Lög um skipta búsetu breyta engu Lúðvík Júlíusson skrifar 28. apríl 2021 13:00 Nýlega samþykkti Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra um skipta búsetu[1]. Margir fögnuðu, sögðu „loksins, loksins“ og að nú væri staða foreldra jöfn. Þegar frumvarpið er skoðað betur þá kemur því miður í ljós að það skilar foreldrum og börnum engu. Hvers vegna var verið að leggja frumvarpið fram? Hvers vegna var verið að samþykkja það? „Loksins er verið að tengja saman foreldra og börn“ Þessi fullyrðing stenst ekki. Í desember 2019 var lögum um Þjóðskrá breytt og Þjóðskrá gert að skrá forsjá foreldra, einnig ef forsjá er sameiginleg[2]. Það er því komið rúmt ár síðan börn og foreldrar voru tengdir saman hjá Þjóðskrá. Það þurfti því ekki lög um skipta búsetu, þau eru ekki að breyta neinu. „Loksins er staða foreldra jöfn“ Lögin gera ekki ráð fyrir því að staða foreldra sé jöfn. Barn getur aðeins átt eitt lögheimili og því fylgja margvísleg réttindi sem skipt búseta hefur ekki áhrif á. Sé gerður samningur um skipta búsetu þá tapar alltaf lögheimilisforeldrið fjárhagslega en hitt heimilið hagnast alltaf[8]. Lögheimilisforeldri hagnast því alltaf á riftun samnings og hitt heimilið tapar alltaf. Lögheimilisforeldrið er því í þeirri stöðu að geta stöðugt hótað riftun samnings og hitt heimilið mun vera í stöðugum „ótta“ um mögulega riftun samnings. Það er því ljóst að staða heimila og foreldra er langt frá því að vera jöfn. Lögheimilisforeldrið getur í einhverjum tilfellum haft fjárhagslegt sjálfstæði hins foreldrisins í hendi sér. Það er langt frá því að vera jafnræði á milli foreldra. „Foreldrar geta loksins deilt ábyrgð“ Þessi fullyrðing stenst ekki heldur. Í núgildandi barnalögum geta foreldrar farið sameiginlega með forsjá[3]. Samningur um sameiginlega forsjá er yfirlýsing foreldra, sem ekki búa saman, um að þeir deili ábyrgð, ætli sér að vinna saman og taka ákvarðanir sem varða barnið í sameiningu. Yfirlýsing foreldra sem semja um skipta búsetu um að þeir ætli sér að vinna saman er því ekki að bæta neinu við fyrri yfirlýsingu. Lög um skipta búsetu eru ekki að bæta neinu nýju við. „Loksins fá báðir foreldrar aðgang að Heilsuveru“ Þessi fullyrðing er ekki heldur rétt. Í desember 2019 var opnað fyrir aðgang beggja forsjárforeldra að Heilsuveru barna þeirra, einnig ef forsjá er sameiginleg og foreldrar búa ekki saman[4]. Þetta hefur bara ekki verið kynnt sérstaklega vel. „Loksins geta foreldrar sótt lyfseðilsskyld lyf fyrir börnin sín“ Ef foreldri er með aðgang að Heilsuveru þá er ekkert mál fyrir foreldri að fá umboð til að geta sótt lyfseðilsskyld lyf fyrir börnin sín[5]. Lög um skipta búsetu eru ekki að breyta þessu með nokkrum hætti. „Loksins geta báðir foreldrar fengið upplýsingar um börnin“ Réttur forsjárforeldra til upplýsinga um börnin sín er án takmarkana[3]. Ef skólar, leikskólar eða aðrir eru ekki að upplýsa báða forsjárforeldra barnsins þá er það ekki vegna laganna heldur er það ákvörðun sveitarfélaga, skóla og annarra. Lög um skipta búsetu eru ekki að breyta þessu. Í leik- og grunnskólalögum eru foreldrar barna skilgreindir sem þeir sem fara með forsjá, einnig ef forsjá er sameiginleg. Staða foreldra gagnvart leik- og grunnskólum á því að vera jöfn. Ákvörðun sveitarfélaga um annað er ekki studd í lögum. „Loksins geta börn átt tvö lögheimili“ Það er algengur misskilningur að lögin kveði á um möguleikann á tveimur lögheimilum. Bæði RÚV og mbl.is sögðu í frétt um lögin að börn gætu átt tvö lögheimili. Það var rangt og var leiðrétt. Lögin kveða hins vegar skýrt á um að barn geti aðeins átt eitt lögheimili[1]. Lög um skipta búsetu breyta engu varðandi lögheimili. „Börn með fötlun fá þjónustu á bæði heimili sín“ Þessi fullyrðing stenst ekki heldur. Börn með fötlun gleymdust þegar frumvarpið var samið, þau gleymdust í fyrstu umræðu, þau gleymdust í meðferð nefndarinnar og í þriðju umræðu var sett ein stutt grein um að skoða ætti stuðning við börn sem þyrftu á stuðningstækjum að halda. Ekkert er hugað að þeim börnum sem hafa aðra en líkamlega fötlun. Fötlun getur verið bæði andleg og líkamleg[6]. Þingmenn virðast almennt ekki gera ráð fyrir því að andleg fötlun barna(t.d. þroskahömlun eða geðfötlun) auki álag, kostnað eða umönnunarbyrði foreldra. Það finnst mér mjög merkilegt. Fullyrðingar um að lög um skipta búsetu auki réttindi barna með fötlun eru því rangar. Barnabætur og vaxtabætur Það eina sem skipt búseta gerir er að skipta barnabótum og vaxtabótum á milli foreldra. Ef einstæðar mæður standa verst í samfélaginu, eins og oft er fullyrt, þá er útilokað að þessi hópur fólks semji um skipta búsetu og gefi frá sér hálfar barnabætur og allt meðlagið[7]. Ímyndið ykkur ef lögheimili er hjá einstæðri móður í hlutastarfi en á hinu heimilinu séu tvær fyrirvinnur í fullu starfi í stjórnunarstöðum. Það ætti öllum að vera ljóst að það gagnast engum að lögheimilisforeldri gefi frá sér helming barnabóta og meðlag. Þá ætti líka öllum að vera ljóst að engin réttindi geta fylgt skiptri búsetu því skipt búseta er aðeins möguleg fyrir tekjuháa einstaklinga sem fá ekki barnabætur og geta gefið frá sér meðlag. Það kostar aðeins 10 milljónir að rétta hlut þessa hóps sem stendur verst í samfélaginu en Alþingi skoðaði ekki einu sinni þann kost. Í umsögn lagði ég til að ef barnabætur skertust hjá öðru foreldrinu þá myndu skerðingarnar flytjast til tekjulægra foreldrisins. Undir það var ekki tekið. Samantekt Fullyrt er að skipt búseta sé mikið framfararskref. Það er rangt. Skipta búseta tengir ekki saman börn og foreldra, það hefur ekkert með skiptingu ábyrgðar að gera, opnar ekki fyrir aðgang að Heilsuveru, opnar ekki á möguleikann að foreldar geti sótt lyfsseðilskyld lyf, eykur ekki upplýsingastreymi til foreldra, heimilar ekki tvö lögheimili og fötluð börn fá engin réttindi. Skipt búseta er ekki möguleiki fyrir lágtekjufólk. Hér hefði Alþingi átt að vinna heimavinnuna sína og bæta réttindi barna og foreldra með almennum hætti, t.d. með því að setja skýr fyrirmæli um upplýsingar til foreldra, setja fram með skýrum hætti rétt barna með fötlun sem tryggð eiga að vera í Barnasáttmála SÞ og greiða bætur til foreldra sem standa höllum fæti óháð lögheimili svo börn þurfi ekki að lifa í fátækt. Þetta var ekki gert en í staðinn tekið upp kerfi sem skilar foreldrum og börnum engum réttindum, eykur flækjustigið og eykur kostnað samfélagsins. Ef einhver sér ávinning með þessum lögum þá má alveg segja mér hver ávinningurinn er. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=151&mnr=11 (2 )https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=150&mnr=101 (3) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html (4) https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item38409/nyjungar-a-minum-sidum-a-heilsuverais (5) https://www.lyfjastofnun.is/frettir/rafraent-umbod-til-afhendingar-lyfja-i-apoteki/ (6) https://www.visindavefur.is/svar.php?id=58916 (7) https://www.obi.is/is/moya/news/barnafataekt-mest-medal-oryrkja-og-einstaedra-foreldra (8) https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1312 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Réttindi barna Lúðvík Júlíusson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Free tuition Colin Fisher Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Nýlega samþykkti Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra um skipta búsetu[1]. Margir fögnuðu, sögðu „loksins, loksins“ og að nú væri staða foreldra jöfn. Þegar frumvarpið er skoðað betur þá kemur því miður í