Fólk afþakkar AstraZeneca en Þórólfur segir ekkert að óttast Sunna Karen Sigurþórsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 26. apríl 2021 20:01 Þórólfur Guðnason segir marga hikandi við að taka við bóluefni AstraZeneca en hann ætlar sjálfur að þyggja það. Vísir Dæmi eru um að fólk afþakki bóluefni frá AstraZeneca en sóttvarnalæknir segir ekkert að óttast og mun sjálfur þiggja bóluefni frá framleiðandanum í vikunni. Mikið álag hefur verið á símkerfi almannavarna vegna áhyggja fólks af bóluefninu. Sex greindust með kórónuveiruna í gær og voru allir utan sóttkvíar. Vegur þar þyngst hópsmit sem kom upp í útgerðarfyrirtækinu Ramma en þar greindust fjórir starfsmenn landvinnslunnar í gærkvöldi. Unnið er að smitrakningu en tveir þeirra búa í Árborg og hinir í Ölfusi. „En við höfum ekki enn þurft að grípa til neinna lokana og erum enn að vona að þetta sé minna útbreitt en orðið hefði ef ekki hefði strax verið gripið til aðgerða,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Þá verður met slegið í bólusetningum í vikunni þegar ríflega 23 þúsund manns fá sprautu. Nokkuð hefur borið á áhyggjum vegna bóluefnis AstraZeneca, sem hefur verið í fréttum vegna tilfella um blóðtappa. „Það er ósköp eðlilegt að fólk hafi áhyggjur af þessu AstraZeneca bóluefni, það er búið að vera mikið í umræðunni og það er búið að vera mikið rætt um það í tengslum við blóðsega og blæðingavandamál. En þegar málið er gert upp eru þessi blóðsega og blæðingarvandamál eftir AstraZeneca bóluefnið mjög sjaldgæf,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Fólk eldra en sextíu ára fær bóluefnið en ekki konur undir 55 ára. Þórólfur segir að búið sé að velja út þann hóp sem sé í eins lítilli áhættu og mögulegt er. „Ég tel að bóluefnið sé öruggt og mjög virkt,“ segir Þórólfur. Mjög margir hikandi með að taka AstraZeneca Þórólfur segir að mikið álag hafi verið á símkerfið síðustu daga. „Við vitum ekki nákvæmlega hversu margir hafa afþakkað það en það eru margir sem eru hikandi núna,“ segir Þórólfur. Danir hyggjast ekki nota bóluefnið og Norðmenn hafa gefið sér frest til að ákveða það, að „Það eru bara tvær þjóðir sem hafa stoppað að nota þetta bóluefni, það eru Danir og Norðmenn. Allar aðrar þjóðir halda áfram að nota það og hví skyldum við ekki fara eftir þeim, þessum mikla meirihluta sem hefur skoðað þetta? Ég held að það sé skynsamlegra.“ Verður þú ekki sjálfur bólusettur með AstraZeneca í vikunni? „Jú, með AstraZeneca og það er ekkert hik á mér í því.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Í guðanabænum þiggið björgina og látið bólusetja ykkur“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vera næstum hættulaust og hvetur hann fólk „í guðanabænum“ til að þiggja bóluefni AstraZeneca. Sjálfur hafi hann fengið bóluefnið fyrir nokkrum vikum og hafi ekki hlotið nokkurn skaða af. 26. apríl 2021 19:19 104 þúsund Íslendinga fengið einn skammt næstu helgi Í þessari viku munu um 23 þúsund einstaklingar fá fyrri bóluefnaskammt við Covid-19 en í heildina verða 25 þúsund skammtar gefnir í vikunni. Notuð verða bóluefnin frá Pfizer, AstraZeneca og Janssen. 26. apríl 2021 08:55 Þórólfur bólusettur með AstraZeneca í vikunni Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að bólusetningar vegna kórónuveirunnar hafi gengið mjög vel hér á landi alveg frá upphafi. Það eina sem hafi staðið á er að fá nægilegt bóluefni til landsins. „Strax og við fáum meira þá er hægt að gefa í. Það er bara þannig og það er mjög ánægjulegt.“ 26. apríl 2021 08:23 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Sjá meira
Sex greindust með kórónuveiruna í gær og voru allir utan sóttkvíar. Vegur þar þyngst hópsmit sem kom upp í útgerðarfyrirtækinu Ramma en þar greindust fjórir starfsmenn landvinnslunnar í gærkvöldi. Unnið er að smitrakningu en tveir þeirra búa í Árborg og hinir í Ölfusi. „En við höfum ekki enn þurft að grípa til neinna lokana og erum enn að vona að þetta sé minna útbreitt en orðið hefði ef ekki hefði strax verið gripið til aðgerða,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Þá verður met slegið í bólusetningum í vikunni þegar ríflega 23 þúsund manns fá sprautu. Nokkuð hefur borið á áhyggjum vegna bóluefnis AstraZeneca, sem hefur verið í fréttum vegna tilfella um blóðtappa. „Það er ósköp eðlilegt að fólk hafi áhyggjur af þessu AstraZeneca bóluefni, það er búið að vera mikið í umræðunni og það er búið að vera mikið rætt um það í tengslum við blóðsega og blæðingavandamál. En þegar málið er gert upp eru þessi blóðsega og blæðingarvandamál eftir AstraZeneca bóluefnið mjög sjaldgæf,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Fólk eldra en sextíu ára fær bóluefnið en ekki konur undir 55 ára. Þórólfur segir að búið sé að velja út þann hóp sem sé í eins lítilli áhættu og mögulegt er. „Ég tel að bóluefnið sé öruggt og mjög virkt,“ segir Þórólfur. Mjög margir hikandi með að taka AstraZeneca Þórólfur segir að mikið álag hafi verið á símkerfið síðustu daga. „Við vitum ekki nákvæmlega hversu margir hafa afþakkað það en það eru margir sem eru hikandi núna,“ segir Þórólfur. Danir hyggjast ekki nota bóluefnið og Norðmenn hafa gefið sér frest til að ákveða það, að „Það eru bara tvær þjóðir sem hafa stoppað að nota þetta bóluefni, það eru Danir og Norðmenn. Allar aðrar þjóðir halda áfram að nota það og hví skyldum við ekki fara eftir þeim, þessum mikla meirihluta sem hefur skoðað þetta? Ég held að það sé skynsamlegra.“ Verður þú ekki sjálfur bólusettur með AstraZeneca í vikunni? „Jú, með AstraZeneca og það er ekkert hik á mér í því.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Í guðanabænum þiggið björgina og látið bólusetja ykkur“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vera næstum hættulaust og hvetur hann fólk „í guðanabænum“ til að þiggja bóluefni AstraZeneca. Sjálfur hafi hann fengið bóluefnið fyrir nokkrum vikum og hafi ekki hlotið nokkurn skaða af. 26. apríl 2021 19:19 104 þúsund Íslendinga fengið einn skammt næstu helgi Í þessari viku munu um 23 þúsund einstaklingar fá fyrri bóluefnaskammt við Covid-19 en í heildina verða 25 þúsund skammtar gefnir í vikunni. Notuð verða bóluefnin frá Pfizer, AstraZeneca og Janssen. 26. apríl 2021 08:55 Þórólfur bólusettur með AstraZeneca í vikunni Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að bólusetningar vegna kórónuveirunnar hafi gengið mjög vel hér á landi alveg frá upphafi. Það eina sem hafi staðið á er að fá nægilegt bóluefni til landsins. „Strax og við fáum meira þá er hægt að gefa í. Það er bara þannig og það er mjög ánægjulegt.“ 26. apríl 2021 08:23 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Sjá meira
„Í guðanabænum þiggið björgina og látið bólusetja ykkur“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vera næstum hættulaust og hvetur hann fólk „í guðanabænum“ til að þiggja bóluefni AstraZeneca. Sjálfur hafi hann fengið bóluefnið fyrir nokkrum vikum og hafi ekki hlotið nokkurn skaða af. 26. apríl 2021 19:19
104 þúsund Íslendinga fengið einn skammt næstu helgi Í þessari viku munu um 23 þúsund einstaklingar fá fyrri bóluefnaskammt við Covid-19 en í heildina verða 25 þúsund skammtar gefnir í vikunni. Notuð verða bóluefnin frá Pfizer, AstraZeneca og Janssen. 26. apríl 2021 08:55
Þórólfur bólusettur með AstraZeneca í vikunni Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að bólusetningar vegna kórónuveirunnar hafi gengið mjög vel hér á landi alveg frá upphafi. Það eina sem hafi staðið á er að fá nægilegt bóluefni til landsins. „Strax og við fáum meira þá er hægt að gefa í. Það er bara þannig og það er mjög ánægjulegt.“ 26. apríl 2021 08:23