Sérþjálfa lögreglufólk til að rannsaka stafrænt ofbeldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. apríl 2021 16:34 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Vísir/vilhelm Viðamiklar aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum og ungmennum voru kynntar í dag á fundi hjá ríkislögreglustjóra. Á meðal þess sem ráðist verður í er að sérþjálfa lögreglufólk til að rannsaka stafræn brot og bæta aðstoð við þolendur stafræns ofbeldis. Fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra eftir fundinn að úrbótatillögurnar hafi komið frá aðgerðateymi gegn ofbeldi sem komið var á fót í maí 2020. Teymið skipuðu félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra en í því sitja Eygló Harðardóttir fyrrverandi félagsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur hefur jafnframt verið ráðin til þess að leiða verkefnið á skrifstofu ríkislögreglustjóra. „Úrbætur innan lögreglunnar, ákæruvaldsins og dómskerfisins, fræðsla og forvarnir fyrir ólíka aldurshópa og aðstoð við að koma máli fórnarlamba í skýran farveg eru helstu aðgerðirnar sem ráðist verður í,“ segir í tilkynningu. Þá verði ráðist í vitundarvakningu um stafrænt ofbeldi þar sem athyglinni verður „sérstaklega beint að gerendum.“ Samstarf verði haft við frjáls félagasamtök, félög og stofnanir um þátttöku í vitundarvakningunni. Þátttaka lögreglu í forvarnarstarfi gegn stafrænu ofbeldi verði einnig aukin og þá hyggst lögreglan starfa nánar en áður með „öllum þeim sem sinna þjónustu við börn.“ „Stafrænt ofbeldi getur birst með margvíslegum hætti, til að mynda með hótunum um dreifingu nektarmynda eða heimildarlausu, rafrænu eftirliti. Helstu upplýsingar um hvað beri að gera þegar einhver verður fyrir stafrænu ofbeldi eru í dag aðgengilegar á vef Neyðarlínunnar, 112.is, en þar verður bætt við fleiri gagnlegum upplýsingum, bæði fyrir þolendur og gerendur,“ segir í tilkynningu. Þá verði mál sem varða stafrænt, kynferðislegt ofbeldi unnin hraðar en áður. Það sé mat aðgerðateymisins að kærur og dómsmál sem snúi að stafrænu ofbeldi og kynferðislegri friðhelgi hafi oft ekki verið unnin nægilega markvisst innan kerfsins og/eða að rannsókn þeirra hefur tekið of langan tíma. Þetta vill aðgerðarteymið laga með því að: Þjálfa lögreglufólk sérstaklega til að rannsaka stafræn brot og afla stafrænna gagna. Þannig verður greint hver þörfin er og hvernig lögreglufólk verður stutt með sem bestum hætti til þess að takast á við ört stafrænni veruleika við rannsókn mála. Endurskoða verklag og viðmið um öflun, form og framsetningu stafrænna sönnunargagna. Þá verður samstarf við erlenda samstarfsaðila aukið ásamt því sem tæknilegar lausnir verða nýttar enn frekar til þess að auka bæði gæði og hraða í meðferð mála sem varða stafrænar birtingarmyndir kynferðislegs ofbeldis gegn börnum. Bæta upplýsingamiðlun innan lögreglunnar um stafrænt ofbeldi og kynna fyrir lögreglufólki lagabreytingar sem tekið hafa gildi á síðustu árum til að vernda fólk fyrir því að verða fyrir stafrænu ofbeldi. Þá skal fylgja því eftir að skráningar í upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE) samræmist nýjum lögum um kynferðislega friðhelgi einstaklinga. Að lokum leggur aðgerðahópurinn til að auka verulega aðgengi fórnarlamba stafræns ofbeldis að ráðgjöf ýmiss konar sérfræðinga sem geti hjálpað þeim að takast á við afleiðingar ofbeldisins og skilja meðferð þess í kerfinu. Lögreglan Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Kynningarfundur um aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum og ungmennum Ríkislögreglustjóri mun kynna nýjar aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum á fundi sem hefst klukkan 15. Fundinum verður streymt og verður hægt að fylgjast með í spilaranum að neðan. 28. apríl 2021 14:31 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra eftir fundinn að úrbótatillögurnar hafi komið frá aðgerðateymi gegn ofbeldi sem komið var á fót í maí 2020. Teymið skipuðu félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra en í því sitja Eygló Harðardóttir fyrrverandi félagsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur hefur jafnframt verið ráðin til þess að leiða verkefnið á skrifstofu ríkislögreglustjóra. „Úrbætur innan lögreglunnar, ákæruvaldsins og dómskerfisins, fræðsla og forvarnir fyrir ólíka aldurshópa og aðstoð við að koma máli fórnarlamba í skýran farveg eru helstu aðgerðirnar sem ráðist verður í,“ segir í tilkynningu. Þá verði ráðist í vitundarvakningu um stafrænt ofbeldi þar sem athyglinni verður „sérstaklega beint að gerendum.“ Samstarf verði haft við frjáls félagasamtök, félög og stofnanir um þátttöku í vitundarvakningunni. Þátttaka lögreglu í forvarnarstarfi gegn stafrænu ofbeldi verði einnig aukin og þá hyggst lögreglan starfa nánar en áður með „öllum þeim sem sinna þjónustu við börn.“ „Stafrænt ofbeldi getur birst með margvíslegum hætti, til að mynda með hótunum um dreifingu nektarmynda eða heimildarlausu, rafrænu eftirliti. Helstu upplýsingar um hvað beri að gera þegar einhver verður fyrir stafrænu ofbeldi eru í dag aðgengilegar á vef Neyðarlínunnar, 112.is, en þar verður bætt við fleiri gagnlegum upplýsingum, bæði fyrir þolendur og gerendur,“ segir í tilkynningu. Þá verði mál sem varða stafrænt, kynferðislegt ofbeldi unnin hraðar en áður. Það sé mat aðgerðateymisins að kærur og dómsmál sem snúi að stafrænu ofbeldi og kynferðislegri friðhelgi hafi oft ekki verið unnin nægilega markvisst innan kerfsins og/eða að rannsókn þeirra hefur tekið of langan tíma. Þetta vill aðgerðarteymið laga með því að: Þjálfa lögreglufólk sérstaklega til að rannsaka stafræn brot og afla stafrænna gagna. Þannig verður greint hver þörfin er og hvernig lögreglufólk verður stutt með sem bestum hætti til þess að takast á við ört stafrænni veruleika við rannsókn mála. Endurskoða verklag og viðmið um öflun, form og framsetningu stafrænna sönnunargagna. Þá verður samstarf við erlenda samstarfsaðila aukið ásamt því sem tæknilegar lausnir verða nýttar enn frekar til þess að auka bæði gæði og hraða í meðferð mála sem varða stafrænar birtingarmyndir kynferðislegs ofbeldis gegn börnum. Bæta upplýsingamiðlun innan lögreglunnar um stafrænt ofbeldi og kynna fyrir lögreglufólki lagabreytingar sem tekið hafa gildi á síðustu árum til að vernda fólk fyrir því að verða fyrir stafrænu ofbeldi. Þá skal fylgja því eftir að skráningar í upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE) samræmist nýjum lögum um kynferðislega friðhelgi einstaklinga. Að lokum leggur aðgerðahópurinn til að auka verulega aðgengi fórnarlamba stafræns ofbeldis að ráðgjöf ýmiss konar sérfræðinga sem geti hjálpað þeim að takast á við afleiðingar ofbeldisins og skilja meðferð þess í kerfinu.
Lögreglan Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Kynningarfundur um aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum og ungmennum Ríkislögreglustjóri mun kynna nýjar aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum á fundi sem hefst klukkan 15. Fundinum verður streymt og verður hægt að fylgjast með í spilaranum að neðan. 28. apríl 2021 14:31 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Bein útsending: Kynningarfundur um aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum og ungmennum Ríkislögreglustjóri mun kynna nýjar aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum á fundi sem hefst klukkan 15. Fundinum verður streymt og verður hægt að fylgjast með í spilaranum að neðan. 28. apríl 2021 14:31