ljós að það skilar foreldrum og börnum engu. Hvers vegna var verið að leggja frumvarpið fram? Hvers vegna var verið að samþykkja það? „Loksins er verið að tengja saman foreldra og börn“ Þessi fullyrðing stenst ekki. Í desember 2019 var lögum um Þjóðskrá breytt og Þjóðskrá gert að skrá forsjá foreldra, einnig ef forsjá er sameiginleg[2]. Það er því komið rúmt ár síðan börn og foreldrar voru tengdir saman hjá Þjóðskrá. Það þurfti því ekki lög um skipta búsetu, þau eru ekki að breyta neinu. „Loksins er staða foreldra jöfn“ Lögin gera ekki ráð fyrir því að staða foreldra sé jöfn. Barn getur aðeins átt eitt lögheimili og því fylgja margvísleg réttindi sem skipt búseta hefur ekki áhrif á. Sé gerður samningur um skipta búsetu þá tapar alltaf lögheimilisforeldrið fjárhagslega en hitt heimilið hagnast alltaf[8]. Lögheimilisforeldri hagnast því alltaf á riftun samnings og hitt heimilið tapar alltaf. Lögheimilisforeldrið er því í þeirri stöðu að geta stöðugt hótað riftun samnings og hitt heimilið mun vera í stöðugum „ótta“ um mögulega riftun samnings. Það er því ljóst að staða heimila og foreldra er langt frá því að vera jöfn. Lögheimilisforeldrið getur í einhverjum tilfellum haft fjárhagslegt sjálfstæði hins foreldrisins í hendi sér. Það er langt frá því að vera jafnræði á milli foreldra. „Foreldrar geta loksins deilt ábyrgð“ Þessi fullyrðing stenst ekki heldur. Í núgildandi barnalögum geta foreldrar farið sameiginlega með forsjá[3]. Samningur um sameiginlega forsjá er yfirlýsing foreldra, sem ekki búa saman, um að þeir deili ábyrgð, ætli sér að vinna saman og taka ákvarðanir sem varða barnið í sameiningu. Yfirlýsing foreldra sem semja um skipta búsetu um að þeir ætli sér að vinna saman er því ekki að bæta neinu við fyrri yfirlýsingu. Lög um skipta búsetu eru ekki að bæta neinu nýju við. „Loksins fá báðir foreldrar aðgang að Heilsuveru“ Þessi fullyrðing er ekki heldur rétt. Í desember 2019 var opnað fyrir aðgang beggja forsjárforeldra að Heilsuveru barna þeirra, einnig ef forsjá er sameiginleg og foreldrar búa ekki saman[4]. Þetta hefur bara ekki verið kynnt sérstaklega vel. „Loksins geta foreldrar sótt lyfseðilsskyld lyf fyrir börnin sín“ Ef foreldri er með aðgang að Heilsuveru þá er ekkert mál fyrir foreldri að fá umboð til að geta sótt lyfseðilsskyld lyf fyrir börnin sín[5]. Lög um skipta búsetu eru ekki að breyta þessu með nokkrum hætti. „Loksins geta báðir foreldrar fengið upplýsingar um börnin“ Réttur forsjárforeldra til upplýsinga um börnin sín er án takmarkana[3]. Ef skólar, leikskólar eða aðrir eru ekki að upplýsa báða forsjárforeldra barnsins þá er það ekki vegna laganna heldur er það ákvörðun sveitarfélaga, skóla og annarra. Lög um skipta búsetu eru ekki að breyta þessu. Í leik- og grunnskólalögum eru foreldrar barna skilgreindir sem þeir sem fara með forsjá, einnig ef forsjá er sameiginleg. Staða foreldra gagnvart leik- og grunnskólum á því að vera jöfn. Ákvörðun sveitarfélaga um annað er ekki studd í lögum. „Loksins geta börn átt tvö lögheimili“ Það er algengur misskilningur að lögin kveði á um möguleikann á tveimur lögheimilum. Bæði RÚV og mbl.is sögðu í frétt um lögin að börn gætu átt tvö lögheimili. Það var rangt og var leiðrétt. Lögin kveða hins vegar skýrt á um að barn geti aðeins átt eitt lögheimili[1]. Lög um skipta búsetu breyta engu varðandi lögheimili. „Börn með fötlun fá þjónustu á bæði heimili sín“ Þessi fullyrðing stenst ekki heldur. Börn með fötlun gleymdust þegar frumvarpið var samið, þau gleymdust í fyrstu umræðu, þau gleymdust í meðferð nefndarinnar og í þriðju umræðu var sett ein stutt grein um að skoða ætti stuðning við börn sem þyrftu á stuðningstækjum að halda. Ekkert er hugað að þeim börnum sem hafa aðra en líkamlega fötlun. Fötlun getur verið bæði andleg og líkamleg[6]. Þingmenn virðast almennt ekki gera ráð fyrir því að andleg fötlun barna(t.d. þroskahömlun eða geðfötlun) auki álag, kostnað eða umönnunarbyrði foreldra. Það finnst mér mjög merkilegt. Fullyrðingar um að lög um skipta búsetu auki réttindi barna með fötlun eru því rangar. Barnabætur og vaxtabætur Það eina sem skipt búseta gerir er að skipta barnabótum og vaxtabótum á milli foreldra. Ef einstæðar mæður standa verst í samfélaginu, eins og oft er fullyrt, þá er útilokað að þessi hópur fólks semji um skipta búsetu og gefi frá sér hálfar barnabætur og allt meðlagið[7]. Ímyndið ykkur ef lögheimili er hjá einstæðri móður í hlutastarfi en á hinu heimilinu séu tvær fyrirvinnur í fullu starfi í stjórnunarstöðum. Það ætti öllum að vera ljóst að það gagnast engum að lögheimilisforeldri gefi frá sér helming barnabóta og meðlag. Þá ætti líka öllum að vera ljóst að engin réttindi geta fylgt skiptri búsetu því skipt búseta er aðeins möguleg fyrir tekjuháa einstaklinga sem fá ekki barnabætur og geta gefið frá sér meðlag. Það kostar aðeins 10 milljónir að rétta hlut þessa hóps sem stendur verst í samfélaginu en Alþingi skoðaði ekki einu sinni þann kost. Í umsögn lagði ég til að ef barnabætur skertust hjá öðru foreldrinu þá myndu skerðingarnar flytjast til tekjulægra foreldrisins. Undir það var ekki tekið. Samantekt Fullyrt er að skipt búseta sé mikið framfararskref. Það er rangt. Skipta búseta tengir ekki saman börn og foreldra, það hefur ekkert með skiptingu ábyrgðar að gera, opnar ekki fyrir aðgang að Heilsuveru, opnar ekki á möguleikann að foreldar geti sótt lyfsseðilskyld lyf, eykur ekki upplýsingastreymi til foreldra, heimilar ekki tvö lögheimili og fötluð börn fá engin réttindi. Skipt búseta er ekki möguleiki fyrir lágtekjufólk. Hér hefði Alþingi átt að vinna heimavinnuna sína og bæta réttindi barna og foreldra með almennum hætti, t.d. með því að setja skýr fyrirmæli um upplýsingar til foreldra, setja fram með skýrum hætti rétt barna með fötlun sem tryggð eiga að vera í Barnasáttmála SÞ og greiða bætur til foreldra sem standa höllum fæti óháð lögheimili svo börn þurfi ekki að lifa í fátækt. Þetta var ekki gert en í staðinn tekið upp kerfi sem skilar foreldrum og börnum engum réttindum, eykur flækjustigið og eykur kostnað samfélagsins. Ef einhver sér ávinning með þessum lögum þá má alveg segja mér hver ávinningurinn er. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. (1) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=151&mnr=11 (2 )https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=150&mnr=101 (3) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html (4) https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item38409/nyjungar-a-minum-sidum-a-heilsuverais (5) https://www.lyfjastofnun.is/frettir/rafraent-umbod-til-afhendingar-lyfja-i-apoteki/ (6) https://www.visindavefur.is/svar.php?id=58916 (7) https://www.obi.is/is/moya/news/barnafataekt-mest-medal-oryrkja-og-einstaedra-foreldra (8) https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1312
(1) https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=151&mnr=11 (2 )https://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=150&mnr=101 (3) https://www.althingi.is/lagas/nuna/2003076.html (4) https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/frettir/frett/item38409/nyjungar-a-minum-sidum-a-heilsuverais (5) https://www.lyfjastofnun.is/frettir/rafraent-umbod-til-afhendingar-lyfja-i-apoteki/ (6) https://www.visindavefur.is/svar.php?id=58916 (7) https://www.obi.is/is/moya/news/barnafataekt-mest-medal-oryrkja-og-einstaedra-foreldra (8) https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=1312
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar