Jurrien Timber, Sebastien Haller, Devyne Rensch og Davy Klaassen skoruðu mörk Ajax þegar Emmen kom í heimsókn í gær.
Ajax er nú með 79 stig þegar þrjár umferðir eru eftir, 14 stigum fyrir ofan PSV Eindhoven sem gerði 2-2 jafntefli gegn SC Heerenveen í gærkvöldi.
FC Emmen er enn í 16. sæti deildarinnar, einu stigi frá öruggu sæti.
Ajax are Eredivisie champions for a 35th time pic.twitter.com/rasiQtApgj
— B/R Football (@brfootball) May 2, 2021