Samherji segir sekt DNB-bankans ekki tengjast viðskiptum sínum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2021 14:50 Samherji segir viðskipti sín við norska DNB-bankann ekki tengjast ákvörðun norska fjármálaeftirlitsins um að sekta bankann um 6 milljarða króna. Vísir/EPA Samherji segist enga aðild eiga að máli norska fjármálaeftirlitsins gagnvart DNB-bankanum, sem í dag var sektaður um 400 milljónir norskra króna, eða um sex milljarða íslenskra króna, vegna brota á reglum um peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið. Þá segist Samherji engar upplýsingar hafa um þessa sektarákvörðun umfram það sem birst hefur opinberlega. Fréttastofa greindi frá málinu fyrr í dag en DNB sagði upp öllum viðskiptum við Samherja í árslok 2019. Norska fjármálaeftirlitið gagnrýnir bankann harðlega í tilkynningu sem birt var í dag og segir Kjerstin Braathen, forstjóri DNB, bankann taka gagnrýnina „mjög alvarlega.“ Almennt kerfi DNB til að greina peningaþvætti ófullnægjandi Norska ríkið á 34 prósent hlutafjár í DNB-bankanum og hefur sérstaklega gagnrýnt bankann fyrir að hafa ekki kannað millifærslur milli tveggja fyrirtækja Samherja hjá bankanum eftir að fréttir bárust um starfsemi félagsins í Namibíu. „Eftir því sem ráðið verður af gögnum var þessi sekt lögð á DNB bankann eftir reglubundið eftirlit með peningaþvættisvörnum bankans í febrúar á síðasta ári. Niðurstaða þeirrar athugunar var að almennt kerfi DNB til að greina hugsanlegt peningaþvætti hafi verið ófullnægjandi,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu Samherja. „DNB hefur tekið skýrt fram að norska fjármálaeftirlitið saki bankann ekki um að hafa aðstoðað viðskiptavini sína við peningaþvætti heldur sé bankinn sakaður um það að verkferlar bankans hafi almennt ekki fylgt ítarlegri norskri löggjöf um aðgerðir gegn peningaþvætti.“ „Meginefni skýrslunnar um starfshætti bankans en ekki um Samherja“ Samherji segist hafa þrjár athugasemdir við sérstaka skýrslu sem norska fjármálaeftirlitið hefur unnið að um viðskiptasamband DNB-bankans og Samherja en greint var frá henni í dag. „Í fyrsta lagi ber að geta þess að þótt þessi skýrsla fjalli að nafninu til um samband DNB við Samherja er meginefni hennar um starfhætti DNB bankans sjálfs í ljósi norskrar löggjafar en ekki um Samherja,“ segir í yfirlýsingunni. „Í öðru lagi er skýrslan ónákvæm. Það kemur ekki á óvart þar sem Finanstilsynet hafði aldrei samband við Samherja og beindi aldrei neinum fyrirspurnum til fyrirtækisins við gerð skýrslunnar. Að öllum líkindum er ástæðan fyrir þessu sú staðreynd að Samherji á enga aðild að þessu máli.“ „Samherji aðeins einn af þessum 400 viðskiptavinum“ Segir í yfirlýsingunni að það sé „mjög óheppilegt“ að skýrsla sem hafi trúnaðarupplýsingar að geyma um þriðja aðila sé gerð opinber áður en fyrirtækið fái tækifæri til að gera athugasemdir við hana. Dæmi um ónákvæmni í skýrslunni, að sögn Samherja, sé sú framsetning að allar greiðslur gegnum bankareikninga í DNB bankanum hafi tengst útgerðinni í Namibíu. „Þetta er fjarri því að vera rétt enda var mikill meirihluti millifærslna gerður í tengslum við sölu sjávarafurða og skipa víðs vegar um heim. Þar er um að ræða ósköp venjuleg og algjörlega óumdeild viðskipti,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir Samherji að skýrslan engin áhrif á umrætt mál milli Finanstilsynet og DNB-bankans. „Sú sektarákvörðun sem beinist að DNB og tilkynnt var um í dag er nákvæmlega sú sama og hin almenna sekt sem lögð var á DNB og greint var frá í desember á síðast ári. Þá tekur norska fjármálaeftirlitið skýrt fram að viðskiptasamband DNB og Samherja sé ekki afmarkað eða einangrað tilvik. DNB bankinn er sektaður vegna þess að bankinn fylgdi ekki ítarlegum reglum um verklag í tengslum við viðskipti allt að 400 viðskiptavina bankans og Samherji er aðeins einn af þessum 400 viðskiptavinum.“ Noregur Samherjaskjölin Tengdar fréttir Namibískir fjölmiðlamenn senda frá sér harðorða yfirlýsingu Í tilkynningu frá samtökum blaðamanna í Namibíu (NAMPU) er harmað að Ísland sé nú óðum að stefna inn á lista yfir lönd hvar blaðamönnum er ekki óhætt að sinna starfi sínu. 3. maí 2021 10:42 DNB sektað um sex milljarða vegna Samherjamálsins Norska fjármálaeftirlitið hefur sektað DNB-bankann um 400 milljónir norska króna, um sex milljarða íslenskra króna, vegna brota á reglum um peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið. 3. maí 2021 10:21 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Fréttastofa greindi frá málinu fyrr í dag en DNB sagði upp öllum viðskiptum við Samherja í árslok 2019. Norska fjármálaeftirlitið gagnrýnir bankann harðlega í tilkynningu sem birt var í dag og segir Kjerstin Braathen, forstjóri DNB, bankann taka gagnrýnina „mjög alvarlega.“ Almennt kerfi DNB til að greina peningaþvætti ófullnægjandi Norska ríkið á 34 prósent hlutafjár í DNB-bankanum og hefur sérstaklega gagnrýnt bankann fyrir að hafa ekki kannað millifærslur milli tveggja fyrirtækja Samherja hjá bankanum eftir að fréttir bárust um starfsemi félagsins í Namibíu. „Eftir því sem ráðið verður af gögnum var þessi sekt lögð á DNB bankann eftir reglubundið eftirlit með peningaþvættisvörnum bankans í febrúar á síðasta ári. Niðurstaða þeirrar athugunar var að almennt kerfi DNB til að greina hugsanlegt peningaþvætti hafi verið ófullnægjandi,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu Samherja. „DNB hefur tekið skýrt fram að norska fjármálaeftirlitið saki bankann ekki um að hafa aðstoðað viðskiptavini sína við peningaþvætti heldur sé bankinn sakaður um það að verkferlar bankans hafi almennt ekki fylgt ítarlegri norskri löggjöf um aðgerðir gegn peningaþvætti.“ „Meginefni skýrslunnar um starfshætti bankans en ekki um Samherja“ Samherji segist hafa þrjár athugasemdir við sérstaka skýrslu sem norska fjármálaeftirlitið hefur unnið að um viðskiptasamband DNB-bankans og Samherja en greint var frá henni í dag. „Í fyrsta lagi ber að geta þess að þótt þessi skýrsla fjalli að nafninu til um samband DNB við Samherja er meginefni hennar um starfhætti DNB bankans sjálfs í ljósi norskrar löggjafar en ekki um Samherja,“ segir í yfirlýsingunni. „Í öðru lagi er skýrslan ónákvæm. Það kemur ekki á óvart þar sem Finanstilsynet hafði aldrei samband við Samherja og beindi aldrei neinum fyrirspurnum til fyrirtækisins við gerð skýrslunnar. Að öllum líkindum er ástæðan fyrir þessu sú staðreynd að Samherji á enga aðild að þessu máli.“ „Samherji aðeins einn af þessum 400 viðskiptavinum“ Segir í yfirlýsingunni að það sé „mjög óheppilegt“ að skýrsla sem hafi trúnaðarupplýsingar að geyma um þriðja aðila sé gerð opinber áður en fyrirtækið fái tækifæri til að gera athugasemdir við hana. Dæmi um ónákvæmni í skýrslunni, að sögn Samherja, sé sú framsetning að allar greiðslur gegnum bankareikninga í DNB bankanum hafi tengst útgerðinni í Namibíu. „Þetta er fjarri því að vera rétt enda var mikill meirihluti millifærslna gerður í tengslum við sölu sjávarafurða og skipa víðs vegar um heim. Þar er um að ræða ósköp venjuleg og algjörlega óumdeild viðskipti,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir Samherji að skýrslan engin áhrif á umrætt mál milli Finanstilsynet og DNB-bankans. „Sú sektarákvörðun sem beinist að DNB og tilkynnt var um í dag er nákvæmlega sú sama og hin almenna sekt sem lögð var á DNB og greint var frá í desember á síðast ári. Þá tekur norska fjármálaeftirlitið skýrt fram að viðskiptasamband DNB og Samherja sé ekki afmarkað eða einangrað tilvik. DNB bankinn er sektaður vegna þess að bankinn fylgdi ekki ítarlegum reglum um verklag í tengslum við viðskipti allt að 400 viðskiptavina bankans og Samherji er aðeins einn af þessum 400 viðskiptavinum.“
Noregur Samherjaskjölin Tengdar fréttir Namibískir fjölmiðlamenn senda frá sér harðorða yfirlýsingu Í tilkynningu frá samtökum blaðamanna í Namibíu (NAMPU) er harmað að Ísland sé nú óðum að stefna inn á lista yfir lönd hvar blaðamönnum er ekki óhætt að sinna starfi sínu. 3. maí 2021 10:42 DNB sektað um sex milljarða vegna Samherjamálsins Norska fjármálaeftirlitið hefur sektað DNB-bankann um 400 milljónir norska króna, um sex milljarða íslenskra króna, vegna brota á reglum um peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið. 3. maí 2021 10:21 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Namibískir fjölmiðlamenn senda frá sér harðorða yfirlýsingu Í tilkynningu frá samtökum blaðamanna í Namibíu (NAMPU) er harmað að Ísland sé nú óðum að stefna inn á lista yfir lönd hvar blaðamönnum er ekki óhætt að sinna starfi sínu. 3. maí 2021 10:42
DNB sektað um sex milljarða vegna Samherjamálsins Norska fjármálaeftirlitið hefur sektað DNB-bankann um 400 milljónir norska króna, um sex milljarða íslenskra króna, vegna brota á reglum um peningaþvætti í tengslum við Samherjamálið. 3. maí 2021 10:21
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent