Ætla að gefa 60 milljónir skammta af bóluefni AstraZeneca Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. apríl 2021 21:27 Joe Biden Bandaríkjaforseti. getty/Chip Somodevilla Bandarísk stjórnvöld hyggjast deila 60 milljón skömmtum af bóluefni AstraZeneca með öðrum ríkjum á næstu mánuðum. Bóluefninu verður dreift til annarra landa um leið og nægar byrgðir eru til af því að sögn Hvíta hússins. Bóluefni AstraZeneca hefur þegar verið gefið víða um heim en enn hefur lyfjaeftirlit Bandaríkjanna ekki veitt efninu markaðsleyfi. Þrátt fyrir það hefur ríkið verið að safna birgðum af bóluefninu. Bandaríkin, sem hafa tryggt sér mun fleiri skammta af bóluefnum gegn Covid-19 en þau þurfa sjálf, hafa verið beitt miklum þrýstingi til að deila bóluefnaskömmtunum sem þau hafa tryggt sér. Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því í síðasta mánuði að gefa Mexíkó og Kanada alls fjórar milljónir skammta af AstraZeneca bóluefninu. Bæði ríkin hafa þegar veitt bóluefninu markaðsleyfi. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu frá því í dag segir að um leið og bóluefni AstraZeneca verði veitt markaðsleyfi muni tíu milljónir bóluefnaskammta fara í dreifingu í Bandaríkjunum. Þá eiga Bandaríkin von á fimmtíu milljónum skammta til viðbótar. Jan Psaki, talskona Hvíta hússins, sagði á blaðamannafundi í dag að starfsmenn lyfjaeftirlits Bandaríkjanna muni gera öryggisprófanir á bóluefninu áður en það verði sent til annarra ríkja. Þá tilkynntu bandarísk yfirvöld á dögunum að þau hyggist gefa indverskum bóluefnaframleiðendum hráefni í framleiðslu bóluefnis en ástandið á Indlandi er um þessar mundir grafalvarlegt. Sjúkrahús hafa ekki í við fjölda sjúklinga og súrefni er af skornum skammti. Biden lofaði einnig í símtali í dag við forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, að Bandaríkin myndu bregðast við neyðinni á Indlandi. Hyggst hann senda „súrefnistengdar vörur, hráefni í bóluefni og önnur aðföng“ til Indlands. Bandaríkin Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Koma Indverjum til aðstoðar Fjöldi ríkja kemur nú Indverjum til aðstoðar en kórónuveirufaraldurinn er í hæstu hæðum í þessu næstfjölmennasta landi heims. 26. apríl 2021 20:01 350.000 greindust með Covid-19 á Indlandi í gær og 2.500 létust Bretar, Bandaríkjamenn og Evrópusambandið undirbúa nú aðstoð til handa Indverjum en kórónuveirufaraldurinn er nú á háalvarlegu stigi í landinu. Tæplega þrjúhundruð og fimmtíuþúsund manns greindust smituð þar í gær og um 2.500 létust. 26. apríl 2021 07:30 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Bóluefni AstraZeneca hefur þegar verið gefið víða um heim en enn hefur lyfjaeftirlit Bandaríkjanna ekki veitt efninu markaðsleyfi. Þrátt fyrir það hefur ríkið verið að safna birgðum af bóluefninu. Bandaríkin, sem hafa tryggt sér mun fleiri skammta af bóluefnum gegn Covid-19 en þau þurfa sjálf, hafa verið beitt miklum þrýstingi til að deila bóluefnaskömmtunum sem þau hafa tryggt sér. Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því í síðasta mánuði að gefa Mexíkó og Kanada alls fjórar milljónir skammta af AstraZeneca bóluefninu. Bæði ríkin hafa þegar veitt bóluefninu markaðsleyfi. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu frá því í dag segir að um leið og bóluefni AstraZeneca verði veitt markaðsleyfi muni tíu milljónir bóluefnaskammta fara í dreifingu í Bandaríkjunum. Þá eiga Bandaríkin von á fimmtíu milljónum skammta til viðbótar. Jan Psaki, talskona Hvíta hússins, sagði á blaðamannafundi í dag að starfsmenn lyfjaeftirlits Bandaríkjanna muni gera öryggisprófanir á bóluefninu áður en það verði sent til annarra ríkja. Þá tilkynntu bandarísk yfirvöld á dögunum að þau hyggist gefa indverskum bóluefnaframleiðendum hráefni í framleiðslu bóluefnis en ástandið á Indlandi er um þessar mundir grafalvarlegt. Sjúkrahús hafa ekki í við fjölda sjúklinga og súrefni er af skornum skammti. Biden lofaði einnig í símtali í dag við forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, að Bandaríkin myndu bregðast við neyðinni á Indlandi. Hyggst hann senda „súrefnistengdar vörur, hráefni í bóluefni og önnur aðföng“ til Indlands.
Bandaríkin Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Koma Indverjum til aðstoðar Fjöldi ríkja kemur nú Indverjum til aðstoðar en kórónuveirufaraldurinn er í hæstu hæðum í þessu næstfjölmennasta landi heims. 26. apríl 2021 20:01 350.000 greindust með Covid-19 á Indlandi í gær og 2.500 létust Bretar, Bandaríkjamenn og Evrópusambandið undirbúa nú aðstoð til handa Indverjum en kórónuveirufaraldurinn er nú á háalvarlegu stigi í landinu. Tæplega þrjúhundruð og fimmtíuþúsund manns greindust smituð þar í gær og um 2.500 létust. 26. apríl 2021 07:30 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Sjá meira
Koma Indverjum til aðstoðar Fjöldi ríkja kemur nú Indverjum til aðstoðar en kórónuveirufaraldurinn er í hæstu hæðum í þessu næstfjölmennasta landi heims. 26. apríl 2021 20:01
350.000 greindust með Covid-19 á Indlandi í gær og 2.500 létust Bretar, Bandaríkjamenn og Evrópusambandið undirbúa nú aðstoð til handa Indverjum en kórónuveirufaraldurinn er nú á háalvarlegu stigi í landinu. Tæplega þrjúhundruð og fimmtíuþúsund manns greindust smituð þar í gær og um 2.500 létust. 26. apríl 2021 07:30
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent