Getur tekið heilt ár að fá „hillupláss“ í Vínbúðinni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. apríl 2021 19:21 Ásmundur segir að ríkisvaldið þurfi að rífa sig upp úr skotgröfum og laga regluverkið til að liðka fyrir innlendum bjórframleiðendum og brugghúsum. Vísir/Vilhelm Ríkisvaldið þarf að rífa sig upp úr skotgröfum og laga regluverkið til að liðka fyrir innlendum bjórframleiðendum og brugghúsum. Þetta segir Ásmundur Sveinsson, eigandi KORS-heildsölu og Session Craft bar. Hann segir það geta tekið bjórframleiðendur allt upp í eitt ár að koma vörum sínum að hjá Vínbúðinni. Ásmundur ræddi rekstrarumhverfi smábrugghúsa í þættinum Reykjavík síðdegis í dag en hann segir mikla grósku hafa verið í þeim iðnaði að undanförnu og atvinnugreinin fari sívaxandi. „Íslenskur bjór er að verða háklassa bjór. Nýliðun í bransanum hérna hefur verið ótrúleg,“ segir Ásmundur. „Vonandi getur ríkisvaldið tekið sig til, hætt að vera í gröfunum með öll þau frumvörp sem eru lögð fram uppá að reyna að liðka til í þessum málum. Því þetta er stór atvinnuvegur.“ Líkt og áður segir rekur Ásmundur meðal annars barinn Session sem liggur við gatnamót Laugavegar, Skólavörðustígs og Bankastrætis. „Við verslum beint af framleiðendum og það er ekkert mál,“ segir Ásmundur. „En aftur á móti díla þessir minni aðilar, og sérstaklega úti á landi, við það að það er erfitt fyrir þá að komast að í Vínbúðinni og getur reynst þeim erfitt. Það er ekki langt síðan þér þurftu jafnvel að senda vörur hinumegin frá á landinu til Reykjavíkur til þess að fá að senda þær aftur í Vínbúðina í héraði. Þannig að þetta getur verið ansi löng leið fyrir þá.“ Hann rekur einnig heildsölu sem á í viðskiptum við smærri brugghús. „Við vorum komin af stað með vöru frá litlum bónda sem framleiðir gæða kampavín. Það var komið af stað rétt fyrir en eftir að covid kom fyrir ákváðu að fara örlítið lengra inn í það enda myndaðist ansi mikill opinn tími þarna hjá okkur og ákváðum að bæta við vörulínuna. Þá kemur upp sá bobbi að þá hafa fleiri hugsað það sama sem eru jafnvel mögulega að brenna inni með vörur eða annað og vilja koma að í Vínbúðinni og þá myndast gríðarlegur flöskuháls um sölu,“ útskýrir Ásmundur. „Eins og staðan er í dag getur það tekið þig mögulega heilt ár áður en hún kemst í hillurnar.“ Hilluplássið varla vandamálið Hann furðar sig á því hvernig það má vera að það vanti hillupláss hjá ÁTVR, einu versluninni sem er heimilt að selja áfengi og er með verslanir um land allt. „Ég hugsa að hilluplássið sé ekki vandamálið. Vandamálið er þessi kassi sem þessu annars frábæra fólki hjá Vínbúðinni er sniðinn. Þau hafa ansi fá tækifæri, sérstaklega eins og til að bregðast við þeirri stöðu sem nú er uppi, það er heimsfaraldur. Hlutirnir hafa breyst á mörgum stöðum ansi hratt en það er eins og með hið opinbera oft, það getur verið hægt í förum og hlutirnir geta verið svifaseinir,“ segir Ásmundur. „En þau veit ég hafa gert allt sitt besta til að reyna að liðka til fyrir sérstaklega innlendum framleiðendum og öðrum til að vinna á móti stöðunni en þeim er náttúrlega bara sniðinn stakkur eftir vexti. Þannig að hilluplássið er kannski ekki rétt en það þarf ekki endilega að koma á óvart að Vínbúðin tjái sig ekki endilega um þann kassa sem þeim er settur.“ Áfengi og tóbak Stjórnsýsla Drykkir Verslun Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Sjá meira
Ásmundur ræddi rekstrarumhverfi smábrugghúsa í þættinum Reykjavík síðdegis í dag en hann segir mikla grósku hafa verið í þeim iðnaði að undanförnu og atvinnugreinin fari sívaxandi. „Íslenskur bjór er að verða háklassa bjór. Nýliðun í bransanum hérna hefur verið ótrúleg,“ segir Ásmundur. „Vonandi getur ríkisvaldið tekið sig til, hætt að vera í gröfunum með öll þau frumvörp sem eru lögð fram uppá að reyna að liðka til í þessum málum. Því þetta er stór atvinnuvegur.“ Líkt og áður segir rekur Ásmundur meðal annars barinn Session sem liggur við gatnamót Laugavegar, Skólavörðustígs og Bankastrætis. „Við verslum beint af framleiðendum og það er ekkert mál,“ segir Ásmundur. „En aftur á móti díla þessir minni aðilar, og sérstaklega úti á landi, við það að það er erfitt fyrir þá að komast að í Vínbúðinni og getur reynst þeim erfitt. Það er ekki langt síðan þér þurftu jafnvel að senda vörur hinumegin frá á landinu til Reykjavíkur til þess að fá að senda þær aftur í Vínbúðina í héraði. Þannig að þetta getur verið ansi löng leið fyrir þá.“ Hann rekur einnig heildsölu sem á í viðskiptum við smærri brugghús. „Við vorum komin af stað með vöru frá litlum bónda sem framleiðir gæða kampavín. Það var komið af stað rétt fyrir en eftir að covid kom fyrir ákváðu að fara örlítið lengra inn í það enda myndaðist ansi mikill opinn tími þarna hjá okkur og ákváðum að bæta við vörulínuna. Þá kemur upp sá bobbi að þá hafa fleiri hugsað það sama sem eru jafnvel mögulega að brenna inni með vörur eða annað og vilja koma að í Vínbúðinni og þá myndast gríðarlegur flöskuháls um sölu,“ útskýrir Ásmundur. „Eins og staðan er í dag getur það tekið þig mögulega heilt ár áður en hún kemst í hillurnar.“ Hilluplássið varla vandamálið Hann furðar sig á því hvernig það má vera að það vanti hillupláss hjá ÁTVR, einu versluninni sem er heimilt að selja áfengi og er með verslanir um land allt. „Ég hugsa að hilluplássið sé ekki vandamálið. Vandamálið er þessi kassi sem þessu annars frábæra fólki hjá Vínbúðinni er sniðinn. Þau hafa ansi fá tækifæri, sérstaklega eins og til að bregðast við þeirri stöðu sem nú er uppi, það er heimsfaraldur. Hlutirnir hafa breyst á mörgum stöðum ansi hratt en það er eins og með hið opinbera oft, það getur verið hægt í förum og hlutirnir geta verið svifaseinir,“ segir Ásmundur. „En þau veit ég hafa gert allt sitt besta til að reyna að liðka til fyrir sérstaklega innlendum framleiðendum og öðrum til að vinna á móti stöðunni en þeim er náttúrlega bara sniðinn stakkur eftir vexti. Þannig að hilluplássið er kannski ekki rétt en það þarf ekki endilega að koma á óvart að Vínbúðin tjái sig ekki endilega um þann kassa sem þeim er settur.“
Áfengi og tóbak Stjórnsýsla Drykkir Verslun Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Húsleit hjá Terra Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Viðskipti innlent Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Viðskipti innlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Viðskipti erlent Fleiri fréttir Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Sjá meira