Hreinn úrslitaleikur í lokaumferð Olís-deildar kvenna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. maí 2021 15:30 Fram mætir KA/Þór í hreinum úrslitaleik næsta laugardag. Vísir/Bára Eftir úrslit dagsins er ljóst að Fram og KA/Þór mætast í hreinum úrslitaleik um deildarmeistaratitil Olís-deildar kvenna í lokaumferð deildarinnar. Alls fóru fjórir leikir fram. KA/Þór vann Val 21-19 á Akureyri. Fram vann stórsigur á FH, 35-20. Haukar unnu HK með þriggja marka mun 30-27 og svo vann Stjarnan tveggja marka sigur á ÍBV, 28-26. Á Akureyri fór Matea Lonac mikinn í marki KA/Þórs en hún varði 12 skot og var með 40 prósent markvörslu. Aldís Ásta Heimisdóttir gerði sér svo lítið fyrir og skoraði sjö mörk. Í liði Vals skoraði Lovísa Thompson sex mörk en það dugði ekki til. Hjá Fram var Sara Sif Helgadóttir með níu skot varin af 16 talsins eða 56 prósent markvörslu. Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði sjö mörk í liði Fram og Ragnheiður Júlíusdóttir gerði sex líkt og Lena Margrét Valdimarsdóttir. Eins og áður sagði er ljóst að KA/Þór og Fram munu mætast í úrslitaleik um næstu helgi en lokaumferð Olís-deildar kvenna fer fram klukkan 13.30 næsta laugardag. KA/Þór vann fyrri leik liðanna 27-23 og dugir því tæknilega séð jafntefli. Valur er í þriðja sæti deildarinnar, aðeins stigi á undan ÍBV. Þar á eftir koma Stjarnan og Haukar með tveimur stigum minna en Eyjastúlkur. Það er ljóst að HK mætir liði úr Grill66-deildinni í umspili um sæti í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Þá er FH fallið úr deildinni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Alls fóru fjórir leikir fram. KA/Þór vann Val 21-19 á Akureyri. Fram vann stórsigur á FH, 35-20. Haukar unnu HK með þriggja marka mun 30-27 og svo vann Stjarnan tveggja marka sigur á ÍBV, 28-26. Á Akureyri fór Matea Lonac mikinn í marki KA/Þórs en hún varði 12 skot og var með 40 prósent markvörslu. Aldís Ásta Heimisdóttir gerði sér svo lítið fyrir og skoraði sjö mörk. Í liði Vals skoraði Lovísa Thompson sex mörk en það dugði ekki til. Hjá Fram var Sara Sif Helgadóttir með níu skot varin af 16 talsins eða 56 prósent markvörslu. Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði sjö mörk í liði Fram og Ragnheiður Júlíusdóttir gerði sex líkt og Lena Margrét Valdimarsdóttir. Eins og áður sagði er ljóst að KA/Þór og Fram munu mætast í úrslitaleik um næstu helgi en lokaumferð Olís-deildar kvenna fer fram klukkan 13.30 næsta laugardag. KA/Þór vann fyrri leik liðanna 27-23 og dugir því tæknilega séð jafntefli. Valur er í þriðja sæti deildarinnar, aðeins stigi á undan ÍBV. Þar á eftir koma Stjarnan og Haukar með tveimur stigum minna en Eyjastúlkur. Það er ljóst að HK mætir liði úr Grill66-deildinni í umspili um sæti í Olís-deild kvenna á næstu leiktíð. Þá er FH fallið úr deildinni. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita