Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar býst við því að Íslendingar ferðist mest innanlands í sumar. Utanlandsferðir gætu svo færst í aukana eftir því sem fleiri eru bólusettir. Ekki er hægt að nýta ferðagjöf stjórnvalda til að kaupa flugmiða til útlanda.
Við hlustum á ljúfa tóna lúðrasveitar verkalýðsins sem lék vel valin lög fyrir borgarbúa á degi verkalýðsins og kynnum okkur bólusetningarátak pólskra yfirvalda.
Þá kynnum við okkur líftæknifyrirtækið Algalíf í Reykjanesbæ sem ætlar að þrefalda framleiðslu sína á næstunni.
Kvöldfréttirnar eru nú í lokaðri dagskrá en áskrifendur geta horft á þær hér á stod2.is. Einnig er hægt að hlusta á fréttirnar á Bylgjunni hér í spilaranum fyrir ofan.