ekki upp en reikna má með því að liðið hafi nýtt undirbúningstímabilið til að lagfæra það sem betur má fara. Anton Ari var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Vals 2017 og 2018 áður en Hannes Þór kom heim. Hann sat mest megnis á bekknum 2019 og var svo líkt og aðrir markverðir landsins í skugga Hannesar á síðustu leiktíð. Hver veit nema nú sé komið að skuldadögum og Anton bjóði þeim elsta upp í dans sem hann vill ekki stíga. Anton Ari Einarsson, markvörður Breiðabliks.Vísir/Vilhelm Svipa til markvarðanna að ofan Ef við færum okkur neðar í töfluna þá komum við að Ingvari Jónssyni (f. 1989) hjá Víking og Árna Snæ (f. 1991) hjá ÍA. Ingvar fer í sama flokk og hinir fjórir hér að ofan þó hann hafi ekki sýnt sitt rétta andlit í fyrra. Árni Snær átti einnig erfitt uppdráttar í fyrra þrátt fyrir að vera sá markvörður sem varði flest skot í deildinni. Hann fær vonandi meiri aðstoð frá liðsfélögum sínum í ár. Arnar Freyr Ólafsson (f. 1993) hefur staðið vaktina með prýði síðan HK komst upp í Pepsi Max-deildina á nýjan leik. Svipar mjög til bestu markvarða landsins og gæti komið til greina þegar þau huga að endurnýjun. Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK.Vísir/Bára Dröfn Kristijan Jajalo (f. 1993) er einn af tveimur erlendum markvörðum deildarinnar í ár. Er að fara inn í sitt sjötta tímabil hér á landi. Hefur sýnt að hann er mjög traustur markvörður og hafði fullt traust Arnars Grétarssonar hjá KA áður en hann handarbrotnaði á dögunum. Það er mikið högg fyrir Akureyringa. Guy Smit (f. 1996) er hinn erlendi markvörður deildarinnar. Mun hann verja mark nýliða Leiknis Reykjavíkur í sumar. Stóð vaktina vel á síðustu leiktíð í sókndjörfu liði Leiknis. Nú er annað upp á teningnum og ljóst að Leiknir mun eyða mun meiri tíma inn í eigin vítateig heldur en á síðustu leiktíð. Ungir en með mikla reynslu Aron Snær Friðriksson hjá Fylki og Sindri Kristinn Ólafsson hjá Keflavík (báðir f. 1997) eru yngstu markverðir deildarinnar. Þeir hafa báðir spilað töluvert þrátt fyrir ungan aldur. Aron Snær er að fara inn í sitt fjórða tímabil í efstu deild og hefur því safnað ágætis reynslu á meðan Sindri Kristinn hefur á sama tíma flakkað með Keflavík milli deilda. Hann vill eflaust búa til betri minningar en þegar Keflavík kolféll 2018. Sindri Kristinn Ólafsson, markvörður Keflavíkur.vísir/ernir Þó það sé í fljótu bragði erfitt að sjá hver ætlar að skáka Hannesi þá er aldrei að vita hverju keppinautar hans taka upp á. Deildin er smekkfull af hæfileikaríkum og öflugum markvörðum. Nú er bara að bíða og sjá hver stelur sviðljósinu. Mögulega gerir Árni Snær það aftur á Hlíðarenda en leikur Vals og ÍA hefst klukkan 20:00 á morgun og er að sjálfsögðu í beinni útsendingu Stöð 2 Sport.