Lehmann rekinn eftir rasísk skilaboð Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2021 17:05 Jens Lehmann hefur líkt og Dennis Aogo starfað í þýsku sjónvarpi eftir að ferlinum lauk. Getty/Alex Gottschalk Jens Lehmann, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Þýskalands í fótbolta, hefur verið rekinn úr starfi hjá Herthu Berlín eftir rasísk skilaboð sem hann sendi Dennis Aogo. Aogo, sem er dökkur á hörund, er líkt og Lehmann fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands en starfar nú fyrir sjónvarpsstöðina Sky Sport í Þýskalandi. Lehmann sendi Dennis Aogo skilaboð, sem sennilega áttu að fara annað, þar sem stóð: „Er Dennis í raun kvótasvertinginn ykkar?“ Þannig gaf Lehmann í skyn að Aogo væri aðeins í sínu starfi í sjónvarpinu vegna þess að hann væri svartur. Aogo birti skjáskot af skilaboðunum á hringrás sinni á Instagram og skrifaði: „Vá, er þér alvara? Þessi skilaboð áttu líklega ekki að fara til mín.“ Lehmann sat í stjórn hjá Herthu sem fulltrúi fjárfestingafélagsins Tennor Holding en samningi hans við félagið var umsvifalaust rift. Werner Gegenbauer, forseti Herthu Berlínar, sagði: „Svona skrif eru á engan hátt í samræmi við þau gildi sem Hertha BSC stendur fyrir. Við höldum okkur fjarri öllu kynþáttaníði og fögnum ákvörðun Tennor Holding.“ Lehmann kvaðst á Twitter hafa beðið Aogo afsökunar. In einer privaten Nachricht von meinem Handy an Dennis Aogo ist ein Eindruck entstanden für den ich mich im Gespräch mit Dennis entschuldigt habe. Als ehemaliger Nationalspieler ist er sehr fachkundig und hat eine tolle Präsenz und bringt bei Sky Quote.— Jens Lehmann (@jenslehmann) May 5, 2021 Lehmann lék 200 leiki fyrir Arsenal á sínum ferli áður en hann lagði hanskana á hilluna árið 2011. Hann lék einnig með Schalke, AC Milan, Dortmund og Stuttgart, og á að baki 61 landsleik. Aogo, sem lék 12 landsleiki, lagði skóna á hilluna í fyrra og hafði þá spilað 340 leiki í efstu tveimur deildum Þýskalands. Hann lék lengst með Hamburg, árin 2008-2013. Þýski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
Aogo, sem er dökkur á hörund, er líkt og Lehmann fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands en starfar nú fyrir sjónvarpsstöðina Sky Sport í Þýskalandi. Lehmann sendi Dennis Aogo skilaboð, sem sennilega áttu að fara annað, þar sem stóð: „Er Dennis í raun kvótasvertinginn ykkar?“ Þannig gaf Lehmann í skyn að Aogo væri aðeins í sínu starfi í sjónvarpinu vegna þess að hann væri svartur. Aogo birti skjáskot af skilaboðunum á hringrás sinni á Instagram og skrifaði: „Vá, er þér alvara? Þessi skilaboð áttu líklega ekki að fara til mín.“ Lehmann sat í stjórn hjá Herthu sem fulltrúi fjárfestingafélagsins Tennor Holding en samningi hans við félagið var umsvifalaust rift. Werner Gegenbauer, forseti Herthu Berlínar, sagði: „Svona skrif eru á engan hátt í samræmi við þau gildi sem Hertha BSC stendur fyrir. Við höldum okkur fjarri öllu kynþáttaníði og fögnum ákvörðun Tennor Holding.“ Lehmann kvaðst á Twitter hafa beðið Aogo afsökunar. In einer privaten Nachricht von meinem Handy an Dennis Aogo ist ein Eindruck entstanden für den ich mich im Gespräch mit Dennis entschuldigt habe. Als ehemaliger Nationalspieler ist er sehr fachkundig und hat eine tolle Präsenz und bringt bei Sky Quote.— Jens Lehmann (@jenslehmann) May 5, 2021 Lehmann lék 200 leiki fyrir Arsenal á sínum ferli áður en hann lagði hanskana á hilluna árið 2011. Hann lék einnig með Schalke, AC Milan, Dortmund og Stuttgart, og á að baki 61 landsleik. Aogo, sem lék 12 landsleiki, lagði skóna á hilluna í fyrra og hafði þá spilað 340 leiki í efstu tveimur deildum Þýskalands. Hann lék lengst með Hamburg, árin 2008-2013.
Þýski boltinn Kynþáttafordómar Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Fleiri fréttir Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira