Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar – Þriðji hluti Valur Freyr Jónsson skrifar 5. maí 2021 15:00 Enn held ég áfram umfjöllun um hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni og eiga þar allt undir sérkennilegri framgöngu eftirlitsmanna MAST. Ég geri þetta einfaldlega af því að get ekki setið lengur þegjandi undir furðulegri framkomu við mig og aðra. Sífellt eftirlit sem gefur tekjur Næsta skýrsla er frá því um miðjan febrúar og allt við það sama af beggja hálfu. Það er alkunna að þegar þessir sérfræðingar geta ekki með góðu móti sett út á hrossin þá er farið að eltast við allskonar tittlingaskít sem litlu eða engu máli skiptir. Það er það, sífellt eftirlit sem gefur tekjur. Hótun um dagsektir vegna illa haldinna hrossa í góðum holdum Þann 21. febrúar er mér skrifað hótunarbréf um dagsektir vegna þess að ég hafi ekki brugðist við kröfum eftirlitsmanns frá því 14. febrúar vegna hrossa sem ég haldi á spildu við Dalsmynni. 25.000 á dag. Getur það verið að þessir sérfræðingar sjái ekki að 50 hektara land er eitthvað meira en graslaus spilda upp undir hliði þar sem hrossin eru sett inn og tekin út. Þannig er það að þar hanga skepnur oft, líka kýr og kindur sem eru saddar. Gjafasvæði, ég hef ekki enn fengið að vita hvar þau ákváðu að það væri, ég aftur á móti veit hvar ég ákvað það þegar ég byrjaði að gefa hrossunum 18. mars. Þá voru þau enn í góðum holdum og vel útlítandi. Hvernig ætli hafi staðið á því? Hótun um dagsektir hafði þar engin áhrif. Og um eftirlit með þessum hrossum veit þetta fólk ekki neitt. Um fóðrun hrossa geta þessir snillingar ekki kennt mér neitt. Eins og sjá má á ummælum eftirlitsdýralækna stofnunarinnar fyrr í þessum skrifum. Mér er hótað dagsektum frá 28 febrúar. Þann 7. mars er mér tilkynnt að dagsektir vegna aðbúnaðar hrossa á Kjalarnesi hafi tekið gildi. Þetta eru sömu hrossin og þetta sama eftirlitsfólk sá ekkert athugavert við fáum vikum fyrr. Fyrirtæki í fullum rekstri hefur ekkert með starfsfólk að gera sem býr ekki til tekjur. Hótað vörslusviptingu á nautgripum..! Í sama bréfi fæ ég tilkynningu um það að lagðar hafi verið á mig 30.000 kr dagsektir frá 15. febrúar og upphæðin sé orðin 45.0000 kr. Vegna bleytu í stíum í fjósi, sérstaklega mikil bleyta í kálfastíum .og kálfarnir skítugir og bla bla bla og hótað vörslusviptingu. Ég hef ekki enn fengið að vita hvar ég var með þessa nautgripi. Sagt beitarlaust en holdafar í lagi Þann15. mars er enn ein skýrslan skrifuð og einlægt sami söngurinn beitarlaust, ekkert farið að gefa en holdafar í lagi. Ég vissi þetta og margir fleiri sem vit hafa á en spyrja má hver segir að þetta fólk hafi vit á holdafari hrossa? Eru þetta fóðurfræðingar? Það var hægt að taka mark á forðagæslumönnum á meðan þeirra naut við. Enda valdist þá til þessara starfa fólk sem hafði vit á skepnum. Á þessu verður að verða breyting. Reiðhross í hagalítilli girðingu Einhvern tímann um mitt sumar hringdi til mín ung kona frá Mast, Þórdís Karlsdóttir til þess að segja mér að það væru hross í lítilli haglausri girðingu í Dalsmynni. Ég sagði henni að svona ætti það að vera, þarna væri um að ræða reiðhross sem verið væri að passa að hlypu ekki í spik, og sagði henni jafnframt að ég hvorki þyrfti né kærði mig um neinar upplýsingar frá Mast, tók hún því nokkuð vel. Kurteis manneskja alin upp hjá góðu fólki í Strandasýslu. Engin árásargirni eða hroki. Höfundur er rútubílstjóri. freyshestar@hotmail.com Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Tengdar fréttir Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar Ég ætla að fara hérna yfir það á gagnrýninn hátt hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni. Sérstaklega mun ég taka til umfjöllunar eltingaleik Matvælastofnunar og furðulega framkomu starfsfólks stofnunarinnar við mig og aðra. 3. maí 2021 15:00 Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar – Annar hluti Ég held hér áfram umfjöllun um hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni og eiga þar allt undir sérkennilegri framgöngu eftirlitsmanna MAST. 4. maí 2021 15:00 Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Enn held ég áfram umfjöllun um hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni og eiga þar allt undir sérkennilegri framgöngu eftirlitsmanna MAST. Ég geri þetta einfaldlega af því að get ekki setið lengur þegjandi undir furðulegri framkomu við mig og aðra. Sífellt eftirlit sem gefur tekjur Næsta skýrsla er frá því um miðjan febrúar og allt við það sama af beggja hálfu. Það er alkunna að þegar þessir sérfræðingar geta ekki með góðu móti sett út á hrossin þá er farið að eltast við allskonar tittlingaskít sem litlu eða engu máli skiptir. Það er það, sífellt eftirlit sem gefur tekjur. Hótun um dagsektir vegna illa haldinna hrossa í góðum holdum Þann 21. febrúar er mér skrifað hótunarbréf um dagsektir vegna þess að ég hafi ekki brugðist við kröfum eftirlitsmanns frá því 14. febrúar vegna hrossa sem ég haldi á spildu við Dalsmynni. 25.000 á dag. Getur það verið að þessir sérfræðingar sjái ekki að 50 hektara land er eitthvað meira en graslaus spilda upp undir hliði þar sem hrossin eru sett inn og tekin út. Þannig er það að þar hanga skepnur oft, líka kýr og kindur sem eru saddar. Gjafasvæði, ég hef ekki enn fengið að vita hvar þau ákváðu að það væri, ég aftur á móti veit hvar ég ákvað það þegar ég byrjaði að gefa hrossunum 18. mars. Þá voru þau enn í góðum holdum og vel útlítandi. Hvernig ætli hafi staðið á því? Hótun um dagsektir hafði þar engin áhrif. Og um eftirlit með þessum hrossum veit þetta fólk ekki neitt. Um fóðrun hrossa geta þessir snillingar ekki kennt mér neitt. Eins og sjá má á ummælum eftirlitsdýralækna stofnunarinnar fyrr í þessum skrifum. Mér er hótað dagsektum frá 28 febrúar. Þann 7. mars er mér tilkynnt að dagsektir vegna aðbúnaðar hrossa á Kjalarnesi hafi tekið gildi. Þetta eru sömu hrossin og þetta sama eftirlitsfólk sá ekkert athugavert við fáum vikum fyrr. Fyrirtæki í fullum rekstri hefur ekkert með starfsfólk að gera sem býr ekki til tekjur. Hótað vörslusviptingu á nautgripum..! Í sama bréfi fæ ég tilkynningu um það að lagðar hafi verið á mig 30.000 kr dagsektir frá 15. febrúar og upphæðin sé orðin 45.0000 kr. Vegna bleytu í stíum í fjósi, sérstaklega mikil bleyta í kálfastíum .og kálfarnir skítugir og bla bla bla og hótað vörslusviptingu. Ég hef ekki enn fengið að vita hvar ég var með þessa nautgripi. Sagt beitarlaust en holdafar í lagi Þann15. mars er enn ein skýrslan skrifuð og einlægt sami söngurinn beitarlaust, ekkert farið að gefa en holdafar í lagi. Ég vissi þetta og margir fleiri sem vit hafa á en spyrja má hver segir að þetta fólk hafi vit á holdafari hrossa? Eru þetta fóðurfræðingar? Það var hægt að taka mark á forðagæslumönnum á meðan þeirra naut við. Enda valdist þá til þessara starfa fólk sem hafði vit á skepnum. Á þessu verður að verða breyting. Reiðhross í hagalítilli girðingu Einhvern tímann um mitt sumar hringdi til mín ung kona frá Mast, Þórdís Karlsdóttir til þess að segja mér að það væru hross í lítilli haglausri girðingu í Dalsmynni. Ég sagði henni að svona ætti það að vera, þarna væri um að ræða reiðhross sem verið væri að passa að hlypu ekki í spik, og sagði henni jafnframt að ég hvorki þyrfti né kærði mig um neinar upplýsingar frá Mast, tók hún því nokkuð vel. Kurteis manneskja alin upp hjá góðu fólki í Strandasýslu. Engin árásargirni eða hroki. Höfundur er rútubílstjóri. freyshestar@hotmail.com
Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar Ég ætla að fara hérna yfir það á gagnrýninn hátt hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni. Sérstaklega mun ég taka til umfjöllunar eltingaleik Matvælastofnunar og furðulega framkomu starfsfólks stofnunarinnar við mig og aðra. 3. maí 2021 15:00
Af viðskiptum við eftirlitskerfi Matvælastofnunar – Annar hluti Ég held hér áfram umfjöllun um hvernig það er að eiga hross á höfuðborgarsvæðinu, bæði úti og inni og eiga þar allt undir sérkennilegri framgöngu eftirlitsmanna MAST. 4. maí 2021 15:00
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun