Skyldi það vera vegna þess að það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 30. apríl 2021 14:31 Ummæli Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra, um Íslandi sé „að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá“ hafa vakið gríðarlega athygli. Þar var hann m.a. að vísa til þess að opinberir starfsmenn sem vinna við eftirlit í þágu þjóðarinnar hafa lent í því að stórfyrirtæki kæri þá persónulega vegna starfa sinna fyrir almannahag. Flestir geta séð valdaójafnvægið í þeim leik og að slíkar aðgerðir þjóna þeim tilgangi að taka þróttinn úr almannahagsmunum til þess að styrkja sérhagsmunina. Orð eins æðsta embættismanns þjóðarinnar hafa mikla þýðingu. Orðin sagði hann í umfjöllun um það hvernig forsvarsmenn Samherja hafa farið fram. Þarna var hins vegar ekki verið að færa þjóðinni glænýjan sannleika. Eitt stærsta verkefni stjórnmálanna er einmitt það að verja almannahagsmuni og verja þá fyrir ágangi sérhagsmunaafla. Að gæta þess að sérhagsmunirnir séu ekki sterkari í íslensku samfélagi en almannahagsmunirnir. Þar gegnir löggjöfin okkar algjöru grundvallarhlutverk. Með þeim augum verður að rýna stjórnarskrárfrumvarp um auðlindaákvæði, sem er lagt fram af hálfu forsætisráðherra. Hvers vegna? Vegna þess að frumvarpið er þögult um stærstu pólitísku spurningarnar. Þögult um þá þætti sem mestu skipta. Skiptir þessi þögn einhverju máli? Já, vegna þess að þar með er þaggað niður í ákalli þjóðarinnar um eðlilegar leikreglur hvað varðar sjávarauðlindina. En hvað er það sem vantar í frumvarpið? Í ákvæðinu vantar að geta þess að rétturinn til nýtingar sé tímabundinn og að eðlilegt gjald skuli koma fyrir nýtingu á réttinum. Í hinu pólitíska samhengi er þetta það atriði sem öllu máli skiptir, að veiting heimilda sé skýrlega tímabundin. Ef fram kæmi í stjórnarskrárákvæði að rétturinn til að nýta auðlindir væri tímabundinn væri löggjafinn bundinn til þess að útfæra það í annarri löggjöf til hversu langs tíma. Og ef stjórnarskráin væri skýr um þetta atriði gætu flokkar sem verja sérhagsmunina ekki komist hjá því að virða þennan rétt þjóðarinnar yfir auðlindunum sínum. Það getur verið mismunandi eftir því hvaða auðlindir eiga í hlut hvernig reglurnar eru en löggjafinn væri engu að síður alltaf skyldur til þess að gera tímabundna samninga um nýtingu. Í dag býr almenningur við það kerfi að samningar til að nýta sjávarauðlindina eru ótímabundnir. Sjávarútvegurinn er með auðlindina að láni, án þess að tryggt sé að þetta lán verði ekki varanlegt. Tímabinding réttinda er og á að vera meginregla þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til hagnýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Dæmin sjást reyndar gegnumgangandi í löggjöf um auðlindir. Mest öll orkuframleiðsla í landinu er á forræði ríkis eða sveitarfélaga. Orkulög heimila hins vegar sveitarfélögum að framselja einkaleyfi til að starfrækja hitaveitu um tilgreint tímabil í senn. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í lögum um fiskeldi er mælt fyrir um rekstrarleyfi til 16 ára. Og nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um Hálendisþjóðgarð skilgreinir hálendi Íslands sem náttúruauðlind í þjóðareign. Þar kemur skýrt fram að óheimilt sé að reka atvinnustarfsemi í þjóðgarði nema með tímabundnum samningi. Nýtt auðlindaákvæði Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er á skjön við almenna lagasetningu um auðlindir. Auðlindaákvæði flokkanna þriggja rammar í reynd inn algjörlega óbreytt ástand, þar sem sjávarauðlindin verður áfram í eigu og á forræði hinna fáu. Skyldi það vera vegna þess að Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Ummæli Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra, um Íslandi sé „að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá“ hafa vakið gríðarlega athygli. Þar var hann m.a. að vísa til þess að opinberir starfsmenn sem vinna við eftirlit í þágu þjóðarinnar hafa lent í því að stórfyrirtæki kæri þá persónulega vegna starfa sinna fyrir almannahag. Flestir geta séð valdaójafnvægið í þeim leik og að slíkar aðgerðir þjóna þeim tilgangi að taka þróttinn úr almannahagsmunum til þess að styrkja sérhagsmunina. Orð eins æðsta embættismanns þjóðarinnar hafa mikla þýðingu. Orðin sagði hann í umfjöllun um það hvernig forsvarsmenn Samherja hafa farið fram. Þarna var hins vegar ekki verið að færa þjóðinni glænýjan sannleika. Eitt stærsta verkefni stjórnmálanna er einmitt það að verja almannahagsmuni og verja þá fyrir ágangi sérhagsmunaafla. Að gæta þess að sérhagsmunirnir séu ekki sterkari í íslensku samfélagi en almannahagsmunirnir. Þar gegnir löggjöfin okkar algjöru grundvallarhlutverk. Með þeim augum verður að rýna stjórnarskrárfrumvarp um auðlindaákvæði, sem er lagt fram af hálfu forsætisráðherra. Hvers vegna? Vegna þess að frumvarpið er þögult um stærstu pólitísku spurningarnar. Þögult um þá þætti sem mestu skipta. Skiptir þessi þögn einhverju máli? Já, vegna þess að þar með er þaggað niður í ákalli þjóðarinnar um eðlilegar leikreglur hvað varðar sjávarauðlindina. En hvað er það sem vantar í frumvarpið? Í ákvæðinu vantar að geta þess að rétturinn til nýtingar sé tímabundinn og að eðlilegt gjald skuli koma fyrir nýtingu á réttinum. Í hinu pólitíska samhengi er þetta það atriði sem öllu máli skiptir, að veiting heimilda sé skýrlega tímabundin. Ef fram kæmi í stjórnarskrárákvæði að rétturinn til að nýta auðlindir væri tímabundinn væri löggjafinn bundinn til þess að útfæra það í annarri löggjöf til hversu langs tíma. Og ef stjórnarskráin væri skýr um þetta atriði gætu flokkar sem verja sérhagsmunina ekki komist hjá því að virða þennan rétt þjóðarinnar yfir auðlindunum sínum. Það getur verið mismunandi eftir því hvaða auðlindir eiga í hlut hvernig reglurnar eru en löggjafinn væri engu að síður alltaf skyldur til þess að gera tímabundna samninga um nýtingu. Í dag býr almenningur við það kerfi að samningar til að nýta sjávarauðlindina eru ótímabundnir. Sjávarútvegurinn er með auðlindina að láni, án þess að tryggt sé að þetta lán verði ekki varanlegt. Tímabinding réttinda er og á að vera meginregla þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til hagnýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Dæmin sjást reyndar gegnumgangandi í löggjöf um auðlindir. Mest öll orkuframleiðsla í landinu er á forræði ríkis eða sveitarfélaga. Orkulög heimila hins vegar sveitarfélögum að framselja einkaleyfi til að starfrækja hitaveitu um tilgreint tímabil í senn. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í lögum um fiskeldi er mælt fyrir um rekstrarleyfi til 16 ára. Og nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um Hálendisþjóðgarð skilgreinir hálendi Íslands sem náttúruauðlind í þjóðareign. Þar kemur skýrt fram að óheimilt sé að reka atvinnustarfsemi í þjóðgarði nema með tímabundnum samningi. Nýtt auðlindaákvæði Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er á skjön við almenna lagasetningu um auðlindir. Auðlindaákvæði flokkanna þriggja rammar í reynd inn algjörlega óbreytt ástand, þar sem sjávarauðlindin verður áfram í eigu og á forræði hinna fáu. Skyldi það vera vegna þess að Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar