Við tókum púlsinn Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 27. apríl 2021 09:01 Festa árið 2020 Heimsfaraldurinn COVID-19 hafði áhrif á starfsemi Festu líkt og annarra. Við héldum mest megnis til í netheimum í fjölmörgum gjöfulum samtölum, flestir viðburðir sem við héldum og samfélagsmiðlar Festu voru svo að segja rauðglóandi og fjölsóttir. Viðburðir voru ekki eins margir og árið áður, eðli málsins samkvæmt, en þeir voru mjög vel sóttir. Við sniðum miðlun og fræðslu eftir aðstæðum, við tókum púlsinn reglulega með aðildarfélögum okkar á áhrif faraldursins á rekstur, vinnustaðinn og markmið í sjálfbærni. Við nýttum andrýmið og áhrif faraldursins til að kafa ofan í breytingar í heiminum og tálga sýn okkar á það hvernig Festa gæti sem best komið að gagni á þessum ólgutímum. Hvernig getum við, sem brúarsmiður, auðveldari og kröftugt leiðarljós um sjálfbærni, gert sem mest gagn í núverandi ástandi? Við hugsuðum langt fram í tímann, við greindum áskoranir og tækifæri hvað sjálfbæra framtíð varðar í ljósi stöðunnar og söfnuðum liði til að undirbúa mikilvæg skref fyrir komandi ár og áratug. Mikilvæg skref og áskoranir Eitt af þessum skrefum var Viljayfirlýsing um fjárfestingar í þágu sjálfbærra fjárfestinga, í samstarfi við forsætisráðuneytið, Samtök fjármálafyrirtækja og Landssamband lífeyrissjóða. Ef öllu fjármagni væri veitt í starfsemi sem er uppbyggileg fyrir fólk og plánetu væri sjálfbærni og hringrásarhagkerfið norm. Með þessa hugsun að leiðarljósi varð það að veruleika að forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands og aðilar sem fara fyrir hátt í 80% af eignum á íslenskum fjármálamarkaði, skrifuðu undir Viljayfirlýsingu um sjálfbærar fjárfestingar þann 25. september sl. Í upphafi faraldursins settum við okkur í þær stellingar að vona það besta en búa okkur undir það versta hvað rekstrarskilyrði Festu varðar. Það kom fljótt í ljós að heimsfaraldurinn færði nær fólki alþjóðlegar áskoranir eins og loftslagsvána, versnandi stöðu jarðarinnar og villtrar náttúru, vaxandi ójöfnuð og fátækt. Áherslur á sjálfbærni í laga- og reglugerð, þróun mælikvarða og stefnumótun leiðandi aðila á alþjóðlegum markaði tók risastökk. Greinaskrif og umræður um mikilvægi þess að umbreyta hagkerfum og viðskiptamódelum úr ósjálfbærum í sjálfbær fengu stóraukinn slagkraft, og aldrei fyrr hefur áhugi á fjárfestingum með sjálfbærni að leiðarljósi verið eins mikill og skilað jafn jákvæðri afkomu eins og á árinu 2020. Sjálfbærni og íslenskt atvinnulíf Íslenskt atvinnulíf fór ekki varhuga af þessari þróun og á árinu bættust við 33 ný aðildarfélög í Festu. Á síðastliðnum tveimur árum hefur aðildarfélögum í Festu fjölgað um rúmlega 50%. Á Janúarráðstefnu Festu í upphafi þessa árs, sem bar yfirskiftina Nýtt Upphaf, horfði því sem nemur 1% af íslensku þjóðinni í beinni útsendingu á fimm fjölmiðlum og facebook síðu Festu. Á einni viku höfðu 8000 manns horft á ráðstefnuna. Áhuginn er greinilega mjög mikill og skilaboðin eru skýr: Sjálfbær rekstur er risavaxið viðskiptatækifæri og eina leiðin að bjartri framtíð fyrir komandi kynslóðir. Að vera þátttakandi í fræðslu- og þekkingarsamfélagi eins og Festu felur í sér mikinn ávinning fyrir þá sem vilja læra hratt og vera leiðandi. Vera með puttann á púlsinum þegar kemur að hröðum breytingum á viðskiptamódelum, örri þróun laga og reglna, ekki síður en mælingum á sjálfbærni, eða viðhorfum neytenda og kröfum fjárfesta. Að virkja bæði hugvit og erindi Festa heldur áfram að vinna markvisst með og læra af ungu fólki, að byggja upp leiðtogafærni þeirra og þekkingu á sviði sjálfbærni og við erum lánsöm að fá að njóta krafta þeirra eins og raun ber vitni. Það má segja að yfirskrift Janúarráðstefnunnar árið 2020 í Hörpunni hafi slegið tóninn – Sóknarfæri á tímum Alkemíu. Hún vísar í sköpunarkraft manneskjunnar og getuna til að endurhugsa og skapa verðmæti við erfiðar aðstæður, sem og að umbreyta ferlum, vörum og hugarfari í sátt við jörð, fólk og komandi kynslóðir. Árið 2020 sýndi okkur, svo ekki verður um villst, að við getum ekki bara breytt hegðun okkar hratt og unnið samstillt að settu marki, heldur að vísindaleg þekking og tækni hefur burði til að leysa risavaxnar áskoranir samtímans á meiri hraða en okkur óraði fyrir. Þetta er von-gefandi, því án þessarar getu erum við í vondum málum. Í ljósi landamæralausra áskorana sem við okkur blasa, breytinga og einstakra tækifæra til að virkja bæði hugvit og erindi, fögnum við hjá Festu því að slíkur slagkraftur skuli vera í okkar samfélagi. Ársskýrslu Festu 2020 sem nálgast á heimasíðu Festu. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrund Gunnsteinsdóttir Samfélagsleg ábyrgð Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Festa árið 2020 Heimsfaraldurinn COVID-19 hafði áhrif á starfsemi Festu líkt og annarra. Við héldum mest megnis til í netheimum í fjölmörgum gjöfulum samtölum, flestir viðburðir sem við héldum og samfélagsmiðlar Festu voru svo að segja rauðglóandi og fjölsóttir. Viðburðir voru ekki eins margir og árið áður, eðli málsins samkvæmt, en þeir voru mjög vel sóttir. Við sniðum miðlun og fræðslu eftir aðstæðum, við tókum púlsinn reglulega með aðildarfélögum okkar á áhrif faraldursins á rekstur, vinnustaðinn og markmið í sjálfbærni. Við nýttum andrýmið og áhrif faraldursins til að kafa ofan í breytingar í heiminum og tálga sýn okkar á það hvernig Festa gæti sem best komið að gagni á þessum ólgutímum. Hvernig getum við, sem brúarsmiður, auðveldari og kröftugt leiðarljós um sjálfbærni, gert sem mest gagn í núverandi ástandi? Við hugsuðum langt fram í tímann, við greindum áskoranir og tækifæri hvað sjálfbæra framtíð varðar í ljósi stöðunnar og söfnuðum liði til að undirbúa mikilvæg skref fyrir komandi ár og áratug. Mikilvæg skref og áskoranir Eitt af þessum skrefum var Viljayfirlýsing um fjárfestingar í þágu sjálfbærra fjárfestinga, í samstarfi við forsætisráðuneytið, Samtök fjármálafyrirtækja og Landssamband lífeyrissjóða. Ef öllu fjármagni væri veitt í starfsemi sem er uppbyggileg fyrir fólk og plánetu væri sjálfbærni og hringrásarhagkerfið norm. Með þessa hugsun að leiðarljósi varð það að veruleika að forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands og aðilar sem fara fyrir hátt í 80% af eignum á íslenskum fjármálamarkaði, skrifuðu undir Viljayfirlýsingu um sjálfbærar fjárfestingar þann 25. september sl. Í upphafi faraldursins settum við okkur í þær stellingar að vona það besta en búa okkur undir það versta hvað rekstrarskilyrði Festu varðar. Það kom fljótt í ljós að heimsfaraldurinn færði nær fólki alþjóðlegar áskoranir eins og loftslagsvána, versnandi stöðu jarðarinnar og villtrar náttúru, vaxandi ójöfnuð og fátækt. Áherslur á sjálfbærni í laga- og reglugerð, þróun mælikvarða og stefnumótun leiðandi aðila á alþjóðlegum markaði tók risastökk. Greinaskrif og umræður um mikilvægi þess að umbreyta hagkerfum og viðskiptamódelum úr ósjálfbærum í sjálfbær fengu stóraukinn slagkraft, og aldrei fyrr hefur áhugi á fjárfestingum með sjálfbærni að leiðarljósi verið eins mikill og skilað jafn jákvæðri afkomu eins og á árinu 2020. Sjálfbærni og íslenskt atvinnulíf Íslenskt atvinnulíf fór ekki varhuga af þessari þróun og á árinu bættust við 33 ný aðildarfélög í Festu. Á síðastliðnum tveimur árum hefur aðildarfélögum í Festu fjölgað um rúmlega 50%. Á Janúarráðstefnu Festu í upphafi þessa árs, sem bar yfirskiftina Nýtt Upphaf, horfði því sem nemur 1% af íslensku þjóðinni í beinni útsendingu á fimm fjölmiðlum og facebook síðu Festu. Á einni viku höfðu 8000 manns horft á ráðstefnuna. Áhuginn er greinilega mjög mikill og skilaboðin eru skýr: Sjálfbær rekstur er risavaxið viðskiptatækifæri og eina leiðin að bjartri framtíð fyrir komandi kynslóðir. Að vera þátttakandi í fræðslu- og þekkingarsamfélagi eins og Festu felur í sér mikinn ávinning fyrir þá sem vilja læra hratt og vera leiðandi. Vera með puttann á púlsinum þegar kemur að hröðum breytingum á viðskiptamódelum, örri þróun laga og reglna, ekki síður en mælingum á sjálfbærni, eða viðhorfum neytenda og kröfum fjárfesta. Að virkja bæði hugvit og erindi Festa heldur áfram að vinna markvisst með og læra af ungu fólki, að byggja upp leiðtogafærni þeirra og þekkingu á sviði sjálfbærni og við erum lánsöm að fá að njóta krafta þeirra eins og raun ber vitni. Það má segja að yfirskrift Janúarráðstefnunnar árið 2020 í Hörpunni hafi slegið tóninn – Sóknarfæri á tímum Alkemíu. Hún vísar í sköpunarkraft manneskjunnar og getuna til að endurhugsa og skapa verðmæti við erfiðar aðstæður, sem og að umbreyta ferlum, vörum og hugarfari í sátt við jörð, fólk og komandi kynslóðir. Árið 2020 sýndi okkur, svo ekki verður um villst, að við getum ekki bara breytt hegðun okkar hratt og unnið samstillt að settu marki, heldur að vísindaleg þekking og tækni hefur burði til að leysa risavaxnar áskoranir samtímans á meiri hraða en okkur óraði fyrir. Þetta er von-gefandi, því án þessarar getu erum við í vondum málum. Í ljósi landamæralausra áskorana sem við okkur blasa, breytinga og einstakra tækifæra til að virkja bæði hugvit og erindi, fögnum við hjá Festu því að slíkur slagkraftur skuli vera í okkar samfélagi. Ársskýrslu Festu 2020 sem nálgast á heimasíðu Festu. Höfundur er framkvæmdastjóri Festu.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun