Anníe Mist með Fjallið í CrossFit: Ég var alltaf smá stressuð um að ég myndi drepa Hafþór Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2021 08:32 Anníe Mist Þórisdóttir og Frederik Ægidius hvetja Hafþór Júlíus Björnsson hér áfram. Instagram/@thorbjornsson Anníe Mist Þórisdóttir og Frederik Ægidius fengu það stóra verkefni að koma Fjallinu Hafþóri Júlíus Björnssyni í betra form fyrir bardagann við Eddie Hall í september. Hafþór Júlíus Björnsson slær ekkert slöku við æfingarnar þessa dagana og sagi í nýjasta myndbandinu sínu að hann sé farinn að æfa næstum því þrisvar sinnum á dag. „Ég hef ekki náð að mynda mikið fyrir ykkur að undanförnu og bið ykkur afsökunar á því en ástæðan fyrir því er að ég hef verið mjög upptekinn við æfingar. Ég hef verið að æfa næstum því þrisvar sinnum á dag,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í upphafi nýjasta myndbandsins sem fjallar um heimsókn hans í CrossFit Reykjavík. Hafþór Júlíus ætlar að vera duglegur að sýna fylgjendum sínum frá æfingaferðinni sinni til Dúbaí en næsta mánuðinn mun kappinn færa sig yfir til Dúbaí þar sem hann mun á endanum taka síðasta æfingabardagann sinn fyrir einvígið við Eddie Hall í Las Vegas í september. Hafþór flaug út til Dúbaí í gær. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Nýjasta myndbandið snerist aftur á móti um heimsókn Hafþórs til Frederiks Ægidius og Anníe Mistar Þórisdóttur í CrossFit Reykjavík. „Hann hefur verið að hjálpa mér með þolæfingarnar og ég ætla að spyrja hann meira út hvað við höfum verið að gera saman svo að þið fáið meiri upplýsingar,“ sagði Hafþór Júlíus um samvinnu sína við Frederik Ægidius. Anníe Mist er náttúrulega ekki langt undan enda sjálf að koma sterk til baka eftir barneignarleyfi. Hafþór Júlíus kynnti síðan Frederik og Anníe Mist til leiks. Þetta er fimmta vikan í æfingunum hjá þeim og Hafþór Júlíus sér sálfur miklar framfarir. „Mér finnst þetta hafa hjálpað mér mikið og ég veit að þið eruð miklir fagmenn og vitið nákvæmlega hvað þið eruð að gera. Ég vil sækja mér aðstoð til þeirra sem vita hvað þeir eru að gera. Ég veit allt um það hvernig maður getur orðið sterkari en minna um hvernig maður kemst í betri þolþjálfun fyrir hnefaleikanna,“ sagði Hafþór. Anníe Mist tók síðan orðið. „Þegar við hittumst fyrst þá varst þú að kenna mér styrktaræfingar þegar ég var að undirbúa mig fyrir heimsleikanna en nú er ég spennt fyrir að launa honum greiðann,“ sagði Anníe Mist. „Hafþór hefur komið áður til okkar og prófað smá CrossFit. Ef ég segi alveg eins og er þá hef ég alltaf verið smá stressuð um að ég myndi drepa hann þegar hann hefur æft með okkur,“ sagði Anníe Mist hlæjandi. Frederik Ægidius er vanur að vinna með CrossFit fólki en ekki kraftajötnum og segir að það hafi verið mikill lærdómur fyrir sig að vinna með Hafþóri Júlíusi. „Hann kom mér á óvart. Þið eigið eftir að þykja mikið til hans koma eftir að sjá þetta,“ sagði Anníe Mist og Hafþór þakkaði henni fyrir hrósið. „Hann sagðist vera tilbúinn að þjást og hann hefur sannað það í verki,“ sagði Frederik Ægidius. Það má sjá æfinguna með Anníe Mist og Frederik hér fyrir neðan. watch on YouTube CrossFit Box Aflraunir Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson slær ekkert slöku við æfingarnar þessa dagana og sagi í nýjasta myndbandinu sínu að hann sé farinn að æfa næstum því þrisvar sinnum á dag. „Ég hef ekki náð að mynda mikið fyrir ykkur að undanförnu og bið ykkur afsökunar á því en ástæðan fyrir því er að ég hef verið mjög upptekinn við æfingar. Ég hef verið að æfa næstum því þrisvar sinnum á dag,“ sagði Hafþór Júlíus Björnsson í upphafi nýjasta myndbandsins sem fjallar um heimsókn hans í CrossFit Reykjavík. Hafþór Júlíus ætlar að vera duglegur að sýna fylgjendum sínum frá æfingaferðinni sinni til Dúbaí en næsta mánuðinn mun kappinn færa sig yfir til Dúbaí þar sem hann mun á endanum taka síðasta æfingabardagann sinn fyrir einvígið við Eddie Hall í Las Vegas í september. Hafþór flaug út til Dúbaí í gær. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Nýjasta myndbandið snerist aftur á móti um heimsókn Hafþórs til Frederiks Ægidius og Anníe Mistar Þórisdóttur í CrossFit Reykjavík. „Hann hefur verið að hjálpa mér með þolæfingarnar og ég ætla að spyrja hann meira út hvað við höfum verið að gera saman svo að þið fáið meiri upplýsingar,“ sagði Hafþór Júlíus um samvinnu sína við Frederik Ægidius. Anníe Mist er náttúrulega ekki langt undan enda sjálf að koma sterk til baka eftir barneignarleyfi. Hafþór Júlíus kynnti síðan Frederik og Anníe Mist til leiks. Þetta er fimmta vikan í æfingunum hjá þeim og Hafþór Júlíus sér sálfur miklar framfarir. „Mér finnst þetta hafa hjálpað mér mikið og ég veit að þið eruð miklir fagmenn og vitið nákvæmlega hvað þið eruð að gera. Ég vil sækja mér aðstoð til þeirra sem vita hvað þeir eru að gera. Ég veit allt um það hvernig maður getur orðið sterkari en minna um hvernig maður kemst í betri þolþjálfun fyrir hnefaleikanna,“ sagði Hafþór. Anníe Mist tók síðan orðið. „Þegar við hittumst fyrst þá varst þú að kenna mér styrktaræfingar þegar ég var að undirbúa mig fyrir heimsleikanna en nú er ég spennt fyrir að launa honum greiðann,“ sagði Anníe Mist. „Hafþór hefur komið áður til okkar og prófað smá CrossFit. Ef ég segi alveg eins og er þá hef ég alltaf verið smá stressuð um að ég myndi drepa hann þegar hann hefur æft með okkur,“ sagði Anníe Mist hlæjandi. Frederik Ægidius er vanur að vinna með CrossFit fólki en ekki kraftajötnum og segir að það hafi verið mikill lærdómur fyrir sig að vinna með Hafþóri Júlíusi. „Hann kom mér á óvart. Þið eigið eftir að þykja mikið til hans koma eftir að sjá þetta,“ sagði Anníe Mist og Hafþór þakkaði henni fyrir hrósið. „Hann sagðist vera tilbúinn að þjást og hann hefur sannað það í verki,“ sagði Frederik Ægidius. Það má sjá æfinguna með Anníe Mist og Frederik hér fyrir neðan. watch on YouTube
CrossFit Box Aflraunir Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista Michael Jordan gefur meira en milljarð króna EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Sjá meira