Helgi Hrafn einn á móti Miðflokksmönnum í málþófi um innflytjendur Snorri Másson skrifar 4. maí 2021 23:12 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að hælisleitendakerfið sé misnotað hér á landi. Vísir/Vilhelm Miðflokksmenn hafa frá því klukkan þrjú í dag haldið uppi umræðum á Alþingi um frumvarp ríkisstjórnarinnar um málefni innflytjenda. Það er að sögn þingmanns Vinstri grænna komið út í málþóf. Ræðurnar eru orðnar 97 í dag. Frumvarpið lýtur að því að skýra hlutverk Fjölmenningarseturs og veita í starfsemi þess 23 milljónum króna á árinu. Þingmenn Miðflokksins hafa miklar efasemdir um frumvarpið og telja að það muni auka straum innflytjenda og flóttamanna til landsins. Þessu mótmæla stjórnarþingmenn og einnig Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem hefur staðið í ströngu í andsvörum við Miðflokksmenn í kvöld. Helgi hefur að segja má tekið vaktir á móti Brynjari Níelssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins í að veita Miðflokkinum andsvör í kvöld. Helgi hefur þó verið öllu iðnari við kolann en Brynjar. Ræður hans eru 22 en Brynjars aðeins níu og áttu sér allar stað innan sömu klukkustundar. Helgi Hrafn Gunnarsson pírati hefur flutt 22 ræður það sem af er kvöldi.Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt því fram í síðustu ræðu sem hann hélt, að hælisleitendakerfið væri misnotað hér á landi. „Enda er ekki hægt að gera ráð fyrir að glæpagengi sem taka aleiguna af fólki og setja það í lífshættu muni vilja fylgja í öllum tilvikum settum reglum,“ sagði Sigmundur. Hann sagði þá að „misnotkun“ á kerfinu bitnaði mest á þeim sem mest þyrftu á kerfinu að halda. Helgi Hrafn er ósammála þingmönnunum. „Mér finnst gríðarlega mikilvægt að fólk sem komi hingað, hælisleitendur eða kvótaflóttamenn, hafi fullt færi á að aðlagast íslensku samfélagi og að þeir séu aðstoðaðir við það. Þess vegna er ég hlynntur þessu frumvarpi sem við erum að ræða núna og þess vegna skil ég ekki hvers vegna háttvirtir þingmenn eru á móti því. Rökin sem þeir hafa fært fram og ég er búinn að heyra milljón sinnum standast ekki mína skoðun og ég er ósammála háttvirtum þingmönnum um áhrif frumvarpsins,“ sagði Helgi. Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir Miðflokksmenn standa í málþófi vegna slæms gengis í skoðanakönnunum, en síðast mældust þeir með 8% fylgi, sem er vissulega lágt í sögulegu samhengi. „Miðflokknum gengur illa í skoðanakönnunum og fer í málþóf um innflytjendur. Fátt nýtt undir sólinni,“ skrifar Kolbeinn. Þess er skemmst að geta að Miðflokksmenn komust nálægt Íslandsmeti í málþófi vegna þriðja orkupakkans sumarið 2019, sem stóð í fleiri sólarhringa. Miðflokkurinn Píratar Alþingi Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Stoltur af því að vera hvítur, miðaldra karlmaður Deilt er um frumvarp um samræmda móttöku flóttafólks. Þingmenn Miðflokksins mótmæla því og telja að það muni leiða til holskeflu hælisumsókna og kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. 4. maí 2021 18:12 Ríkisstjórnin héldi velli og Sósíalistar næðu inn Vinstri hreyfingin - grænt framboð bætir við sig 2% prósentustigum í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup og mælist með 14,3% fylgi ef gengið yrði til kosninga í dag. Í kosningunum 2017 fékk flokkurinn 16,9% fylgi. 3. maí 2021 23:46 Ber orðræðu Miðflokksins um útlendingamál saman við gyðingahatur Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var harðorður í garð þingmanna Miðflokksins vegna umræðu um málefni innflytjenda sem fór fram á Alþingi í dag og kvöld. Sagði hann meðal annars orðræðu þeirra líkjast fordómafullri orðræðu um samkynhneigða á tíunda áratugi síðustu aldar og gyðingahatur. 16. febrúar 2021 21:02 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Ræðurnar eru orðnar 97 í dag. Frumvarpið lýtur að því að skýra hlutverk Fjölmenningarseturs og veita í starfsemi þess 23 milljónum króna á árinu. Þingmenn Miðflokksins hafa miklar efasemdir um frumvarpið og telja að það muni auka straum innflytjenda og flóttamanna til landsins. Þessu mótmæla stjórnarþingmenn og einnig Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem hefur staðið í ströngu í andsvörum við Miðflokksmenn í kvöld. Helgi hefur að segja má tekið vaktir á móti Brynjari Níelssyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins í að veita Miðflokkinum andsvör í kvöld. Helgi hefur þó verið öllu iðnari við kolann en Brynjar. Ræður hans eru 22 en Brynjars aðeins níu og áttu sér allar stað innan sömu klukkustundar. Helgi Hrafn Gunnarsson pírati hefur flutt 22 ræður það sem af er kvöldi.Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hélt því fram í síðustu ræðu sem hann hélt, að hælisleitendakerfið væri misnotað hér á landi. „Enda er ekki hægt að gera ráð fyrir að glæpagengi sem taka aleiguna af fólki og setja það í lífshættu muni vilja fylgja í öllum tilvikum settum reglum,“ sagði Sigmundur. Hann sagði þá að „misnotkun“ á kerfinu bitnaði mest á þeim sem mest þyrftu á kerfinu að halda. Helgi Hrafn er ósammála þingmönnunum. „Mér finnst gríðarlega mikilvægt að fólk sem komi hingað, hælisleitendur eða kvótaflóttamenn, hafi fullt færi á að aðlagast íslensku samfélagi og að þeir séu aðstoðaðir við það. Þess vegna er ég hlynntur þessu frumvarpi sem við erum að ræða núna og þess vegna skil ég ekki hvers vegna háttvirtir þingmenn eru á móti því. Rökin sem þeir hafa fært fram og ég er búinn að heyra milljón sinnum standast ekki mína skoðun og ég er ósammála háttvirtum þingmönnum um áhrif frumvarpsins,“ sagði Helgi. Kolbeinn Óttarsson Proppé þingmaður Vinstri grænna segir Miðflokksmenn standa í málþófi vegna slæms gengis í skoðanakönnunum, en síðast mældust þeir með 8% fylgi, sem er vissulega lágt í sögulegu samhengi. „Miðflokknum gengur illa í skoðanakönnunum og fer í málþóf um innflytjendur. Fátt nýtt undir sólinni,“ skrifar Kolbeinn. Þess er skemmst að geta að Miðflokksmenn komust nálægt Íslandsmeti í málþófi vegna þriðja orkupakkans sumarið 2019, sem stóð í fleiri sólarhringa.
Miðflokkurinn Píratar Alþingi Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Stoltur af því að vera hvítur, miðaldra karlmaður Deilt er um frumvarp um samræmda móttöku flóttafólks. Þingmenn Miðflokksins mótmæla því og telja að það muni leiða til holskeflu hælisumsókna og kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. 4. maí 2021 18:12 Ríkisstjórnin héldi velli og Sósíalistar næðu inn Vinstri hreyfingin - grænt framboð bætir við sig 2% prósentustigum í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup og mælist með 14,3% fylgi ef gengið yrði til kosninga í dag. Í kosningunum 2017 fékk flokkurinn 16,9% fylgi. 3. maí 2021 23:46 Ber orðræðu Miðflokksins um útlendingamál saman við gyðingahatur Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var harðorður í garð þingmanna Miðflokksins vegna umræðu um málefni innflytjenda sem fór fram á Alþingi í dag og kvöld. Sagði hann meðal annars orðræðu þeirra líkjast fordómafullri orðræðu um samkynhneigða á tíunda áratugi síðustu aldar og gyðingahatur. 16. febrúar 2021 21:02 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Stoltur af því að vera hvítur, miðaldra karlmaður Deilt er um frumvarp um samræmda móttöku flóttafólks. Þingmenn Miðflokksins mótmæla því og telja að það muni leiða til holskeflu hælisumsókna og kostnaðarauka fyrir ríkissjóð. 4. maí 2021 18:12
Ríkisstjórnin héldi velli og Sósíalistar næðu inn Vinstri hreyfingin - grænt framboð bætir við sig 2% prósentustigum í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup og mælist með 14,3% fylgi ef gengið yrði til kosninga í dag. Í kosningunum 2017 fékk flokkurinn 16,9% fylgi. 3. maí 2021 23:46
Ber orðræðu Miðflokksins um útlendingamál saman við gyðingahatur Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var harðorður í garð þingmanna Miðflokksins vegna umræðu um málefni innflytjenda sem fór fram á Alþingi í dag og kvöld. Sagði hann meðal annars orðræðu þeirra líkjast fordómafullri orðræðu um samkynhneigða á tíunda áratugi síðustu aldar og gyðingahatur. 16. febrúar 2021 21:02