Telja ekki að eldur af þessari stærð ógni vatnsbóli borgarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2021 11:57 Gróðureldurinn í Heiðmörk í gær kallaði á viðbrögð til að vernda vatnsból og vatnsverndarsvæði borgarinnar. Vísir/Vilhelm Gripið var til aðgerða til þess að fyrirbyggja að gróðureldur sem kviknaði í Heiðmörk í gærkvöldi kæmist í mannvirki og búnað vatnsbóla höfuðborgarinnar þar og fyrirbyggja mengunarslys. Ekki er talið að gróðureldar á yfirborði af þessari stærðargráðu og á þessum stað hafi mælanleg áhrif á vatnsgæði. Talið er að rúmlega tveir ferkílómetrar gróðurlendis hafi brunnið í Heiðmörk í gær. Fleiri tugir manna tóku þátt í slökkvistarfinu frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, hjálparsveitum og lögreglu en auk þess tók þyrla Landhelgisgæslunnar þátt í því úr lofti. Vatnsból Reykvíkinga, Mosfellinga og Seltirninga og vatnsverndarsvæði í kringum þau eru staðsett í Heiðmörk og var nokkur viðbúnaður hjá Veitum vegna eldanna, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þannig var haft samráð við slökkvilið vegna aukinnar hættu á mengunarslysum sem fylgir umferð stórra ökutækja eins og dælubíla með töluverðu magni af eldsneyti um vatnsverndarsvæðið. Olíu og önnur efni geta komist af yfirborði í gegnum jarðlög og í grunnvatnsstrauma sem drykkjarvatni borgarinnar er dælt upp úr. Þá voru vatnstankar Veitna settir á yfirfall til þess að bleyta upp í yfirborði í nágrenni vatnstökumannvirkja til að koma í veg fyrir að eldurinn kæmist í þau og brunahanatengingar voru settar upp á einum af þremur vatnstökustöðum Veitna sem slökkvilið gat notað í Vatnsendakrikum. Veitur telja þó að vatnsgæði hafi ekki verið í hættu vegna eldsins í gær. „Neysluvatn höfuðborgarbúa er tekið úr borholum á vatnstökusvæðunum í Heiðmörk og er ekki talið að gróðureldar á yfirborði af þessari stærðargráðu og á þessum stað hafi mælanleg áhrif á vatnsgæði,“ segir í tilkynningunni. Búnaður vaktar efni í aðalvatnslögnum frá Heiðmörk Undanfarin ár hafa Veitur sett upp nokkra brunahana í Heiðmörk vegna hættu á gróðureldum. Þá hefur nýverið settur upp efnavöktunarbúnaður á báðum aðalvatnslögnum frá Heiðmörk til að vakta möguleg áhrif eldgoss á Reykjanesi á efnasamsetningu vatnsins sem streymir til borgarinnar. „Sá búnaður getur einnig nýst til að meta hugsanlegar breytingar, á þeim þáttum er hann mælir, af öðrum völdum, t.d. gróðurelda,“ segir í tilkynningunni. Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Vita hvorki hvar eldurinn kviknaði né hvers vegna Upptök sinubrunans í Heiðmörk í gær liggja enn á huldu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Erfitt var fyrir slökkvilið að komast að eldinum þar sem hann barst og varð töluvert svæði eldinum að bráð. 5. maí 2021 11:21 Tveir af þrjátíu ferkílómetrum Heiðmerkur brunnir Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum gróðureldana í Heiðmörk í nótt og er störfum á vettvangi lokið. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru síðustu menn farnir af svæðinu um fjögurleytið. 5. maí 2021 06:35 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Talið er að rúmlega tveir ferkílómetrar gróðurlendis hafi brunnið í Heiðmörk í gær. Fleiri tugir manna tóku þátt í slökkvistarfinu frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, hjálparsveitum og lögreglu en auk þess tók þyrla Landhelgisgæslunnar þátt í því úr lofti. Vatnsból Reykvíkinga, Mosfellinga og Seltirninga og vatnsverndarsvæði í kringum þau eru staðsett í Heiðmörk og var nokkur viðbúnaður hjá Veitum vegna eldanna, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þannig var haft samráð við slökkvilið vegna aukinnar hættu á mengunarslysum sem fylgir umferð stórra ökutækja eins og dælubíla með töluverðu magni af eldsneyti um vatnsverndarsvæðið. Olíu og önnur efni geta komist af yfirborði í gegnum jarðlög og í grunnvatnsstrauma sem drykkjarvatni borgarinnar er dælt upp úr. Þá voru vatnstankar Veitna settir á yfirfall til þess að bleyta upp í yfirborði í nágrenni vatnstökumannvirkja til að koma í veg fyrir að eldurinn kæmist í þau og brunahanatengingar voru settar upp á einum af þremur vatnstökustöðum Veitna sem slökkvilið gat notað í Vatnsendakrikum. Veitur telja þó að vatnsgæði hafi ekki verið í hættu vegna eldsins í gær. „Neysluvatn höfuðborgarbúa er tekið úr borholum á vatnstökusvæðunum í Heiðmörk og er ekki talið að gróðureldar á yfirborði af þessari stærðargráðu og á þessum stað hafi mælanleg áhrif á vatnsgæði,“ segir í tilkynningunni. Búnaður vaktar efni í aðalvatnslögnum frá Heiðmörk Undanfarin ár hafa Veitur sett upp nokkra brunahana í Heiðmörk vegna hættu á gróðureldum. Þá hefur nýverið settur upp efnavöktunarbúnaður á báðum aðalvatnslögnum frá Heiðmörk til að vakta möguleg áhrif eldgoss á Reykjanesi á efnasamsetningu vatnsins sem streymir til borgarinnar. „Sá búnaður getur einnig nýst til að meta hugsanlegar breytingar, á þeim þáttum er hann mælir, af öðrum völdum, t.d. gróðurelda,“ segir í tilkynningunni.
Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Vita hvorki hvar eldurinn kviknaði né hvers vegna Upptök sinubrunans í Heiðmörk í gær liggja enn á huldu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Erfitt var fyrir slökkvilið að komast að eldinum þar sem hann barst og varð töluvert svæði eldinum að bráð. 5. maí 2021 11:21 Tveir af þrjátíu ferkílómetrum Heiðmerkur brunnir Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum gróðureldana í Heiðmörk í nótt og er störfum á vettvangi lokið. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru síðustu menn farnir af svæðinu um fjögurleytið. 5. maí 2021 06:35 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Vita hvorki hvar eldurinn kviknaði né hvers vegna Upptök sinubrunans í Heiðmörk í gær liggja enn á huldu, að sögn varðstjóra hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Erfitt var fyrir slökkvilið að komast að eldinum þar sem hann barst og varð töluvert svæði eldinum að bráð. 5. maí 2021 11:21
Tveir af þrjátíu ferkílómetrum Heiðmerkur brunnir Slökkviliði tókst að ráða niðurlögum gróðureldana í Heiðmörk í nótt og er störfum á vettvangi lokið. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu voru síðustu menn farnir af svæðinu um fjögurleytið. 5. maí 2021 06:35