Slökkvistarf enn í fullum gangi þótt ástandið sé „aðeins betra“ Snorri Másson skrifar 4. maí 2021 21:53 Breiðholtið í kvöldsólinni: Reykkennt ský yfir borginni átti upptök sín í mekkinum úr Heiðmörk. Vísir/Vilhelm Enn geisa sinueldar á skógræktarsvæðinu í Heiðmörk, sem kviknuðu á fimmta tímanum síðdegis í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að ástandið sé ekki að versna, en að heilmikil vinna sé fram undan. „Þetta er aðeins betra,“ segir varðstjórinn. „Þetta er eitthvað í rénun en hvað gerist vitum við ekki. Við þorum ekki að lofa neinu um að við séum að ná utan um þetta en við erum að reyna það,“ segir varðstjórinn. „Ástandið er alla vega ekki að versna en við sjáum ekki fyrir endann á þessu eins og er.“ Þegar er ljóst að eldurinn hefur skilið eftir sig sviðna jörð á stórum fleti, sem talið er að séu um tveir ferkílómetrar. Flatarmál Heiðmerkursvæðið nemur alls rúmum 30 ferkílómetrum. Á þessari stundu eru fleiri en 70 manns við slökkvistarf á svæðinu og ljóst að aðgerðirnar geta staðið fram á nótt. Heiðmörk er vatnsverndarsvæði, þar sem vatnsbólið er sem þjónustar íbúa höfuðborgarsvæðisins. Óttast var að það væri í hættu í dag en að svo stöddu hefur ekkert komið fram um að mengun hafi ratað í uppsprettuna. „Þetta er mjög bagalegt,“ sagði Vernharður Guðnason, deildarstjóri hjá slökkviliðinu, en hann lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 hve óheppileg staðsetning brunans væri með tilliti til eldvarna. Fara þyrfti langar leiðir með vatn fyrir slökkvistarfið og lítið væri um greiðar aðkomuleiðir. Mökk lagði frá Heiðmörk í dag, sem mátti jafnvel sjá frá Akranesi. Reykurinn hefur heldur minnkað eftir því sem liðið hefur á kvöldið, eins og sjá má á myndinni efst í fréttinni. Meðfylgjandi myndir tók Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, í kvöld. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Eldurinn geisar á „óþægilega stóru svæði“ Sinubruninn í Heiðmörk ríður yfir á versta árstímanum fyrir slíkar hamfarir, að sögn Vernharðs Guðnasonar, deildarstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Fuglarnir eru í varpi og skordýrin eru viðkvæm. 4. maí 2021 19:01 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að ástandið sé ekki að versna, en að heilmikil vinna sé fram undan. „Þetta er aðeins betra,“ segir varðstjórinn. „Þetta er eitthvað í rénun en hvað gerist vitum við ekki. Við þorum ekki að lofa neinu um að við séum að ná utan um þetta en við erum að reyna það,“ segir varðstjórinn. „Ástandið er alla vega ekki að versna en við sjáum ekki fyrir endann á þessu eins og er.“ Þegar er ljóst að eldurinn hefur skilið eftir sig sviðna jörð á stórum fleti, sem talið er að séu um tveir ferkílómetrar. Flatarmál Heiðmerkursvæðið nemur alls rúmum 30 ferkílómetrum. Á þessari stundu eru fleiri en 70 manns við slökkvistarf á svæðinu og ljóst að aðgerðirnar geta staðið fram á nótt. Heiðmörk er vatnsverndarsvæði, þar sem vatnsbólið er sem þjónustar íbúa höfuðborgarsvæðisins. Óttast var að það væri í hættu í dag en að svo stöddu hefur ekkert komið fram um að mengun hafi ratað í uppsprettuna. „Þetta er mjög bagalegt,“ sagði Vernharður Guðnason, deildarstjóri hjá slökkviliðinu, en hann lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 hve óheppileg staðsetning brunans væri með tilliti til eldvarna. Fara þyrfti langar leiðir með vatn fyrir slökkvistarfið og lítið væri um greiðar aðkomuleiðir. Mökk lagði frá Heiðmörk í dag, sem mátti jafnvel sjá frá Akranesi. Reykurinn hefur heldur minnkað eftir því sem liðið hefur á kvöldið, eins og sjá má á myndinni efst í fréttinni. Meðfylgjandi myndir tók Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, í kvöld. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Eldurinn geisar á „óþægilega stóru svæði“ Sinubruninn í Heiðmörk ríður yfir á versta árstímanum fyrir slíkar hamfarir, að sögn Vernharðs Guðnasonar, deildarstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Fuglarnir eru í varpi og skordýrin eru viðkvæm. 4. maí 2021 19:01 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Eldurinn geisar á „óþægilega stóru svæði“ Sinubruninn í Heiðmörk ríður yfir á versta árstímanum fyrir slíkar hamfarir, að sögn Vernharðs Guðnasonar, deildarstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Fuglarnir eru í varpi og skordýrin eru viðkvæm. 4. maí 2021 19:01