„Engin stig fyrir kennitölur“ Sindri Sverrisson skrifar 1. maí 2021 21:37 Atli Sveinn Þórarinsson var svekktur yfir að fá ekki neitt út úr fyrsta leik sumarsins. vísir/daníel „Ég held að það væru mörg rauð spjöld ef þetta ætti að vera svona,“ sagði Atli Sveinn Þórarinsson, þjálfari Fylkis, um vendipunktinn í tapleik liðsins gegn FH í Pepsi Max-deildinni í kvöld. Unnar Steinn Ingvarsson fékk þá tvö gul spjöld með skömmu millibili og þar með rautt. FH vann leikinn 2-0 eftir að hafa komist yfir með marki úr víti í fyrri hálfleik og skorað snemma í seinni hálfleik. „Það er svekkjandi að fá á sig mark í gegnum miðja vörnina og bæði mörkin þeirra koma í raun þannig. Við þurfum að loka því betur en að sama skapi þurfum við líka að skapa meira, og ég hefði jafnvel viljað skapa meira eftir að við vorum orðnir manni færri. Að sama skapi verð ég að hrósa mínum mönnum fyrir mikið hjarta og mikinn kraft, og að hafa haldið út í svona langan tíma manni færri,“ sagði Atli Sveinn. Fylkismenn misstu nefnilega Unnar Stein af velli þegar enn voru tíu mínútur eftir af fyrri hálfleik. Hann fékk seinna gula spjaldið fyrir brot á Eggerti Gunnþóri Jónssyni í skalleinvígi. „Þetta voru tveir menn að hoppa upp í skallaeinvígi. Annar er 10 sentímetrum hærri og einhvers staðar verður hinn að hafa hendurnar. Ég held að það væru mörg rauð spjöld ef þetta ætti að vera svona en kannski er ég að gera mig að fífli því ég hef ekki séð þetta aftur í sjónvarpinu. Fyrra brotið var líka ódýrt fannst mér, en Elli [Erlendur Eiríksson] er góður dómari og mér fannst hann dæma leikinn vel en þetta voru samt atvik sem við erum ekki sáttir við,“ sagði Atli Sveinn. Ólafur vann samkeppnina við Aron Fylkismenn voru með afar ungt byrjunarlið en þeir voru án Ragnars Braga Sveinssonar og Daða Ólafssonar vegna leikbanns. Hinn 18 ára gamli Ólafur Kristófer Helgason fékk tækifæri í markinu á kostnað Arons Snæs Friðrikssonar: „Óli er bara búinn að standa sig vel. Það er samkeppni um allar stöður og við ákváðum að spila honum í dag. Óli spilaði vel eins og Hallur Húni vinstra megin,“ sagði Atli Sveinn en Fylkismenn kusu Hall Húna Þorsteinsson mann leiksins í sínum fyrsta leik í efstu deild. Hallur og Ólafur eru báðir 18 ára og alls voru sjö leikmenn í byrjunarliði Fylkis fæddir árið 2000. Þeir misstu ekki hausinn þrátt fyrir mótlætið í leiknum: „Nei, það er mikill kraftur í þessum strákum. En það eru engin stig fyrir kennitölur. Við þurfum að snúa bökum saman fyrir næsta leik og gera betur ef við ætlum að ná sigri á móti HK.“ Pepsi Max-deild karla Fylkir FH Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
FH vann leikinn 2-0 eftir að hafa komist yfir með marki úr víti í fyrri hálfleik og skorað snemma í seinni hálfleik. „Það er svekkjandi að fá á sig mark í gegnum miðja vörnina og bæði mörkin þeirra koma í raun þannig. Við þurfum að loka því betur en að sama skapi þurfum við líka að skapa meira, og ég hefði jafnvel viljað skapa meira eftir að við vorum orðnir manni færri. Að sama skapi verð ég að hrósa mínum mönnum fyrir mikið hjarta og mikinn kraft, og að hafa haldið út í svona langan tíma manni færri,“ sagði Atli Sveinn. Fylkismenn misstu nefnilega Unnar Stein af velli þegar enn voru tíu mínútur eftir af fyrri hálfleik. Hann fékk seinna gula spjaldið fyrir brot á Eggerti Gunnþóri Jónssyni í skalleinvígi. „Þetta voru tveir menn að hoppa upp í skallaeinvígi. Annar er 10 sentímetrum hærri og einhvers staðar verður hinn að hafa hendurnar. Ég held að það væru mörg rauð spjöld ef þetta ætti að vera svona en kannski er ég að gera mig að fífli því ég hef ekki séð þetta aftur í sjónvarpinu. Fyrra brotið var líka ódýrt fannst mér, en Elli [Erlendur Eiríksson] er góður dómari og mér fannst hann dæma leikinn vel en þetta voru samt atvik sem við erum ekki sáttir við,“ sagði Atli Sveinn. Ólafur vann samkeppnina við Aron Fylkismenn voru með afar ungt byrjunarlið en þeir voru án Ragnars Braga Sveinssonar og Daða Ólafssonar vegna leikbanns. Hinn 18 ára gamli Ólafur Kristófer Helgason fékk tækifæri í markinu á kostnað Arons Snæs Friðrikssonar: „Óli er bara búinn að standa sig vel. Það er samkeppni um allar stöður og við ákváðum að spila honum í dag. Óli spilaði vel eins og Hallur Húni vinstra megin,“ sagði Atli Sveinn en Fylkismenn kusu Hall Húna Þorsteinsson mann leiksins í sínum fyrsta leik í efstu deild. Hallur og Ólafur eru báðir 18 ára og alls voru sjö leikmenn í byrjunarliði Fylkis fæddir árið 2000. Þeir misstu ekki hausinn þrátt fyrir mótlætið í leiknum: „Nei, það er mikill kraftur í þessum strákum. En það eru engin stig fyrir kennitölur. Við þurfum að snúa bökum saman fyrir næsta leik og gera betur ef við ætlum að ná sigri á móti HK.“
Pepsi Max-deild karla Fylkir FH Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira