Eiga iðjuþjálfar heima í grunnskólum landsins? Guðrún Agla Gunnarsdóttir, Herdís Júlía Júlíusdóttir og Steinunn Þorsteinsdóttir skrifa 4. maí 2021 10:32 Lengi hefur verið í umræðunni að skortur sé víða á fagþekkingu í grunnskólum landsins til þess að mæta þörfum fatlaðra barna. Fagþekking iðjuþjálfa getur nýst vel í starfi grunnskólanna þar sem markmiðið er að gera barninu betur kleift að taka þátt í skólaumhverfinu. Þroskahjálp í samstarfi við Einhverfusamtökin hélt í apríl afar áhugaverðan og mikilvægan fund um hvernig takast mætti á við þann vanda að ekki eru næg úrræði sem standa grunnskólabörnum með sérþarfir til boða. Skólakerfið er því ekki að mæta þörfum hvers og eins. Óvissan sem fylgir því hvað mun taka við eða hvaða leiðir skólarnir munu fara setur fjölskyldur í erfiða stöðu. Ljóst var af umræðunni að dæma, að aðstandendur fatlaðra barna krefjast þess að fagþekking á sérþörfum barna sé til staðar til þess að styðja við starfsfólk skólanna. Sérstaða iðjuþjálfa er að horfa á iðju barnsins út frá þörfum þess og samspili við umhverfið. Markmiðið er að auka þátttöku og styðja við velferð. Hornsteinn iðjuþjálfunar er að veita þjónustu sem miðar að þörfum og vilja viðkomandi en að baki er fjögurra ára háskólanám. Iðjuþjálfar vinna með börnum sem eiga í erfiðleikum með að taka þátt í skólatengdum athöfnum. Þar á meðal eru börn með þroskaröskun, hreyfihömlun, kvíða, athyglisbrest með eða án ofvirkni og börn á einhverfurófinu. Grunnskólabörn eru með ólíkar þarfir og ólíka skynúrvinnslu. Sem dæmi má nefna að sum börn eru viðkvæm fyrir áreiti á meðan önnur sækjast í mikið áreiti, enn önnur eru mitt á milli. Sum bregðast við áreitum á virkan hátt en önnur bregðast ekki við heldur bíða þau af sér. Iðjuþjálfar hafa sérþekkingu til að bregðast við ólíku skynúrvinnslumynstri einstaklinga, þ.á.m. barna. Með því að aðlaga umhverfið að þörfum barnsins má hugsanlega draga úr vanlíðan sem brýst jafnvel út í ákveðinni hegðun. Skólastofu má vel setja upp með því móti að hún falli vel að þörfum allra, svo að þeir sem sækjast í áreiti hafi getu til þess að fá viðeigandi örvun t.d. með fiktdóti eða svigrúmi til að geta hreyft sig. Nemendur sem eru viðkvæmir fyrir hljóðáreiti geta náð sér í heyrnarhlífar og að nemendur sem eiga erfitt með einbeitingu geta verið með skæra liti í kringum sig, t.d. með gulan eða grænan bakgrunn á bakvið námsefnið til þess að örva athyglina. Þetta eru dæmi um leiðir sem iðjuþjálfar nýta til að aðstoða við að aðlaga iðju og umhverfi að þörfum hvers og eins, ýmist með ráðgjöf, stuðningi og samvinnu með börnum og öllum þeim sem koma að málum þeirra. Ásamt skynúrvinnslu og aðlögun á umhverfinu er einnig áhersla lögð á líkamsbeitingu, samhæfingu augna og handa og félagsfærni þar sem stuðlað er að aukinni virkni, bættri heilsu og vellíðan barnsins. Iðjuþjálfar sem að starfa með börnum leggja því áherslu á að vinna með þá þætti sem ýmist styðja við eða hindra þátttöku þeirra í skólaumhverfinu, þar sem horft er á samspil einstaklings, iðju og umhverfis. Höfundar eru nemar í starfsréttindanámi í iðjuþjálfun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Lengi hefur verið í umræðunni að skortur sé víða á fagþekkingu í grunnskólum landsins til þess að mæta þörfum fatlaðra barna. Fagþekking iðjuþjálfa getur nýst vel í starfi grunnskólanna þar sem markmiðið er að gera barninu betur kleift að taka þátt í skólaumhverfinu. Þroskahjálp í samstarfi við Einhverfusamtökin hélt í apríl afar áhugaverðan og mikilvægan fund um hvernig takast mætti á við þann vanda að ekki eru næg úrræði sem standa grunnskólabörnum með sérþarfir til boða. Skólakerfið er því ekki að mæta þörfum hvers og eins. Óvissan sem fylgir því hvað mun taka við eða hvaða leiðir skólarnir munu fara setur fjölskyldur í erfiða stöðu. Ljóst var af umræðunni að dæma, að aðstandendur fatlaðra barna krefjast þess að fagþekking á sérþörfum barna sé til staðar til þess að styðja við starfsfólk skólanna. Sérstaða iðjuþjálfa er að horfa á iðju barnsins út frá þörfum þess og samspili við umhverfið. Markmiðið er að auka þátttöku og styðja við velferð. Hornsteinn iðjuþjálfunar er að veita þjónustu sem miðar að þörfum og vilja viðkomandi en að baki er fjögurra ára háskólanám. Iðjuþjálfar vinna með börnum sem eiga í erfiðleikum með að taka þátt í skólatengdum athöfnum. Þar á meðal eru börn með þroskaröskun, hreyfihömlun, kvíða, athyglisbrest með eða án ofvirkni og börn á einhverfurófinu. Grunnskólabörn eru með ólíkar þarfir og ólíka skynúrvinnslu. Sem dæmi má nefna að sum börn eru viðkvæm fyrir áreiti á meðan önnur sækjast í mikið áreiti, enn önnur eru mitt á milli. Sum bregðast við áreitum á virkan hátt en önnur bregðast ekki við heldur bíða þau af sér. Iðjuþjálfar hafa sérþekkingu til að bregðast við ólíku skynúrvinnslumynstri einstaklinga, þ.á.m. barna. Með því að aðlaga umhverfið að þörfum barnsins má hugsanlega draga úr vanlíðan sem brýst jafnvel út í ákveðinni hegðun. Skólastofu má vel setja upp með því móti að hún falli vel að þörfum allra, svo að þeir sem sækjast í áreiti hafi getu til þess að fá viðeigandi örvun t.d. með fiktdóti eða svigrúmi til að geta hreyft sig. Nemendur sem eru viðkvæmir fyrir hljóðáreiti geta náð sér í heyrnarhlífar og að nemendur sem eiga erfitt með einbeitingu geta verið með skæra liti í kringum sig, t.d. með gulan eða grænan bakgrunn á bakvið námsefnið til þess að örva athyglina. Þetta eru dæmi um leiðir sem iðjuþjálfar nýta til að aðstoða við að aðlaga iðju og umhverfi að þörfum hvers og eins, ýmist með ráðgjöf, stuðningi og samvinnu með börnum og öllum þeim sem koma að málum þeirra. Ásamt skynúrvinnslu og aðlögun á umhverfinu er einnig áhersla lögð á líkamsbeitingu, samhæfingu augna og handa og félagsfærni þar sem stuðlað er að aukinni virkni, bættri heilsu og vellíðan barnsins. Iðjuþjálfar sem að starfa með börnum leggja því áherslu á að vinna með þá þætti sem ýmist styðja við eða hindra þátttöku þeirra í skólaumhverfinu, þar sem horft er á samspil einstaklings, iðju og umhverfis. Höfundar eru nemar í starfsréttindanámi í iðjuþjálfun.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun