Þórólfur vonast eftir að fá aukaverkanir Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2021 12:20 Þórólfur Guðnason fær fyrri sprautuna af AstraZeneca. Hann vonar að hann fái einhverjar aukaverkanir því þær sýni að bóluefnið sé að virka. Vísir/Vilhelm Sneisafull Laugardalshöllin tók á móti Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni með dúndrandi lófataki þegar hann gekk í salinn til að fá bólusetningu við covid 19 í morgun. Hann vonast til að finna til einkenna eftir fyrstu sprautuna enda þýði það að ónæmiskerfi líkamans sé að taka við sér. Metdagur er í bólusetningum í Laugardalshöll í dag þegar stefnt er að því að gefa níu þúsund manns fyrri skammtinn af bóluefni AstraZeneca við covid 19. Skipulagið í gömlu Hölllinni er til mikillar fyrirmyndar og þrátt fyrir langar raðir skotgengur að bólusetja fólk. Þórólfur sagðist snortinn af þeim viðtökum sem hann fékk í Laugardalshöllinni í morgun.Vísir/Vilhelm Það var engu líkara en rokkstjarna hefði gengið í salinn þegar viðstaddir áttuðu sig á að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var mættur í húsið til að fá sína fyrri bólusetningu. Hvernig leggst þetta í þig Þórólfur? „Ég er mjög spenntur. Þetta er flott.“ Ánægður að fá AstraZeneca? „Algjörlega. Þetta er toppurinn.“ Þetta er stór dagur í bólusetningum og væntanlega góður dagur í þínum huga? „Já það er frábært hvað þetta gengur vel og sjá þetta skipulag. Mannmergðina. Þetta er alveg dásamlegt,“ segir Þórólfur. Elísabet Pétursdóttir segir Þórólf dásamlegan og tók vel undir þegar klappað var fyrir honum.Stöð 2/Arnar Það var greinilegt að fólki var létt að fá loks bólusetningu við farsóttinni og margir höfðu á orði að það væri sérstaklega traustvekjandi að vera bólusettur á sama tíma og sóttvarnalæknir sem augljóslega nýtur mikils trausts og virðingar. „Þetta er alveg dásamlegt, jú að vera í sviðsljósinu. Hann er bara stórkostlegur. Það eitt er hægt að segja.“ Það var klappað fyrir honum þegar hann kom? „Algerlega. Ég tók vel undir það,“ sagði Elísabet Pétursdóttir sem sat skammt frá Þórólfi og beið eftir sprautunni. Skammt frá henni sat Erla Ríkharðsdóttir sem var bólusetningunni fegin. Erla Ríkharðsdóttir var ekki smeik við að fá AstraZeneca og sagðist treysta sóttvarnayfirvöldumStöð 2/Arnar Hvernig líður þér að koma hingað í bólusetninguna í dag? „Bara æðislegt. Loksins,“ sagði Erla. Og ekki verra að vera á sama tíma og Þórólfur? „Nei, nei það er hið besta mál.“ Ekkert hrædd við AstraZeneca? „Nei, nei, nei, nei. Við treystum bara fólkinu okkar sem segir að þetta sé í lagi,“ sagði Erla. Sóttvarnalæknir er ánægður með daginn og vonar að hann fái einhverjar aukaverkanir eftir sprautuna í dag. Þú fékkst hjartnæmar móttökur? „Algjörlega og bara mjög snortinn af því.“ Heldur þú að þú fáir einhverjar aukaverkanir? „Örugglega. Vegna þess að ef ég fengi engar myndi ég vera næstum viss um að bóluefnið væri ekki að virka.“ Þannig að þú verður ánægður að finna aðeins til á eftir? „Já, ég er það,“ sagði Þórólfur Guðnason. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Níu greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en tveir voru utan sóttkvíar. 28. apríl 2021 10:46 Klappað fyrir Þórólfi í Laugardalshöllinni Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var bólusettur í dag. Bólusetningin fór fram í Laugardalshöll og fékk Þórólfur fyrsta skammt sinn af bóluefni AstraZeneca. 28. apríl 2021 10:15 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Metdagur er í bólusetningum í Laugardalshöll í dag þegar stefnt er að því að gefa níu þúsund manns fyrri skammtinn af bóluefni AstraZeneca við covid 19. Skipulagið í gömlu Hölllinni er til mikillar fyrirmyndar og þrátt fyrir langar raðir skotgengur að bólusetja fólk. Þórólfur sagðist snortinn af þeim viðtökum sem hann fékk í Laugardalshöllinni í morgun.Vísir/Vilhelm Það var engu líkara en rokkstjarna hefði gengið í salinn þegar viðstaddir áttuðu sig á að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var mættur í húsið til að fá sína fyrri bólusetningu. Hvernig leggst þetta í þig Þórólfur? „Ég er mjög spenntur. Þetta er flott.“ Ánægður að fá AstraZeneca? „Algjörlega. Þetta er toppurinn.“ Þetta er stór dagur í bólusetningum og væntanlega góður dagur í þínum huga? „Já það er frábært hvað þetta gengur vel og sjá þetta skipulag. Mannmergðina. Þetta er alveg dásamlegt,“ segir Þórólfur. Elísabet Pétursdóttir segir Þórólf dásamlegan og tók vel undir þegar klappað var fyrir honum.Stöð 2/Arnar Það var greinilegt að fólki var létt að fá loks bólusetningu við farsóttinni og margir höfðu á orði að það væri sérstaklega traustvekjandi að vera bólusettur á sama tíma og sóttvarnalæknir sem augljóslega nýtur mikils trausts og virðingar. „Þetta er alveg dásamlegt, jú að vera í sviðsljósinu. Hann er bara stórkostlegur. Það eitt er hægt að segja.“ Það var klappað fyrir honum þegar hann kom? „Algerlega. Ég tók vel undir það,“ sagði Elísabet Pétursdóttir sem sat skammt frá Þórólfi og beið eftir sprautunni. Skammt frá henni sat Erla Ríkharðsdóttir sem var bólusetningunni fegin. Erla Ríkharðsdóttir var ekki smeik við að fá AstraZeneca og sagðist treysta sóttvarnayfirvöldumStöð 2/Arnar Hvernig líður þér að koma hingað í bólusetninguna í dag? „Bara æðislegt. Loksins,“ sagði Erla. Og ekki verra að vera á sama tíma og Þórólfur? „Nei, nei það er hið besta mál.“ Ekkert hrædd við AstraZeneca? „Nei, nei, nei, nei. Við treystum bara fólkinu okkar sem segir að þetta sé í lagi,“ sagði Erla. Sóttvarnalæknir er ánægður með daginn og vonar að hann fái einhverjar aukaverkanir eftir sprautuna í dag. Þú fékkst hjartnæmar móttökur? „Algjörlega og bara mjög snortinn af því.“ Heldur þú að þú fáir einhverjar aukaverkanir? „Örugglega. Vegna þess að ef ég fengi engar myndi ég vera næstum viss um að bóluefnið væri ekki að virka.“ Þannig að þú verður ánægður að finna aðeins til á eftir? „Já, ég er það,“ sagði Þórólfur Guðnason.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Níu greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en tveir voru utan sóttkvíar. 28. apríl 2021 10:46 Klappað fyrir Þórólfi í Laugardalshöllinni Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var bólusettur í dag. Bólusetningin fór fram í Laugardalshöll og fékk Þórólfur fyrsta skammt sinn af bóluefni AstraZeneca. 28. apríl 2021 10:15 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Níu greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en tveir voru utan sóttkvíar. 28. apríl 2021 10:46
Klappað fyrir Þórólfi í Laugardalshöllinni Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var bólusettur í dag. Bólusetningin fór fram í Laugardalshöll og fékk Þórólfur fyrsta skammt sinn af bóluefni AstraZeneca. 28. apríl 2021 10:15