Vita hvorki hvar eldurinn kviknaði né hvers vegna Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2021 11:21 Mikinn reyk lagði frá gróðureldunum í Heiðmörk í gærkvöldi. Slökkviliðið telur að um tveir ferkílómetrar lands hafi brunnið. Vísir/Vilhelm Upptök sinubrunans í Heiðmörk í gær liggja enn á huldu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Erfitt var fyrir slökkvilið að komast að eldinum þar sem hann barst og varð töluvert svæði eldinum að bráð. Um sextíu menn frá slökkviliðinu auk björgunarsveitarfólks og lögreglu tók þátt í glímunni við eldinn þegar mest lét í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í slökkvistarfinu um tíma þar til að vatnsskjóða hennar bilaði. Slökkviliðið telur að rúmir tveir ferkílómetrar lands hafi brunnið í gær. Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að slökkviliðsmenn hefðu verið á svæðinu töluvert fram yfir miðnætti í nótt og þeim hafi á endanum tekist að slökkva í eldinum. Vind lægði í gærkvöldi og þá var kalt og rakt í nótt sem hann segir hafa hjálpað til. Ekkert liggur þó fyrir ennþá um upptökin. „Við vitum eiginlega ekki hvar það byrjaði eða hvers vegna,“ sagði Sigurjón í viðtalin í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Algengast sé að sinueldar af þessu tagi kvikni út frá fikti manna eða óhöppum. Áður fyrr hafi verið algengt að kviknaði í sinu út frá sígarettum. „Eins og Heiðmörkin var í gær, þetta er mikið af svona skjólgóðum stöðum þar sem verður mjög heitt og hlýtt í. Svo getur þetta bara komið út frá speglun af gömlum glerjum eða einhverju,“ sagði varðstjórinn. Lítill vindur gerði þyrlunni erfitt fyrir Erfitt var fyrir slökkvilið að athafna sig í Heiðmörk í gær þar sem lítið er um greiðar aðkomuleiðir að svæðinu og langt að sækja vatn. Sigurjón segir að þá sé enn nokkuð frost í jörðu og nokkrir bílar slökkviliðsins hefðu fest sig. Bílar slökkviliðsins voru með töluvert af vatni en Sigurjón segir að þegar eldurinn sé orðinn eins mikill og í gær reynist tíu tonn af vatni óskaplega lítið. Tankbílar frá fyrirtækinu Hreinsitækni hafi lagt slökkvistarfinu lið með því að ferja vatn á staðinn og þá kom Landhelgisgæsluna með vatnskjóðuna sína. Kaldhæðnislega var vindur, sem blæs lífi í sinuelda, ekki nógu mikill í gær fyrir þyrlu Gæslunnar. „Það var smágola en kannski ekki nógu mikill vindur fyrir þá því þá fer reykurinn svo mikið upp og þá eiga þeir svo erfitt með að sleppa vatninu úr lægri hæð. Þeir voru svolítið hátt uppi og þá kannski minnka áhrifin. Það var margt sem var að gera okkur aðeins erfitt fyrir í gær,“ sagði Sigurjón. Aðstæður torvelduðu slökkvistarf í gær. Það lægði með kvöldinu og þá átti þyrla Gæslunnar erfitt með að komast nærri eldinum til að sleppa vatni yfir hann.Vísir/Vilhelm Viðkvæmur tími fyrir dýrin Þurrt og sólríkt hefur verið í veðri í marga daga í röð á suðvesturhorninu og víðar á landinu. Gróður og jarðvegur er því víða skraufþurr. Sigurjón segir að vorin séu alltaf erfiður tími hvað þetta varðar og maí geti verið hættulegur sinutími. Leiðinlegt sé að sjá land sem hefur verið ræktar og grætt upp fara í svona bruna. „Þetta er töluvert svæði, þetta voru einhverjir hektarar sem fóru þarna gær. Svo er þetta ofsalega viðkvæmur tími fyrir fugla- og dýralífið,“ sagði varðstjórinn. Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Sjá meira
Um sextíu menn frá slökkviliðinu auk björgunarsveitarfólks og lögreglu tók þátt í glímunni við eldinn þegar mest lét í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í slökkvistarfinu um tíma þar til að vatnsskjóða hennar bilaði. Slökkviliðið telur að rúmir tveir ferkílómetrar lands hafi brunnið í gær. Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að slökkviliðsmenn hefðu verið á svæðinu töluvert fram yfir miðnætti í nótt og þeim hafi á endanum tekist að slökkva í eldinum. Vind lægði í gærkvöldi og þá var kalt og rakt í nótt sem hann segir hafa hjálpað til. Ekkert liggur þó fyrir ennþá um upptökin. „Við vitum eiginlega ekki hvar það byrjaði eða hvers vegna,“ sagði Sigurjón í viðtalin í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Algengast sé að sinueldar af þessu tagi kvikni út frá fikti manna eða óhöppum. Áður fyrr hafi verið algengt að kviknaði í sinu út frá sígarettum. „Eins og Heiðmörkin var í gær, þetta er mikið af svona skjólgóðum stöðum þar sem verður mjög heitt og hlýtt í. Svo getur þetta bara komið út frá speglun af gömlum glerjum eða einhverju,“ sagði varðstjórinn. Lítill vindur gerði þyrlunni erfitt fyrir Erfitt var fyrir slökkvilið að athafna sig í Heiðmörk í gær þar sem lítið er um greiðar aðkomuleiðir að svæðinu og langt að sækja vatn. Sigurjón segir að þá sé enn nokkuð frost í jörðu og nokkrir bílar slökkviliðsins hefðu fest sig. Bílar slökkviliðsins voru með töluvert af vatni en Sigurjón segir að þegar eldurinn sé orðinn eins mikill og í gær reynist tíu tonn af vatni óskaplega lítið. Tankbílar frá fyrirtækinu Hreinsitækni hafi lagt slökkvistarfinu lið með því að ferja vatn á staðinn og þá kom Landhelgisgæsluna með vatnskjóðuna sína. Kaldhæðnislega var vindur, sem blæs lífi í sinuelda, ekki nógu mikill í gær fyrir þyrlu Gæslunnar. „Það var smágola en kannski ekki nógu mikill vindur fyrir þá því þá fer reykurinn svo mikið upp og þá eiga þeir svo erfitt með að sleppa vatninu úr lægri hæð. Þeir voru svolítið hátt uppi og þá kannski minnka áhrifin. Það var margt sem var að gera okkur aðeins erfitt fyrir í gær,“ sagði Sigurjón. Aðstæður torvelduðu slökkvistarf í gær. Það lægði með kvöldinu og þá átti þyrla Gæslunnar erfitt með að komast nærri eldinum til að sleppa vatni yfir hann.Vísir/Vilhelm Viðkvæmur tími fyrir dýrin Þurrt og sólríkt hefur verið í veðri í marga daga í röð á suðvesturhorninu og víðar á landinu. Gróður og jarðvegur er því víða skraufþurr. Sigurjón segir að vorin séu alltaf erfiður tími hvað þetta varðar og maí geti verið hættulegur sinutími. Leiðinlegt sé að sjá land sem hefur verið ræktar og grætt upp fara í svona bruna. „Þetta er töluvert svæði, þetta voru einhverjir hektarar sem fóru þarna gær. Svo er þetta ofsalega viðkvæmur tími fyrir fugla- og dýralífið,“ sagði varðstjórinn.
Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent