Maxwell neitað um lausn gegn tryggingu enn eina ferðina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. apríl 2021 23:48 Réttarteikning af Maxwell (t.h.) AP Photo/Elizabeth Williams Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur hafnað beiðni Ghislaine Maxwell, sem ákærð er fyrir mansal og hlutdeild í kynferðisglæpum barnaníðingsins Jeffrey Epstein, um að geta losnað úr varðhaldi gegn tryggingu. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Reuters greinir frá því að Maxwell hafi haldið því fram fyrir dómi að fangaverðir í fangelsinu í Brooklyn, þar sem henni er nú haldið, vekja hana reglulega á nóttunni til þess að tryggja að hún fremji ekki sjálfsvíg, líkt og Epstein gerði í ágúst 2019. Hefur verjandi Maxwell meðal annars sagt frá því að fangaverðir lýsi vasaljósi í augu hennar á fimmtán mínútna fresti á nóttunni, til þess að kanna hvort hún sé með lífsmarki. Í úrskurði dómsins kom fram að ef Maxwell væri haldið vakandi af fangavörðum ætti hún að leita til dómarans sem hefur yfirumsjón með máli hennar. „Ég er miður mín. Ef kerfið leyfir það að 59 ára konu sem er saklaus uns sekt er sönnuð, með engan brotaferil sé haldið og hún látin vera í aðstæðum sem jafna má við pyndingar, bara vegna gamalla tengsla hennar við Jeffrey Epstein, þá erum við í vondum málum,“ hefur Reuters eftir David Markus, verjanda Maxwell. Maxwell kveðst saklaus af öllum ásökunum á hendur sér en hún er ákærð fyrir mansal og að hafa átt þátt í því að Epstein kæmist í tæri við fjórar táningsstelpur sem hann misnotaði á árunum 1994 til 2004. Þetta er í þriðja skipti sem dómarinn í málinu, Alison Nathan, hafnar því að gera Maxwell kleift að losna úr varðhaldi gegn tryggingu. Telur hún að töluverð hætta sé á að Maxwell muni hlaupast á brott, verði fallist á lausn hennar gegn tryggingu, og að ekkert sem hún byði fram myndi tryggja að Maxwell mætti í réttarsal þegar þar að kæmi. Þá hafa verjendur Maxwell teflt fram því sjónarmiði að aðstæður í fangelsinu komi í veg fyrir að hún geti með fullnægjandi hætti búið sig undir réttarhöldin yfir henni, sem eiga að hefjast 12. júlí næstkomandi. Verði Maxwell fundin sek gæti hún átt yfir höfði sér allt að 80 ára fangelsisdóm. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Reuters greinir frá því að Maxwell hafi haldið því fram fyrir dómi að fangaverðir í fangelsinu í Brooklyn, þar sem henni er nú haldið, vekja hana reglulega á nóttunni til þess að tryggja að hún fremji ekki sjálfsvíg, líkt og Epstein gerði í ágúst 2019. Hefur verjandi Maxwell meðal annars sagt frá því að fangaverðir lýsi vasaljósi í augu hennar á fimmtán mínútna fresti á nóttunni, til þess að kanna hvort hún sé með lífsmarki. Í úrskurði dómsins kom fram að ef Maxwell væri haldið vakandi af fangavörðum ætti hún að leita til dómarans sem hefur yfirumsjón með máli hennar. „Ég er miður mín. Ef kerfið leyfir það að 59 ára konu sem er saklaus uns sekt er sönnuð, með engan brotaferil sé haldið og hún látin vera í aðstæðum sem jafna má við pyndingar, bara vegna gamalla tengsla hennar við Jeffrey Epstein, þá erum við í vondum málum,“ hefur Reuters eftir David Markus, verjanda Maxwell. Maxwell kveðst saklaus af öllum ásökunum á hendur sér en hún er ákærð fyrir mansal og að hafa átt þátt í því að Epstein kæmist í tæri við fjórar táningsstelpur sem hann misnotaði á árunum 1994 til 2004. Þetta er í þriðja skipti sem dómarinn í málinu, Alison Nathan, hafnar því að gera Maxwell kleift að losna úr varðhaldi gegn tryggingu. Telur hún að töluverð hætta sé á að Maxwell muni hlaupast á brott, verði fallist á lausn hennar gegn tryggingu, og að ekkert sem hún byði fram myndi tryggja að Maxwell mætti í réttarsal þegar þar að kæmi. Þá hafa verjendur Maxwell teflt fram því sjónarmiði að aðstæður í fangelsinu komi í veg fyrir að hún geti með fullnægjandi hætti búið sig undir réttarhöldin yfir henni, sem eiga að hefjast 12. júlí næstkomandi. Verði Maxwell fundin sek gæti hún átt yfir höfði sér allt að 80 ára fangelsisdóm.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52