Bólusettu túristarnir eru lentir Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2021 12:33 Flugvél Delta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í morgun. Vísir/Sigurjón Flugvél full af bólusettum ferðamönnum frá Bandaríkjunum lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun. Koma flugvélarinnar markar upphaf ferðamannasumarsins á Íslandi, að mati framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Átta flugvélar eru á áætlun til lendingar á Keflavíkurflugvelli í dag. Sú fyrsta, á vegum bandaríska flugfélagsins Delta, lenti á áttunda tímanum í morgun frá New York. Um hundrað og þrjátíu farþegar voru um borð, ýmist bólusettir gegn Covid eða með mótefni. Fréttastofa hitti Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli í morgun. Hann segir komu Delta-vélarinnar marka ákveðin tímamót í kórónuveirufaraldrinum. „Þessi vél er kannski fyrsta vélin sem er aðallega að koma með „detikeraða“ ferðamenn, það er allur munurinn, sem sýnir að ferðamannasumarið er kannski að hefjast núna,“ segir Jóhannes. Jóhannes Þór á Keflavíkurflugvelli í morgun.Vísir/Sigurjón „Sá fjöldi véla sem er að koma núna þessa helgi og næstu daga sýnir það að þetta er aðeins að breytast núna inn í sumarið hjá okkur. Þetta eru kannski fyrstu merki um að landið sé að rísa, ekki bara í ferðaþjónustunni, heldur út úr þessum faraldri.“ Ferðamannastaumurinn muni vonandi byrja að aukast í maí og svo talsvert meira í júní. „Til að byrja með verður þetta væntanlega aðallega bólusettir Bandaríkjamenn og þeir sem geta framvísað vottorðum frá Bandaríkjunum og Bretlandi, sem verða fyrstu alvöru túristarnir á landinu. En við munum þurfa að bíða væntanlega heldur lengur eftir fólki frá meginlandi Evrópu.“ Farþegar úr Delta-flugvélinni framvísa tilskildum skjölum við komu í morgun.Vísir/Sigurjón Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugfélögin sem boða komu sína í sumar Von er á allt að tuttugu flugfélögum með áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll í sumar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að fyrsta júlí ætti að vera orðið nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi. 30. apríl 2021 20:31 Ekki hægt að nýta ferðagjöfina í flugmiða til útlanda Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar býst við því að Íslendingar ferðist mest innanlands í sumar. Utanlandsferðir gætu svo færst í aukana eftir því sem fleiri eru bólusettir. Ekki er hægt að nýta ferðagjöf stjórnvalda til að kaupa flugmiða til útlanda. 1. maí 2021 18:27 Bæta við þriðja sóttkvíarhótelinu á morgun þar sem hin eru að fyllast Gert er ráð fyrir að nýtt sóttkvíarhótel verði tekið í notkun á höfuðborgarsvæðinu á morgun, til viðbótar við þau tvö sem fyrir eru. Að óbreyttu er útlit fyrir að þau hótel sem þegar eru í notkun fyllist á morgun eða hinn í ljósi þess að von er á þremur áætlunarferðum frá skilgreindum áhættusvæðum til landsins í dag og öðrum þremur á morgun. 1. maí 2021 16:51 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Átta flugvélar eru á áætlun til lendingar á Keflavíkurflugvelli í dag. Sú fyrsta, á vegum bandaríska flugfélagsins Delta, lenti á áttunda tímanum í morgun frá New York. Um hundrað og þrjátíu farþegar voru um borð, ýmist bólusettir gegn Covid eða með mótefni. Fréttastofa hitti Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli í morgun. Hann segir komu Delta-vélarinnar marka ákveðin tímamót í kórónuveirufaraldrinum. „Þessi vél er kannski fyrsta vélin sem er aðallega að koma með „detikeraða“ ferðamenn, það er allur munurinn, sem sýnir að ferðamannasumarið er kannski að hefjast núna,“ segir Jóhannes. Jóhannes Þór á Keflavíkurflugvelli í morgun.Vísir/Sigurjón „Sá fjöldi véla sem er að koma núna þessa helgi og næstu daga sýnir það að þetta er aðeins að breytast núna inn í sumarið hjá okkur. Þetta eru kannski fyrstu merki um að landið sé að rísa, ekki bara í ferðaþjónustunni, heldur út úr þessum faraldri.“ Ferðamannastaumurinn muni vonandi byrja að aukast í maí og svo talsvert meira í júní. „Til að byrja með verður þetta væntanlega aðallega bólusettir Bandaríkjamenn og þeir sem geta framvísað vottorðum frá Bandaríkjunum og Bretlandi, sem verða fyrstu alvöru túristarnir á landinu. En við munum þurfa að bíða væntanlega heldur lengur eftir fólki frá meginlandi Evrópu.“ Farþegar úr Delta-flugvélinni framvísa tilskildum skjölum við komu í morgun.Vísir/Sigurjón
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Flugfélögin sem boða komu sína í sumar Von er á allt að tuttugu flugfélögum með áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll í sumar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að fyrsta júlí ætti að vera orðið nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi. 30. apríl 2021 20:31 Ekki hægt að nýta ferðagjöfina í flugmiða til útlanda Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar býst við því að Íslendingar ferðist mest innanlands í sumar. Utanlandsferðir gætu svo færst í aukana eftir því sem fleiri eru bólusettir. Ekki er hægt að nýta ferðagjöf stjórnvalda til að kaupa flugmiða til útlanda. 1. maí 2021 18:27 Bæta við þriðja sóttkvíarhótelinu á morgun þar sem hin eru að fyllast Gert er ráð fyrir að nýtt sóttkvíarhótel verði tekið í notkun á höfuðborgarsvæðinu á morgun, til viðbótar við þau tvö sem fyrir eru. Að óbreyttu er útlit fyrir að þau hótel sem þegar eru í notkun fyllist á morgun eða hinn í ljósi þess að von er á þremur áætlunarferðum frá skilgreindum áhættusvæðum til landsins í dag og öðrum þremur á morgun. 1. maí 2021 16:51 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Flugfélögin sem boða komu sína í sumar Von er á allt að tuttugu flugfélögum með áætlunarflug um Keflavíkurflugvöll í sumar. Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að fyrsta júlí ætti að vera orðið nokkuð auðvelt að taka á móti ferðamönnum á Íslandi. 30. apríl 2021 20:31
Ekki hægt að nýta ferðagjöfina í flugmiða til útlanda Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar býst við því að Íslendingar ferðist mest innanlands í sumar. Utanlandsferðir gætu svo færst í aukana eftir því sem fleiri eru bólusettir. Ekki er hægt að nýta ferðagjöf stjórnvalda til að kaupa flugmiða til útlanda. 1. maí 2021 18:27
Bæta við þriðja sóttkvíarhótelinu á morgun þar sem hin eru að fyllast Gert er ráð fyrir að nýtt sóttkvíarhótel verði tekið í notkun á höfuðborgarsvæðinu á morgun, til viðbótar við þau tvö sem fyrir eru. Að óbreyttu er útlit fyrir að þau hótel sem þegar eru í notkun fyllist á morgun eða hinn í ljósi þess að von er á þremur áætlunarferðum frá skilgreindum áhættusvæðum til landsins í dag og öðrum þremur á morgun. 1. maí 2021 16:51