Efnahagur Íslands strandar á ný Jón Frímann Jónsson skrifar 1. maí 2021 16:31 Á ný finna Íslendingar sig í þeirri stöðu að þurfa að eiga við mikla verðbólgu, hækkandi vöruverð og lélegan efnahag. Þetta er endurtekið eftir frá síðustu 70 árum og virðist seint ætla að enda á Íslandi. Ástæðan fyrir því að þetta endar aldrei á Íslandi er vegna þess að efnahagur Íslands er fastur í stjórnsemi afla sem vilja ekkert nema halda Íslandi fyrir utan aðild að Evrópusambandinu og þá þeim möguleika að taka upp evruna með þeim efnahagslegu möguleikum og stöðugleika sem fylgir slíkri aðild. Það má reikna með að sú verðbólga sem er farin af stað á Íslandi núna er bara upphafið af löngu og erfiðu efnahagslegu tímabili sem hófst árið 2020 og ekki sér fyrir endann á núna. Ég er ekki viss um að aukinn fjöldi ferðamanna til Íslands geti bjargað málunum eins og varð raunin eftir efnahagshrunið árið 2008 og þeirri kreppu sem kom í kjölfarið. Hitt vandamálið á Íslandi er sú staðreynd að hagkerfið á Íslandi er rekið af mikilli vanþekkingu, pólitískum tengslum og vanhæfni. Það sést best á því að Bjarni Ben, fjármálaráðherra hefur staðið persónulega í vegi þeirra sem hafa gagnrýnt hann og hans störf. Hvort sem er innanlands eða á hinum Norðurlöndunum. Þetta er auðvitað vanhæfni og smámunasemi af verstu gerð. Lengi getur vont versnað segir máltækið og það á sérstaklega við á Íslandi af ofangreindum ástæðum. Ég reikna með að Íslendingar endurveki aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu eftir um áratug af efnahagslegri áþján, hárri verðbólgu og langtíma efnahagskreppu sem mun aldrei enda að öðru leiti. Ástæða þess að Ísland gekk í EFTA og síðar í Evrópska Efnahagssvæðið (EES) komu til af efnahagskreppum sem einfaldlega tóku ekki enda. Öfgafull hægri öfl sem á Íslandi eru með öfgafulla þjóðerniskennd á dagskránni hjá sér mótmæltu aðild að EFTA og síðar EES með sömu rökum og eru notuð gegn Evrópusambandinu og aðild að því í dag. Þar er engin breyting á. Það sem vill gleymast í umræðunni er sú staðreynd að við aðild Íslands að EFTA og síðar EES þá endaði sú efnahagskreppa sem var í gangi á Íslandi á þeim tíma. Það er orðið vel ljóst að sú hugmyndafræði sem Ísland byggir á virkar ekki í dag og hefur ekki virkað í áratugi. Alveg sama hvað andstæðingar Evrópusambandsins segja og fullyrða. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Á ný finna Íslendingar sig í þeirri stöðu að þurfa að eiga við mikla verðbólgu, hækkandi vöruverð og lélegan efnahag. Þetta er endurtekið eftir frá síðustu 70 árum og virðist seint ætla að enda á Íslandi. Ástæðan fyrir því að þetta endar aldrei á Íslandi er vegna þess að efnahagur Íslands er fastur í stjórnsemi afla sem vilja ekkert nema halda Íslandi fyrir utan aðild að Evrópusambandinu og þá þeim möguleika að taka upp evruna með þeim efnahagslegu möguleikum og stöðugleika sem fylgir slíkri aðild. Það má reikna með að sú verðbólga sem er farin af stað á Íslandi núna er bara upphafið af löngu og erfiðu efnahagslegu tímabili sem hófst árið 2020 og ekki sér fyrir endann á núna. Ég er ekki viss um að aukinn fjöldi ferðamanna til Íslands geti bjargað málunum eins og varð raunin eftir efnahagshrunið árið 2008 og þeirri kreppu sem kom í kjölfarið. Hitt vandamálið á Íslandi er sú staðreynd að hagkerfið á Íslandi er rekið af mikilli vanþekkingu, pólitískum tengslum og vanhæfni. Það sést best á því að Bjarni Ben, fjármálaráðherra hefur staðið persónulega í vegi þeirra sem hafa gagnrýnt hann og hans störf. Hvort sem er innanlands eða á hinum Norðurlöndunum. Þetta er auðvitað vanhæfni og smámunasemi af verstu gerð. Lengi getur vont versnað segir máltækið og það á sérstaklega við á Íslandi af ofangreindum ástæðum. Ég reikna með að Íslendingar endurveki aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu eftir um áratug af efnahagslegri áþján, hárri verðbólgu og langtíma efnahagskreppu sem mun aldrei enda að öðru leiti. Ástæða þess að Ísland gekk í EFTA og síðar í Evrópska Efnahagssvæðið (EES) komu til af efnahagskreppum sem einfaldlega tóku ekki enda. Öfgafull hægri öfl sem á Íslandi eru með öfgafulla þjóðerniskennd á dagskránni hjá sér mótmæltu aðild að EFTA og síðar EES með sömu rökum og eru notuð gegn Evrópusambandinu og aðild að því í dag. Þar er engin breyting á. Það sem vill gleymast í umræðunni er sú staðreynd að við aðild Íslands að EFTA og síðar EES þá endaði sú efnahagskreppa sem var í gangi á Íslandi á þeim tíma. Það er orðið vel ljóst að sú hugmyndafræði sem Ísland byggir á virkar ekki í dag og hefur ekki virkað í áratugi. Alveg sama hvað andstæðingar Evrópusambandsins segja og fullyrða. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar