Segja það skammarlegt hvað FH-ingar gerðu lítið fyrir kvennaliðið sitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. maí 2021 09:30 FH stelpurnar Aþena Arna Ágústsdóttir og Hildur Guðjónsdóttir ganga niðurlútar af velli eftir tap á móti Haukum. Eitt af þrettán tapleikjum FH-liðsins á tímabilinu. Vísir/Hulda Margrét Sérfræðingar Seinni bylgjunnar létu forráðamenn FH heyra það fyrir það hvað félagið gerði lítið fyrir kvennaliðið sitt í Olís deild kvenna í vetur. Það lítur út fyrir FH konur munu ekki fá stig í Olís deild kvenna í handbolta í vetur. Liðið kom upp úr Grill66-deild kvenna í fyrra en hefur tapað fyrstu þrettán leikjum sínum í Olís deildinni. Sigurlaug Rúnarsdóttir og Íris Ásta Pétursdóttir voru sérfræðingar Svövu Kristínar Grétarsdóttur í síðustu Seinni bylgju og þar barst umræðan að liði FH og frammistöðu Hafnarfjarðarliðsins á tímabilinu. „Það lítur allt út fyrir það að FH sé að fara í gegnum þessa deild án þess að fá stig. Hvað getum við sagt? Er allt of mikill munur á milli Grillsins og Olís,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir og byrjaði umræðuna. „Það er getumunur. Þegar lið ætla að fara upp í Olís deildina og setja enga peninga í það þá er þetta ekki hægt. Ég held að þetta sé skólabókardæmi um það. Félög verða vara að pæla í þessu. Það er ekki hægt að fara upp í Olís ef þú ætlar ekki að gera neitt. Þær voru með smá baráttu fyrstu mínúturnar en svo ekki söguna meir. Þær eiga ekki möguleika í þetta eins leiðinlegt og það er,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um kvennalið FH „Nægu er eitt í karlaliðið, Hefði maður ekki haldið að klúbbur eins og FH ætti að geta alla vega sótt einhverja leikmenn,“ skaut Svava Kristín inn í. „Mér finnst félagið ekki sýna nægilega mikinn áhuga og kvennaliðinu eins og karlaliðinu. Þær fengu sænskan miðjumann en fór síðan í burtu af því að þeir borguðu ekki félagsgjaldið fyrir hana í byrjun. Þetta er bara eitt dæmi,“ sagði Íris Ásta Pétursdóttir. „Komdu upp í úrvalsdeildina og sýndu þessu smá áhuga með að fá fleiri leikmenn. Fáum útlendinga eða gerum eitthvað til þess að halda liðinu í deildinni. FH er alveg stórveldi,“ sagði Íris Ásta sem var mikið niðri fyrir. „FH er stórveldi og ekki bara í handbolta heldur í fullt af íþróttum. Það er skammarlegt að þeir hafi ekki gert þetta almennilega. Þú verður alla vega að fá tvo leikmenn þegar þú ferð upp. Ef þú ert efnilegan hóp þá verður þú að fá tvo leikmenn með til að hjálpa þeim. Að minnsta kosti því það er ekki hægt að gera þetta öðruvísi. Ef þú ert ekki með fjármagn í það þá átti ekki að fara upp,“ sagði Sigurlaug. Hér fyrir ofan má finna alla umfjöllun Seinni bylgjunnar um FH og umgjörðina í kringum um FH-konur í Olís deild kvenna í vetur. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan FH Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Það lítur út fyrir FH konur munu ekki fá stig í Olís deild kvenna í handbolta í vetur. Liðið kom upp úr Grill66-deild kvenna í fyrra en hefur tapað fyrstu þrettán leikjum sínum í Olís deildinni. Sigurlaug Rúnarsdóttir og Íris Ásta Pétursdóttir voru sérfræðingar Svövu Kristínar Grétarsdóttur í síðustu Seinni bylgju og þar barst umræðan að liði FH og frammistöðu Hafnarfjarðarliðsins á tímabilinu. „Það lítur allt út fyrir það að FH sé að fara í gegnum þessa deild án þess að fá stig. Hvað getum við sagt? Er allt of mikill munur á milli Grillsins og Olís,“ spurði Svava Kristín Grétarsdóttir og byrjaði umræðuna. „Það er getumunur. Þegar lið ætla að fara upp í Olís deildina og setja enga peninga í það þá er þetta ekki hægt. Ég held að þetta sé skólabókardæmi um það. Félög verða vara að pæla í þessu. Það er ekki hægt að fara upp í Olís ef þú ætlar ekki að gera neitt. Þær voru með smá baráttu fyrstu mínúturnar en svo ekki söguna meir. Þær eiga ekki möguleika í þetta eins leiðinlegt og það er,“ sagði Sigurlaug Rúnarsdóttir. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um kvennalið FH „Nægu er eitt í karlaliðið, Hefði maður ekki haldið að klúbbur eins og FH ætti að geta alla vega sótt einhverja leikmenn,“ skaut Svava Kristín inn í. „Mér finnst félagið ekki sýna nægilega mikinn áhuga og kvennaliðinu eins og karlaliðinu. Þær fengu sænskan miðjumann en fór síðan í burtu af því að þeir borguðu ekki félagsgjaldið fyrir hana í byrjun. Þetta er bara eitt dæmi,“ sagði Íris Ásta Pétursdóttir. „Komdu upp í úrvalsdeildina og sýndu þessu smá áhuga með að fá fleiri leikmenn. Fáum útlendinga eða gerum eitthvað til þess að halda liðinu í deildinni. FH er alveg stórveldi,“ sagði Íris Ásta sem var mikið niðri fyrir. „FH er stórveldi og ekki bara í handbolta heldur í fullt af íþróttum. Það er skammarlegt að þeir hafi ekki gert þetta almennilega. Þú verður alla vega að fá tvo leikmenn þegar þú ferð upp. Ef þú ert efnilegan hóp þá verður þú að fá tvo leikmenn með til að hjálpa þeim. Að minnsta kosti því það er ekki hægt að gera þetta öðruvísi. Ef þú ert ekki með fjármagn í það þá átti ekki að fara upp,“ sagði Sigurlaug. Hér fyrir ofan má finna alla umfjöllun Seinni bylgjunnar um FH og umgjörðina í kringum um FH-konur í Olís deild kvenna í vetur.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan FH Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira