Æfir yfir ímynduðum takmörkunum Bidens á kjötneyslu Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2021 09:06 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ekki lagt fram áætlanir um að skikka Bandaríkjamenn til að draga úr kjötneyslu. AP/Andrew Harnik Repúblikanar hafa lýst yfir miklum áhyggjum undanfarna daga af því að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ætli að banna fólki að borða hamborgara. Hann ætli að skera neyslu kjöts niður um 90 prósent fyrir árið 2030. Áköll um að Biden haldi sig frá eldhúsum Bandaríkjamanna heyrðust um helgina frá áhrifamiklum íhaldsmönnum, þingmönnum, ríkisstjórum og jafnvel í fjölmiðlum. Sérstaklega í þáttum Fox News um helgina. Meðal þeirra sem tjáðu sig var umdeilda þingkonan Lauren Boebert. Joe Biden s climate plan includes cutting 90% of red meat from our diets by 2030. They want to limit us to about four pounds a year. Why doesn t Joe stay out of my kitchen?— Lauren Boebert (@laurenboebert) April 24, 2021 Sjónvarpsmaðurinn Larry Kudlow á Fox, sem starfaði áður sem efnahagsráðgjafi Donalds Trumps, varaði við því um helgina að Bandaríkjamönnum yrði bannað að borða hamborgara og steikur á 4. júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. Þess í stað yrðu þeir að grilla grænmeti og yrðu þvingaðir til að drekka bjór sem gerður væri úr einhverskonar plöntum, eins og bjór er yfirleitt gerður. Nokkrir aðrir þáttastjórnendur Fox tóku undir þennan málflutning um helgina. Staðhæfingar um að Biden ætli sér að stela kjöti af borðum Bandaríkjamanna eiga þó ekki stoð í raunveruleikanum. Var það viðurkennt á Fox í gær að málflutningurinn um að Biden ætlaði að svo gott sem stöðva neyslu kjöts væri rangur. Þingmaðurinn Madison Cawthorn tísti einnig um ásakanirnar og sakaði hann Biden um að vera keisara sem ætlaði sér að stöðva það að haldið yrði upp á þjóðhátíðardaginn og þar að auki banna fólki að fá sér hamborgara. Not only does Emperor Biden not want us to celebrate the 4th of July, now he doesn't want us to have a burger on that day either.Retweet if you re still doing both because this is America! — Madison Cawthorn (@CawthornforNC) April 25, 2021 Donald Trump yngri hefur einnig tjáð sig um hinar ímynduðu ætlanir Bidens og sagt að hann borði á einum degi það sem Biden ætli sér að leyfa fólki að borða af kjöti á mánuði. Minnst tveir ríkisstjórar, Greg Abbott frá Texas og Brad Little frá Idaho deildu grafík frá Fox og sögðu bann við kjöti ekki koma til greina. Uppruni þessara lyga virðist eiga rætur í misvísandi og rangri grein Daily Mail þar sem rannsókn frá 2020 var sett í samhengi við væntanlegar umhverfisverndaraðgerðir Bidens, jafnvel þó engin tengsl væru þar á milli. Umrædd rannsókn fjallaði um það að Bandaríkjamenn gætu dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að draga úr kjötneyslu og var birt löngu áður en Biden tók við embætti. Biden hefur ekki opinberað neinar áætlanir um að draga úr kjötneyslu. Áætlanir hans um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um helming fyrir árið 2030, snúa ekki að landbúnaði, eins og farið er yfir í grein Politico. Tom Vilsack, landbúnaðarráðherra, staðfesti það í gær og haf hann í skyn að Repúblikanar væru að dreifa lygum, vitandi að þær væru ósannar. Innan veggja Hvíta hússins hefur mönnum þótt þessar ásakanir kómískar og hefur verið litið á þær sem staðfestingu þess að Repúblikanar eigi í miklu basli með að ná höggi á forsetann, samkvæmt heimildum Washington Post. Starfsmenn Hvíta hússins hafa tíst myndum af forsetanum við grillið og gert lítið úr rangfærslunum. https://t.co/8cS03aRzoY pic.twitter.com/x0C9bXc7Y2— Mike Gwin (@MGwin46) April 25, 2021 Bandaríkin Joe Biden Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Áköll um að Biden haldi sig frá eldhúsum Bandaríkjamanna heyrðust um helgina frá áhrifamiklum íhaldsmönnum, þingmönnum, ríkisstjórum og jafnvel í fjölmiðlum. Sérstaklega í þáttum Fox News um helgina. Meðal þeirra sem tjáðu sig var umdeilda þingkonan Lauren Boebert. Joe Biden s climate plan includes cutting 90% of red meat from our diets by 2030. They want to limit us to about four pounds a year. Why doesn t Joe stay out of my kitchen?— Lauren Boebert (@laurenboebert) April 24, 2021 Sjónvarpsmaðurinn Larry Kudlow á Fox, sem starfaði áður sem efnahagsráðgjafi Donalds Trumps, varaði við því um helgina að Bandaríkjamönnum yrði bannað að borða hamborgara og steikur á 4. júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna. Þess í stað yrðu þeir að grilla grænmeti og yrðu þvingaðir til að drekka bjór sem gerður væri úr einhverskonar plöntum, eins og bjór er yfirleitt gerður. Nokkrir aðrir þáttastjórnendur Fox tóku undir þennan málflutning um helgina. Staðhæfingar um að Biden ætli sér að stela kjöti af borðum Bandaríkjamanna eiga þó ekki stoð í raunveruleikanum. Var það viðurkennt á Fox í gær að málflutningurinn um að Biden ætlaði að svo gott sem stöðva neyslu kjöts væri rangur. Þingmaðurinn Madison Cawthorn tísti einnig um ásakanirnar og sakaði hann Biden um að vera keisara sem ætlaði sér að stöðva það að haldið yrði upp á þjóðhátíðardaginn og þar að auki banna fólki að fá sér hamborgara. Not only does Emperor Biden not want us to celebrate the 4th of July, now he doesn't want us to have a burger on that day either.Retweet if you re still doing both because this is America! — Madison Cawthorn (@CawthornforNC) April 25, 2021 Donald Trump yngri hefur einnig tjáð sig um hinar ímynduðu ætlanir Bidens og sagt að hann borði á einum degi það sem Biden ætli sér að leyfa fólki að borða af kjöti á mánuði. Minnst tveir ríkisstjórar, Greg Abbott frá Texas og Brad Little frá Idaho deildu grafík frá Fox og sögðu bann við kjöti ekki koma til greina. Uppruni þessara lyga virðist eiga rætur í misvísandi og rangri grein Daily Mail þar sem rannsókn frá 2020 var sett í samhengi við væntanlegar umhverfisverndaraðgerðir Bidens, jafnvel þó engin tengsl væru þar á milli. Umrædd rannsókn fjallaði um það að Bandaríkjamenn gætu dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda með því að draga úr kjötneyslu og var birt löngu áður en Biden tók við embætti. Biden hefur ekki opinberað neinar áætlanir um að draga úr kjötneyslu. Áætlanir hans um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um helming fyrir árið 2030, snúa ekki að landbúnaði, eins og farið er yfir í grein Politico. Tom Vilsack, landbúnaðarráðherra, staðfesti það í gær og haf hann í skyn að Repúblikanar væru að dreifa lygum, vitandi að þær væru ósannar. Innan veggja Hvíta hússins hefur mönnum þótt þessar ásakanir kómískar og hefur verið litið á þær sem staðfestingu þess að Repúblikanar eigi í miklu basli með að ná höggi á forsetann, samkvæmt heimildum Washington Post. Starfsmenn Hvíta hússins hafa tíst myndum af forsetanum við grillið og gert lítið úr rangfærslunum. https://t.co/8cS03aRzoY pic.twitter.com/x0C9bXc7Y2— Mike Gwin (@MGwin46) April 25, 2021
Bandaríkin Joe Biden Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira